Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2025 21:04 Sveinn Waage, sem er framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center. Hann segir að sjálfhreinsandi salernin hafi algjörlega slegið í gegn á nýja staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjálfhreinsandi salerna er það nýjasta í ferðaþjónustu á Suðurlandi en slík salerni vekja alltaf mikla athygli og lukku hjá ferðamönnum en þau eru opinn allan sólarhringinn. Á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn er risin þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn þar sem hægt er að fá hraðhleðslu á bílinn og þar er líka verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð, svo ekki sé minnst á sjálfshreinsandi salernin, sem hafa slegið í gegn. „Það er þrifið fyrir hvern og einn kúnna. Hvert klósett er sem sagt með tveimur skálum. Hérna sjáum við aðra þeirra og þegar þú ert búin á klósettinu þá fer þetta svona heilhring bak við og háþrýstiþvottur á allt klósettið og gólfið er þrifið líka þannig að þetta er tandurhreint fyrir hvern og einn kúnna sem kemur,” segir Sveinn Waage, framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center og bætir við. „Við höfum fengið mikil viðbrögð og við segjum stundum í laumi að það sem við viljum gera mjög vel, bæði matur inn og út og hérna erum við og hérna erum við vonandi að standa við það. Fólk er mjög ánægt með matinn og það eru allir ánægðir með að komast á hreint klósett”. „Ég er nú ekki búin að prófa þau enn þá en þau virðast vera mjög hátæknileg. Ég veit ekki hvort þetta sé klósett eða Geimskip,” segir Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri hlægjandi. Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri sem áttar sig ekki alveg á því hvort nýju salernin séu klósett eða Geimskip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laufey Welcome Center er ný þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að nýi staðurinn, Laufey Welcome Center hafi fengið mjög góðar móttökur en hann er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring. Veitingastaðurinn er opinn á daginn og fram á kvöld en eftir það er honum lokað með sérstöku hliði en sjálfsafgreiðsla er í versluninni alla nóttina. Nýi staðurinn er opinn allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki hægt að fá eldsneyti á bílinn á nýja staðnum eða hvað? „Þetta er fyrsta kannski bensínlausa bensínstöðin ef það má orða það þannig en við tökum þetta skref og við höfum séð það erlendis hjá Teslu og fleirum að fólk vill frekar kannski hlaða þar sem það getur gert eitthvað meira heldur en bara bíða í bílnum þótt þetta séu orðnir flottir bílar,” segir Sveinn. Ekkert er hægt að fá bensín á nýja staðnum því þar eru eingöngu hraðhleðslustöðvar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju sjálfhreinsandi salernin vekja alltaf mikla lukku á nýja staðnum enda ekki hægt að fara á hreinni salerni.Aðsend Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Ferðalög Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira
Á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn er risin þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn þar sem hægt er að fá hraðhleðslu á bílinn og þar er líka verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð, svo ekki sé minnst á sjálfshreinsandi salernin, sem hafa slegið í gegn. „Það er þrifið fyrir hvern og einn kúnna. Hvert klósett er sem sagt með tveimur skálum. Hérna sjáum við aðra þeirra og þegar þú ert búin á klósettinu þá fer þetta svona heilhring bak við og háþrýstiþvottur á allt klósettið og gólfið er þrifið líka þannig að þetta er tandurhreint fyrir hvern og einn kúnna sem kemur,” segir Sveinn Waage, framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center og bætir við. „Við höfum fengið mikil viðbrögð og við segjum stundum í laumi að það sem við viljum gera mjög vel, bæði matur inn og út og hérna erum við og hérna erum við vonandi að standa við það. Fólk er mjög ánægt með matinn og það eru allir ánægðir með að komast á hreint klósett”. „Ég er nú ekki búin að prófa þau enn þá en þau virðast vera mjög hátæknileg. Ég veit ekki hvort þetta sé klósett eða Geimskip,” segir Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri hlægjandi. Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri sem áttar sig ekki alveg á því hvort nýju salernin séu klósett eða Geimskip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laufey Welcome Center er ný þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að nýi staðurinn, Laufey Welcome Center hafi fengið mjög góðar móttökur en hann er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring. Veitingastaðurinn er opinn á daginn og fram á kvöld en eftir það er honum lokað með sérstöku hliði en sjálfsafgreiðsla er í versluninni alla nóttina. Nýi staðurinn er opinn allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki hægt að fá eldsneyti á bílinn á nýja staðnum eða hvað? „Þetta er fyrsta kannski bensínlausa bensínstöðin ef það má orða það þannig en við tökum þetta skref og við höfum séð það erlendis hjá Teslu og fleirum að fólk vill frekar kannski hlaða þar sem það getur gert eitthvað meira heldur en bara bíða í bílnum þótt þetta séu orðnir flottir bílar,” segir Sveinn. Ekkert er hægt að fá bensín á nýja staðnum því þar eru eingöngu hraðhleðslustöðvar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju sjálfhreinsandi salernin vekja alltaf mikla lukku á nýja staðnum enda ekki hægt að fara á hreinni salerni.Aðsend
Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Ferðalög Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Sjá meira