Verða ekki krafin um endurgreiðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. febrúar 2025 11:55 Flokkur fólksins mun ekki þurfa að endurgreiða ríkinu 240 milljónirnar sem hann hefur hlotið í styrki. Vísir/Einar Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. Þetta kemur fram í áliti sérfræðinga, sem ráðuneytið aflaði og verður birt klukkan eitt á vef stjórnarráðsins. Fjallað hefur verið um það undanfarið að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálaflokkur heldur félagasamtök. Fleiri flokkar þáðu styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt en Flokkur fólksins er sá eini sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. „Það liggur auðvitað fyrir að framkvæmdin brást í ráðuneytinu þannig að eftirfylgni með því hverjir raunverulega ættu rétt á þessum greiðslum, uppfylltu skilyrði laganna, eftirfylgnin með því var ekki nógu góð,“ sagði Daði að loknum ríkisstjórnafundi rétt fyrir hádegi. „Það er hins vegar mat þessara sérfræðinga að forsendur fyrir endurgreiðslukröfu séu ekki fyrir hendi og ástæðan er sú að það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi, að ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningarskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti af framkvæmd laganna að þetta atriði skipti ekki máli.“ Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Fjármálaráðuneytið hefur staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Píratar uppfylltu ekki skilyrði laga til úthlutunar framlaga úr ríkissjóði þegar úthlutun fór fram árið 2022. Ekki hefur verið tekin afstaða til þýðingar þess að breyta skráningu eftir úthlutun. Allir flokkar, þeirra á meðal Flokkur fólksins, hafi aftur á móti uppfyllt önnur skilyrði. Sjálfstæðismenn fengu fréttabréf í fyrrakvöld þar sem sagði að fréttaflutningur um styrkjamál flokksins væri úr lausu lofti gripinn og í besta falli byggður á misskilningi. 30. janúar 2025 13:13 Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Fjármálaráðherra segir ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum. Viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í fjármálaráðuneytinu löngu áður en málið komst í hámæli í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. 28. janúar 2025 13:59 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti sérfræðinga, sem ráðuneytið aflaði og verður birt klukkan eitt á vef stjórnarráðsins. Fjallað hefur verið um það undanfarið að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálaflokkur heldur félagasamtök. Fleiri flokkar þáðu styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt en Flokkur fólksins er sá eini sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. „Það liggur auðvitað fyrir að framkvæmdin brást í ráðuneytinu þannig að eftirfylgni með því hverjir raunverulega ættu rétt á þessum greiðslum, uppfylltu skilyrði laganna, eftirfylgnin með því var ekki nógu góð,“ sagði Daði að loknum ríkisstjórnafundi rétt fyrir hádegi. „Það er hins vegar mat þessara sérfræðinga að forsendur fyrir endurgreiðslukröfu séu ekki fyrir hendi og ástæðan er sú að það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi, að ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningarskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti af framkvæmd laganna að þetta atriði skipti ekki máli.“
Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Fjármálaráðuneytið hefur staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Píratar uppfylltu ekki skilyrði laga til úthlutunar framlaga úr ríkissjóði þegar úthlutun fór fram árið 2022. Ekki hefur verið tekin afstaða til þýðingar þess að breyta skráningu eftir úthlutun. Allir flokkar, þeirra á meðal Flokkur fólksins, hafi aftur á móti uppfyllt önnur skilyrði. Sjálfstæðismenn fengu fréttabréf í fyrrakvöld þar sem sagði að fréttaflutningur um styrkjamál flokksins væri úr lausu lofti gripinn og í besta falli byggður á misskilningi. 30. janúar 2025 13:13 Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Fjármálaráðherra segir ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum. Viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í fjármálaráðuneytinu löngu áður en málið komst í hámæli í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. 28. janúar 2025 13:59 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55
Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Fjármálaráðuneytið hefur staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Píratar uppfylltu ekki skilyrði laga til úthlutunar framlaga úr ríkissjóði þegar úthlutun fór fram árið 2022. Ekki hefur verið tekin afstaða til þýðingar þess að breyta skráningu eftir úthlutun. Allir flokkar, þeirra á meðal Flokkur fólksins, hafi aftur á móti uppfyllt önnur skilyrði. Sjálfstæðismenn fengu fréttabréf í fyrrakvöld þar sem sagði að fréttaflutningur um styrkjamál flokksins væri úr lausu lofti gripinn og í besta falli byggður á misskilningi. 30. janúar 2025 13:13
Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Fjármálaráðherra segir ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum. Viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í fjármálaráðuneytinu löngu áður en málið komst í hámæli í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. 28. janúar 2025 13:59
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?