Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2025 15:58 Sjókvíaeldi í Berufirði. Þar drápust fleiri en 130.000 laxar eða þeim var fargað í desember. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Um 4,8 milljónir laxa drápust í sjókvíaeldi í fjörðum landsins í fyrra samkvæmt tölum Matvælastofnunar. Hún rannsakar enn dauða meira en milljónar laxa hjá fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum í lok síðasta árs. Yfir fjórar og hálf milljón laxa hefur drepist í sjókvíaeldi á hverju ári undanfarin þrjú ár. Árið 2022 drápust 4.755.000 laxar eða þeim var fargað í sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Meginorsökin þá var svonefnd ISA-veira í fiskeldi á Austfjörðum. Árið eftir drápust fjórar og hálf milljónir laxa eða þeim var fargað, nú aðallega vegna lúsafaraldurs á Vestfjörðum. Fiskum í sjókvíum hefur fjölgað nokkuð á þessu tímabili. Árið 2022 voru að meðaltali sextán milljónir fiska í sjó á mánuði en þeir voru orðnir tuttugu milljónir árið 2023. Í fyrra voru 21,5 milljónir fiska í sjó að meðaltali á mánuði. Um 1,3 milljón drapst á Austfjörðum einum í nóvember og desember Mestu afföllin urðu á Austfjörðum í lok árs. Í desember einum og sér drápust um 770.000 fiskar eða þeim var fargað í Fáskrúðsfirði, Berufirði og Reyðarfirði, þar af yfir 530.000 í Fáskrúðsfirði einum. Afföllin í nóvember námu um 590.000 fiskum. Í heildinni nam laxadauðinn í nóvember og desember meira en 1,3 milljónum fiskum, meira en fjórðungur heildardauðans fyrir allt árið. Í skriflegu svari Matvælastofnunar við fyrirspurn Vísis kemur fram að rannsókn standi yfir á laxadauðanum á Austfjörðum. Það hafi að langmestu leyti verið seiði sem drápust við útsetningu og í kjölfar hennar. Ekki fengust frekari upplýsingar um rannsóknina á meðan henni er ekki lokið. Forstöðumaður fiskeldisdeildar Matvælastofnunar sem rannsakar dauðan á Austfjörðum sagði RÚV í síðasta mánuði að þörf væri á strangari reglum vegna hans. Banna ætti að setja seiði í kvíar þegar sjávarhiti færi undir viss mörk. Talið er að seiði hafi drepist eftir að þau voru sett í kvíar vegna kulda í sjónum fyrir austan í nóvember og janúar. Uppfært 7.2.2025 Í upphaflegum inngangi fréttarinnar misritaðist að MAST rannsakaði dauða fiska á Vestfjörðum. Það rétta er að rannsóknin beinist að miklum dauða laxa á Austfjörðum. Fiskeldi Sjávarútvegur Dýr Sjókvíaeldi Tengdar fréttir 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Yfir fjórar og hálf milljón laxa hefur drepist í sjókvíaeldi á hverju ári undanfarin þrjú ár. Árið 2022 drápust 4.755.000 laxar eða þeim var fargað í sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Meginorsökin þá var svonefnd ISA-veira í fiskeldi á Austfjörðum. Árið eftir drápust fjórar og hálf milljónir laxa eða þeim var fargað, nú aðallega vegna lúsafaraldurs á Vestfjörðum. Fiskum í sjókvíum hefur fjölgað nokkuð á þessu tímabili. Árið 2022 voru að meðaltali sextán milljónir fiska í sjó á mánuði en þeir voru orðnir tuttugu milljónir árið 2023. Í fyrra voru 21,5 milljónir fiska í sjó að meðaltali á mánuði. Um 1,3 milljón drapst á Austfjörðum einum í nóvember og desember Mestu afföllin urðu á Austfjörðum í lok árs. Í desember einum og sér drápust um 770.000 fiskar eða þeim var fargað í Fáskrúðsfirði, Berufirði og Reyðarfirði, þar af yfir 530.000 í Fáskrúðsfirði einum. Afföllin í nóvember námu um 590.000 fiskum. Í heildinni nam laxadauðinn í nóvember og desember meira en 1,3 milljónum fiskum, meira en fjórðungur heildardauðans fyrir allt árið. Í skriflegu svari Matvælastofnunar við fyrirspurn Vísis kemur fram að rannsókn standi yfir á laxadauðanum á Austfjörðum. Það hafi að langmestu leyti verið seiði sem drápust við útsetningu og í kjölfar hennar. Ekki fengust frekari upplýsingar um rannsóknina á meðan henni er ekki lokið. Forstöðumaður fiskeldisdeildar Matvælastofnunar sem rannsakar dauðan á Austfjörðum sagði RÚV í síðasta mánuði að þörf væri á strangari reglum vegna hans. Banna ætti að setja seiði í kvíar þegar sjávarhiti færi undir viss mörk. Talið er að seiði hafi drepist eftir að þau voru sett í kvíar vegna kulda í sjónum fyrir austan í nóvember og janúar. Uppfært 7.2.2025 Í upphaflegum inngangi fréttarinnar misritaðist að MAST rannsakaði dauða fiska á Vestfjörðum. Það rétta er að rannsóknin beinist að miklum dauða laxa á Austfjörðum.
Fiskeldi Sjávarútvegur Dýr Sjókvíaeldi Tengdar fréttir 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55