Þrjár í framboði formanns Fíh Lovísa Arnardóttir skrifar 6. febrúar 2025 10:23 Þrjár konur eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Aðsendar Þrjár eru í framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það eru þær Helga Rósa Másdóttir, Hulda Björg Óladóttir, Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi föstudaginn 28. febrúar og lýkur á hádegi þriðjudaginn 4. mars. Nýr formaður tekur við af Guðbjörgu Pálsdóttur sem hefur verið formaður síðustu ár. Í tilkynningu frá félaginu segir að hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild hafi atkvæðisrétt í formannskosningum. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjörseðill aðgengilegur í gegnum Mínar síður. Farið verður í aðra umferð á milli þeirra tveggja sem hljóta flest atkvæði nái enginn einn frambjóðandi meira en 50 prósent atkvæða. Hulda Björg er varaformaður félagsins.Aðsend Hulda Björg hefur frá útskrift 2006 starfað á bráðamóttöku Landspítalans, á heilsugæslunni í Árbæ, hjá Icepharma, Hrafnistu og Sóltúni. Hulda Björg er varaformaður félagsins og hefur verið í stjórn þess síðustu þrjú árin. „Í dag starfa ég sem fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni í Mjódd. Síðastliðin þrjú ár hef ég setið í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem aðalmaður og gjaldkeri stjórnar. Síðastliðið starfsár hef ég gegnt hlutverki varaformanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Á þessum árum sem ég hef starfað í stjórn félagsins og sem varaformaður hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem snýr að rekstri félagsins og hagsmunamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Hulda Björg í kynningu á heimasíðu félagsins. Helga Rósa er sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.Aðsend Helga Rósa Másdóttir hefur frá útskrift árið 2004 einnig komið víða við. Á heilsugæslu, bráðamóttöku, á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og á Indlandi. Eftir það sneri hún aftur á bráðamóttökuna þar sem hún starfaði um árabil. Frá árinu 2023 hefur hún starfað sem sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem gerir samanburð við aðra háskólamenntaða sérfræðinga auðveldari. Brýnt er að halda þeirri vinnu áfram við stofnanasamninga til að mynda en þar liggja tækifæri til frekari kjarabóta og starfsþróunar hjúkrunarfræðinga,“ segir Helga Rósa sem fer yfir sín áherslumál hér. Jórunn Ósk er gjaldkeri Félags hjúkrunarfræðinga.Aðsend Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen er menntaður hjúkrunarfræðingur en einnig búin með meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Jórunn er gjaldkeri félagsins og hefur víðtæka reynslu af bæði hjúkrun og stjórnun samkvæmt kynningu á vef félagsins. „Hagsmunagæsla hjúkrunarfræðinga fer fram á mörgum vígstöðvum og mikilvægt að félagið eigi sterkan talsmann meðal aðildarfélaga og innan stjórnsýslunnar. Þó nú sé í höfn kjarasamningur til næstu fjögurra ára er ástæða til að hefja undirbúning fyrir næstu kjaraviðræður. Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, hækkun grunnlauna er forsenda þess að viðhalda stéttinni og tryggja áfram gott heilbrigðiskerfi til framtíðar. Jákvætt skref var tekið með vörpun í nýja töflu sem styrkir okkur í samanburði til frekari hækkunar grunnlauna. Það er aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um menntun, þekkingu og símenntun okkar ásamt skilgreiningu ábyrgðar. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum er þegar meiri en framboð og mun aukast, framtíð hjúkrunar er björt og tækifærin mörg,“ segir Jórunn í sinni kynningu hér. Stéttarfélög Kjaramál Vistaskipti Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild, fagaðild og lífeyrisaðild hafi atkvæðisrétt í formannskosningum. Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjörseðill aðgengilegur í gegnum Mínar síður. Farið verður í aðra umferð á milli þeirra tveggja sem hljóta flest atkvæði nái enginn einn frambjóðandi meira en 50 prósent atkvæða. Hulda Björg er varaformaður félagsins.Aðsend Hulda Björg hefur frá útskrift 2006 starfað á bráðamóttöku Landspítalans, á heilsugæslunni í Árbæ, hjá Icepharma, Hrafnistu og Sóltúni. Hulda Björg er varaformaður félagsins og hefur verið í stjórn þess síðustu þrjú árin. „Í dag starfa ég sem fagstjóri hjúkrunar á Heilsugæslunni í Mjódd. Síðastliðin þrjú ár hef ég setið í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem aðalmaður og gjaldkeri stjórnar. Síðastliðið starfsár hef ég gegnt hlutverki varaformanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Á þessum árum sem ég hef starfað í stjórn félagsins og sem varaformaður hef ég öðlast dýrmæta reynslu sem snýr að rekstri félagsins og hagsmunamálum hjúkrunarfræðinga,“ segir Hulda Björg í kynningu á heimasíðu félagsins. Helga Rósa er sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.Aðsend Helga Rósa Másdóttir hefur frá útskrift árið 2004 einnig komið víða við. Á heilsugæslu, bráðamóttöku, á sjúkrahúsinu í Neskaupstað og á Indlandi. Eftir það sneri hún aftur á bráðamóttökuna þar sem hún starfaði um árabil. Frá árinu 2023 hefur hún starfað sem sviðstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Laun og kjör hjúkrunarfræðinga eiga að endurspegla ábyrgð, menntun, hæfni og reynslu þeirra. Það þarf að byggja á því jákvæða skrefi sem tekið var við síðustu kjarasamninga þar sem samið var um nýja launatöflu sem gerir samanburð við aðra háskólamenntaða sérfræðinga auðveldari. Brýnt er að halda þeirri vinnu áfram við stofnanasamninga til að mynda en þar liggja tækifæri til frekari kjarabóta og starfsþróunar hjúkrunarfræðinga,“ segir Helga Rósa sem fer yfir sín áherslumál hér. Jórunn Ósk er gjaldkeri Félags hjúkrunarfræðinga.Aðsend Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen er menntaður hjúkrunarfræðingur en einnig búin með meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Jórunn er gjaldkeri félagsins og hefur víðtæka reynslu af bæði hjúkrun og stjórnun samkvæmt kynningu á vef félagsins. „Hagsmunagæsla hjúkrunarfræðinga fer fram á mörgum vígstöðvum og mikilvægt að félagið eigi sterkan talsmann meðal aðildarfélaga og innan stjórnsýslunnar. Þó nú sé í höfn kjarasamningur til næstu fjögurra ára er ástæða til að hefja undirbúning fyrir næstu kjaraviðræður. Laun hjúkrunarfræðinga þurfa að hækka, hækkun grunnlauna er forsenda þess að viðhalda stéttinni og tryggja áfram gott heilbrigðiskerfi til framtíðar. Jákvætt skref var tekið með vörpun í nýja töflu sem styrkir okkur í samanburði til frekari hækkunar grunnlauna. Það er aldrei mikilvægara en nú að standa vörð um menntun, þekkingu og símenntun okkar ásamt skilgreiningu ábyrgðar. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum er þegar meiri en framboð og mun aukast, framtíð hjúkrunar er björt og tækifærin mörg,“ segir Jórunn í sinni kynningu hér.
Stéttarfélög Kjaramál Vistaskipti Heilbrigðismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira