Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2025 13:48 Þórdís Lóa segir samtal hafið og það sé ekki gefið að Framsókn leiði það samtal. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir fullmikið að segja að formlegar viðræður eigi sér nú stað um myndun nýs meirihluta í borginni. Það sé samtal í gangi á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Á meðan það samtal er í gangi taki hún ekki þátt í öðru slíku samtali. Næsta samtal fer fram síðar í dag. „Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Þórdís Lóa í samtali við fréttastofu og að ákvörðun Einars Þorsteinssonar borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu hafi komið sér í opna skjöldu. Hún segir oddvitana hafa fundað í gær og rætt sig niður á það að skynsamlegt væri að tala áfram saman. Í því felist ekki loforð um að til dæmis Einar haldi áfram að vera borgarstjóri. „Þetta er alveg nýtt upphaf,“ segir Þórdís Lóa. Skammur tími fram að kosningum Það sé nauðsynlegt að finna leið til að vinna saman fram að kosningum sem fari fram eftir fjórtán mánuði. „Þetta er skammur tími og maður þarf að hugsa þetta bæði í pólitík og praktík af því að það þarf að sýna stöðugleika og yfirvegun og vinna að þjónustu við borgarana áfram. En við erum á nýjum upphafspunkti og það er samtalið sem á sér stað núna.“ Hún segir það ábyrgðarhluta að slíta samstarfi og ítrekar hversu óvænt það hafi verið henni. Hún hafi talið að það væri grundvöllur til að vinna áfram saman og tala saman. „Ég verð bara að vera ærleg með það. Einar Þorsteinsson sleit þessum viðræðum í gær og við það verður ákveðið veikleikameira í trausti. Hins vegar verður að segja að verkefni og pólitísk sýn Viðreisnar og Framsóknar hefur verið tiltölulega nálægt í borgarmálunum þannig okkur hefur tekist vel að vinna saman. En það er ekkert gefið að við förum á forsendum Framsóknar inn í samtal. Nú sitja við borðið Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Framsókn. Það er nýtt upphaf ef af því verður.“ Takist þeim að komast að niðurstöðu um samstarf verði að vinna hratt að því að gera aðgerðaáætlun sem dugi þeim þessa fjórtán mánuði að kosningum. Það þurfi á sama tíma að passa upp á rekstur borgarinnar og verkefnin sem þarf að sinna. Einar geti ekki gert ráð fyrir því að verða borgarstjóri Þórdís Lóa segir það alls ekki þannig að nýtt meirihlutasamstarf sé klappað og klárt. „Hann getur ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri. Hann veit það alveg sjálfur,“ segir Þórdís Lóa og að enginn hafi gengið til samtals í gær í ráðhúsinu með það markmið að stofna nýjan meirihluta með hann sem borgarstjóra. „Við settumst niður sem borgarfulltrúar til að tala saman, til að átta okkur á því hvort það væri sameiginlegur grundvöllur fyrir okkur til að vinna saman.“ Myndirðu segja að þið séuð komin í formlegar viðræður núna? „Við erum í samtali. Formlegar viðræður hafa öðruvísi merkingu fyrir mér en við erum sannarlega að tala saman. Við gerum af heilum hug og á meðan við erum að tala saman þá erum við ekki að tala við aðra.“ Húsnæðismál, fjármál og leikskólamál Þórdís Lóa segir traust skipta miklu í þessum aðstæðum. Þó að þau séu sammála um margt séu þau ekki sammála um allt. Það sé ágreiningur sem þurfi að fara betur yfir og það verði ekki gert á einum eða tveimur fundum. Þau mál sem gamla meirihlutanum hafi greint á um séu til dæmis húsnæðismál og fjármál borgarinnar, aðhald í rekstri og meiri aðgerðir í efnahag borgarinnar. Viðreisn sé borgaralega sinnaður flokkur, fylgjandi aðalskipulagi og samgöngusáttmálanum en þau séu á sama tíma raunsæ og viti að það þurfi að ræða flugvöllinn. Hann sé ekki á förum í bráð en það sé ekki þeirra sýn að hann verði þarna til allrar framtíðar. Í staðinn sé þó ekkert annað í boði. Þá segir hún leikskólamálin hafa gengið hægar en þau hefðu viljað sjá. Þau hefðu viljað sjá hraðari uppbyggingu nýrra leikskóla og fjölbreyttari leiðir, eins og með fyrirtækjaleikskóla. Það hafi ekki allir í meirihlutanum verið sammála um. Hvað varðar mönnun í leikskólum, borgarreknum eða fyrirtækjareknum, segir Þórdís Lóa það svo annað mál. Þórdís Lóa segist nú ætla að einbeita sér að einu samtali um myndun nýs meirihluta. „Ég er bara í einu samtali í einu og mér finnst ekki góður bragur á því að vinna með einum hóp og á sama tíma að vera að tala við annan. Ef hlutirnir ganga ekki þá munum við öll þurfa að tala saman en við erum ekki þar núna.“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir á fundi borgarstjórnar.Vísir/Anton Brink Hún segir ekki komna fram formlega fundaráætlun. Þau séu að átta sig á því hvernig þau ætli að gera það auk þess sem allir séu líka að tala við sitt bakland. „Það er ekki sólarhringur síðan Einar Þorsteinsson sleit meirihlutanum,“ segir hún og að það þurfi að skoða málefnin næst. Samtalinu verði haldið opnu en það sé mikilvægt að þau komist að niðurstöðu fljótt og ákveðið. Það verði gert samkomulag sem sé aðgerðaáætlun til skamms tíma. Hún segir verkefnin þau sömu og í gær og þau muni vinna að því að finna lausnir saman. Til þess verði að vera traust og þau sátt að vinna saman. Þú treystir Einari? „Ég treysti þessari umgjörð sem er. Við Einar höfum unnið ágætlega saman. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum að meirihlutinn skyldi vera sprengdur. Ég ætla ekki að fara í launungar með það. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég var að vinna með mjög góðu fólki með ágætis plan en við vorum ekki alltaf sammála og það er mikill fjölbreytileiki í borgarstjórn.“ Hún segir engan einráðan í pólitík. Það þurfi alltaf að málamiðla og finna leiðir og þau vinni að því núna. Næsta samtal hópsins fari fram síðar í dag. Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki „um einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Þetta gerðist mjög hratt,“ segir Þórdís Lóa í samtali við fréttastofu og að ákvörðun Einars Þorsteinssonar borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu hafi komið sér í opna skjöldu. Hún segir oddvitana hafa fundað í gær og rætt sig niður á það að skynsamlegt væri að tala áfram saman. Í því felist ekki loforð um að til dæmis Einar haldi áfram að vera borgarstjóri. „Þetta er alveg nýtt upphaf,“ segir Þórdís Lóa. Skammur tími fram að kosningum Það sé nauðsynlegt að finna leið til að vinna saman fram að kosningum sem fari fram eftir fjórtán mánuði. „Þetta er skammur tími og maður þarf að hugsa þetta bæði í pólitík og praktík af því að það þarf að sýna stöðugleika og yfirvegun og vinna að þjónustu við borgarana áfram. En við erum á nýjum upphafspunkti og það er samtalið sem á sér stað núna.“ Hún segir það ábyrgðarhluta að slíta samstarfi og ítrekar hversu óvænt það hafi verið henni. Hún hafi talið að það væri grundvöllur til að vinna áfram saman og tala saman. „Ég verð bara að vera ærleg með það. Einar Þorsteinsson sleit þessum viðræðum í gær og við það verður ákveðið veikleikameira í trausti. Hins vegar verður að segja að verkefni og pólitísk sýn Viðreisnar og Framsóknar hefur verið tiltölulega nálægt í borgarmálunum þannig okkur hefur tekist vel að vinna saman. En það er ekkert gefið að við förum á forsendum Framsóknar inn í samtal. Nú sitja við borðið Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Framsókn. Það er nýtt upphaf ef af því verður.“ Takist þeim að komast að niðurstöðu um samstarf verði að vinna hratt að því að gera aðgerðaáætlun sem dugi þeim þessa fjórtán mánuði að kosningum. Það þurfi á sama tíma að passa upp á rekstur borgarinnar og verkefnin sem þarf að sinna. Einar geti ekki gert ráð fyrir því að verða borgarstjóri Þórdís Lóa segir það alls ekki þannig að nýtt meirihlutasamstarf sé klappað og klárt. „Hann getur ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri. Hann veit það alveg sjálfur,“ segir Þórdís Lóa og að enginn hafi gengið til samtals í gær í ráðhúsinu með það markmið að stofna nýjan meirihluta með hann sem borgarstjóra. „Við settumst niður sem borgarfulltrúar til að tala saman, til að átta okkur á því hvort það væri sameiginlegur grundvöllur fyrir okkur til að vinna saman.“ Myndirðu segja að þið séuð komin í formlegar viðræður núna? „Við erum í samtali. Formlegar viðræður hafa öðruvísi merkingu fyrir mér en við erum sannarlega að tala saman. Við gerum af heilum hug og á meðan við erum að tala saman þá erum við ekki að tala við aðra.“ Húsnæðismál, fjármál og leikskólamál Þórdís Lóa segir traust skipta miklu í þessum aðstæðum. Þó að þau séu sammála um margt séu þau ekki sammála um allt. Það sé ágreiningur sem þurfi að fara betur yfir og það verði ekki gert á einum eða tveimur fundum. Þau mál sem gamla meirihlutanum hafi greint á um séu til dæmis húsnæðismál og fjármál borgarinnar, aðhald í rekstri og meiri aðgerðir í efnahag borgarinnar. Viðreisn sé borgaralega sinnaður flokkur, fylgjandi aðalskipulagi og samgöngusáttmálanum en þau séu á sama tíma raunsæ og viti að það þurfi að ræða flugvöllinn. Hann sé ekki á förum í bráð en það sé ekki þeirra sýn að hann verði þarna til allrar framtíðar. Í staðinn sé þó ekkert annað í boði. Þá segir hún leikskólamálin hafa gengið hægar en þau hefðu viljað sjá. Þau hefðu viljað sjá hraðari uppbyggingu nýrra leikskóla og fjölbreyttari leiðir, eins og með fyrirtækjaleikskóla. Það hafi ekki allir í meirihlutanum verið sammála um. Hvað varðar mönnun í leikskólum, borgarreknum eða fyrirtækjareknum, segir Þórdís Lóa það svo annað mál. Þórdís Lóa segist nú ætla að einbeita sér að einu samtali um myndun nýs meirihluta. „Ég er bara í einu samtali í einu og mér finnst ekki góður bragur á því að vinna með einum hóp og á sama tíma að vera að tala við annan. Ef hlutirnir ganga ekki þá munum við öll þurfa að tala saman en við erum ekki þar núna.“ Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir á fundi borgarstjórnar.Vísir/Anton Brink Hún segir ekki komna fram formlega fundaráætlun. Þau séu að átta sig á því hvernig þau ætli að gera það auk þess sem allir séu líka að tala við sitt bakland. „Það er ekki sólarhringur síðan Einar Þorsteinsson sleit meirihlutanum,“ segir hún og að það þurfi að skoða málefnin næst. Samtalinu verði haldið opnu en það sé mikilvægt að þau komist að niðurstöðu fljótt og ákveðið. Það verði gert samkomulag sem sé aðgerðaáætlun til skamms tíma. Hún segir verkefnin þau sömu og í gær og þau muni vinna að því að finna lausnir saman. Til þess verði að vera traust og þau sátt að vinna saman. Þú treystir Einari? „Ég treysti þessari umgjörð sem er. Við Einar höfum unnið ágætlega saman. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum að meirihlutinn skyldi vera sprengdur. Ég ætla ekki að fara í launungar með það. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Ég var að vinna með mjög góðu fólki með ágætis plan en við vorum ekki alltaf sammála og það er mikill fjölbreytileiki í borgarstjórn.“ Hún segir engan einráðan í pólitík. Það þurfi alltaf að málamiðla og finna leiðir og þau vinni að því núna. Næsta samtal hópsins fari fram síðar í dag.
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45 Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25 „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki „um einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Fráfarandi oddviti Flokks fólksins í borginni segist fagna því að flokkurinn hafi tækifæri til að komast í meirihluta í borginni en henni sé illa við að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Þrátt fyrir langvarandi gott samstarf hafi afstaða hennar breyst eftir að Flokkur fólksins hafi þurft að þola „hatur og heift“ frá Sjálfstæðisflokknum og Morgunblaðinu. 8. febrúar 2025 12:45
Formlegar viðræður hafnar Fundi oddvita Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins í Reykjavík er lokið, en ákveðið var að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 00:25
„Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, segir að endalok meirihlutasamstarfsins í borginni snúist um persónulegan ágreining frekar en málefni, og ekki „um einhvern helvítis flugvöll.“ 7. febrúar 2025 22:44
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels