Verða ekki krafin um endurgreiðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. febrúar 2025 11:55 Flokkur fólksins mun ekki þurfa að endurgreiða ríkinu 240 milljónirnar sem hann hefur hlotið í styrki. Vísir/Einar Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir að ráðuneytið hafi brugðist vegna styrkveitinga til stjórnmálasamtaka, sem voru ekki rétt skráð samkvæmt lagabreytingum frá 2022. Ekki séu þó forsendur fyrir endurgreiðslukröfu. Þetta kemur fram í áliti sérfræðinga, sem ráðuneytið aflaði og verður birt klukkan eitt á vef stjórnarráðsins. Fjallað hefur verið um það undanfarið að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálaflokkur heldur félagasamtök. Fleiri flokkar þáðu styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt en Flokkur fólksins er sá eini sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. „Það liggur auðvitað fyrir að framkvæmdin brást í ráðuneytinu þannig að eftirfylgni með því hverjir raunverulega ættu rétt á þessum greiðslum, uppfylltu skilyrði laganna, eftirfylgnin með því var ekki nógu góð,“ sagði Daði að loknum ríkisstjórnafundi rétt fyrir hádegi. „Það er hins vegar mat þessara sérfræðinga að forsendur fyrir endurgreiðslukröfu séu ekki fyrir hendi og ástæðan er sú að það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi, að ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningarskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti af framkvæmd laganna að þetta atriði skipti ekki máli.“ Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Fjármálaráðuneytið hefur staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Píratar uppfylltu ekki skilyrði laga til úthlutunar framlaga úr ríkissjóði þegar úthlutun fór fram árið 2022. Ekki hefur verið tekin afstaða til þýðingar þess að breyta skráningu eftir úthlutun. Allir flokkar, þeirra á meðal Flokkur fólksins, hafi aftur á móti uppfyllt önnur skilyrði. Sjálfstæðismenn fengu fréttabréf í fyrrakvöld þar sem sagði að fréttaflutningur um styrkjamál flokksins væri úr lausu lofti gripinn og í besta falli byggður á misskilningi. 30. janúar 2025 13:13 Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Fjármálaráðherra segir ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum. Viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í fjármálaráðuneytinu löngu áður en málið komst í hámæli í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. 28. janúar 2025 13:59 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti sérfræðinga, sem ráðuneytið aflaði og verður birt klukkan eitt á vef stjórnarráðsins. Fjallað hefur verið um það undanfarið að Flokkur fólksins hafi þegið 240 milljónir í styrki frá ríkinu þrátt fyrir að vera ekki skráður sem stjórnmálaflokkur heldur félagasamtök. Fleiri flokkar þáðu styrki þrátt fyrir að þeir hefðu enn ekki breytt skráningu sinni eftir að lögunum var breytt en Flokkur fólksins er sá eini sem er enn skráður sem félagasamtök. Forsvarsmenn hans hafa sagt að skráningunni verði breytt eftir landsfund í þessum mánuði. „Það liggur auðvitað fyrir að framkvæmdin brást í ráðuneytinu þannig að eftirfylgni með því hverjir raunverulega ættu rétt á þessum greiðslum, uppfylltu skilyrði laganna, eftirfylgnin með því var ekki nógu góð,“ sagði Daði að loknum ríkisstjórnafundi rétt fyrir hádegi. „Það er hins vegar mat þessara sérfræðinga að forsendur fyrir endurgreiðslukröfu séu ekki fyrir hendi og ástæðan er sú að það í fyrsta lagi gengi gegn markmiðum laganna að styrkja lýðræðisleg stjórnmálasamtök á Íslandi, að ráðuneytið sinnti ekki sínum leiðbeiningarskyldum gagnvart þessum aðilum og ætla mætti af framkvæmd laganna að þetta atriði skipti ekki máli.“
Styrkir til stjórnmálasamtaka Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55 Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Fjármálaráðuneytið hefur staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Píratar uppfylltu ekki skilyrði laga til úthlutunar framlaga úr ríkissjóði þegar úthlutun fór fram árið 2022. Ekki hefur verið tekin afstaða til þýðingar þess að breyta skráningu eftir úthlutun. Allir flokkar, þeirra á meðal Flokkur fólksins, hafi aftur á móti uppfyllt önnur skilyrði. Sjálfstæðismenn fengu fréttabréf í fyrrakvöld þar sem sagði að fréttaflutningur um styrkjamál flokksins væri úr lausu lofti gripinn og í besta falli byggður á misskilningi. 30. janúar 2025 13:13 Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Fjármálaráðherra segir ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum. Viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í fjármálaráðuneytinu löngu áður en málið komst í hámæli í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. 28. janúar 2025 13:59 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina. 6. febrúar 2025 14:55
Ekki ljóst hvort skýringar Sjálfstæðismanna haldi vatni Fjármálaráðuneytið hefur staðfest að Sjálfstæðisflokkur og Píratar uppfylltu ekki skilyrði laga til úthlutunar framlaga úr ríkissjóði þegar úthlutun fór fram árið 2022. Ekki hefur verið tekin afstaða til þýðingar þess að breyta skráningu eftir úthlutun. Allir flokkar, þeirra á meðal Flokkur fólksins, hafi aftur á móti uppfyllt önnur skilyrði. Sjálfstæðismenn fengu fréttabréf í fyrrakvöld þar sem sagði að fréttaflutningur um styrkjamál flokksins væri úr lausu lofti gripinn og í besta falli byggður á misskilningi. 30. janúar 2025 13:13
Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Fjármálaráðherra segir ljóst að eitthvað hafi farið úrskeiðis þegar stjórnmálaflokkar fengu greitt úr ríkissjóði, án þess að uppfylla skilyrði fyrir slíkum greiðslum. Viðvörunarljós hefðu átt að blikka inni í fjármálaráðuneytinu löngu áður en málið komst í hámæli í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar. 28. janúar 2025 13:59
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent