Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 19:10 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Þingflokksformenn minnihlutans hafa krafið forsætisráðherra um svör vegna meintra afskipta menntamálaráðuneytisins í kjaraviðræðum kennara. Ráðuneytið þvertekur fyrir að ráðherra eða annar starfsmaður hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Þingflokksformenn minnihlutaflokkanna þriggja sendu í dag fyrirspurn til forsætisráðherra um meint afskipti Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, eða starfsmanns á hennar vegum á kjaraviðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Í tilkynningu frá formönnunum segir að fregnir hermi að einhver úr ráðuneytinu hafi boðið tveggja prósentu launahækkun til viðbótar við það sem þá var á borðinu til að liðka fyrir í deilunni. „Alla jafna erum við ekki að hlaupa á eftir sögusögnum. En í ljósi alvarleika málsins og hversu sannfærandi þessar fregnir eru, þá ákváðum við að taka eitt skref í einu. Byrja á því að spyrja forsætisráðherra hvort þetta sé rétt, og ef svo hvað henni finnist um það,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrirspurnina hafi átt að bera fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag, sem var frestað vegna veðurs. Sé þetta satt, sé það afar alvarlegt. „Í fyrsta lagi eiga ráðherrar ekki að hafa aðkomu að kjaraviðræðum á milli aðila. Það er prinsipp númer eitt,“ segir Hildur. „Ef þetta er ekki rétt, nú jæja. Þá er það bara gott mál og við höldum áfram að öðrum störfum á þinginu.“ Í kjölfar fyrirspurnarinnar sendi menntamálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem segir að hvorki ráðherra né starfsmaður á hans vegum hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Hildur segir skautað framhjá ýmsu í tilkynningunni og að spurningin hafi verið til forsætisráðherra, ekki menntamálaráðherra. „Nú skulum við bara heyra hvað forsætisráðherra hefur að segja um hvað gerðist þarna. Tökum svo næstu skref í kjölfarið eftir að þau svör berast,“ segir Hildur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Þingflokksformenn minnihlutaflokkanna þriggja sendu í dag fyrirspurn til forsætisráðherra um meint afskipti Ásthildar Lóu Þórsdóttur, menntamálaráðherra, eða starfsmanns á hennar vegum á kjaraviðræðum Kennarasambandsins við ríki og sveitarfélög. Í tilkynningu frá formönnunum segir að fregnir hermi að einhver úr ráðuneytinu hafi boðið tveggja prósentu launahækkun til viðbótar við það sem þá var á borðinu til að liðka fyrir í deilunni. „Alla jafna erum við ekki að hlaupa á eftir sögusögnum. En í ljósi alvarleika málsins og hversu sannfærandi þessar fregnir eru, þá ákváðum við að taka eitt skref í einu. Byrja á því að spyrja forsætisráðherra hvort þetta sé rétt, og ef svo hvað henni finnist um það,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Fyrirspurnina hafi átt að bera fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag, sem var frestað vegna veðurs. Sé þetta satt, sé það afar alvarlegt. „Í fyrsta lagi eiga ráðherrar ekki að hafa aðkomu að kjaraviðræðum á milli aðila. Það er prinsipp númer eitt,“ segir Hildur. „Ef þetta er ekki rétt, nú jæja. Þá er það bara gott mál og við höldum áfram að öðrum störfum á þinginu.“ Í kjölfar fyrirspurnarinnar sendi menntamálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem segir að hvorki ráðherra né starfsmaður á hans vegum hafi boðið eða gefið vilyrði um launahækkun til kennara. Hildur segir skautað framhjá ýmsu í tilkynningunni og að spurningin hafi verið til forsætisráðherra, ekki menntamálaráðherra. „Nú skulum við bara heyra hvað forsætisráðherra hefur að segja um hvað gerðist þarna. Tökum svo næstu skref í kjölfarið eftir að þau svör berast,“ segir Hildur.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira