Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 12:29 Götur landsins, þar með talið í Reykjavík, eru margar og koma misvel undan vetri ár hvert. Vísir/Einar Reykjavíkurborg stefnir á að hækka gatnagerðargjöld parhúsa og raðhúsa í haust þannig að gjöldin verða þau sömu og hjá einbýlishúsum í nágrannasveitarfélögum. Gjöld á íbúa fjölbýlishúsa nær tvöfaldast. Í tilkynningu frá borginni segir að gatnagerðargjöldin verði rædd í borgarstjórn í dag. Gatnagerðargjöld Reykjavíkur hafi í flestum flokkum verið jafnhá eða lægri en í öðrum sveitarfélögum og aðeins staðið undir um þriðjungi kostnaðar við gatnagerð. Gatnagerðargjald er einn af lykiltekjustofnum sveitarfélaga og er ætlað að standa undir gatnagerð ásamt viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. „Núverandi tekjur standa ekki undir þessum kostnaði og eru því lagðar til hækkanir á gjaldstofni í nýrri samþykkt. Þrátt fyrir hækkun munu tekjur af gatnagerðargjöldum ekki standa að fullu undir kostnaði við gatnagerð og viðhald,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Eftir breytinguna verður gatnagerðargjald á fjölbýlishús 10%, á annað íbúðarhúsnæði svo sem einbýlishús og parhús 15%, á bílastæðahús ofanjarðar og hjólaskýli 5% en aðrar byggingar 13%. Gjöldin í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög.Reykjavíkurborg Breytingar í nýrri samþykkt felast að meginstefnu í að breyta álagningargrunni gatnagerðargjalds vegna tiltekinna flokka húsnæðis, bæta við nýjum álagningargrunni vegna bílastæðahúss ofanjarðar og hjólaskýlis og fækka heimildum Reykjavíkurborgar til að lækka eða fella niður gatnagerðargjald í tilteknum tilvikum. Ákvæði sem heimili slíkt þegar um er að ræða húsnæði í eigu óhagnaðardrifinna félaga eru enn til staðar. Fjárhagsáætlun árið 2025 til 2029 gerir ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum nái fimm milljörðum árið 2026 á fyrsta heila ári eftir hækkun gjaldanna. Borgin hafði 1,8 milljarð í tekjur af gjöldunum árið 2023 og er spáð að þau verði um 2,8 milljarðar árið 2024. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar frá síðasta borgarráðsfundi kemur fram að mikilvægt sé að gatnagerðargjöld standi undir þeim kostnaði sem falli á sveitarfélag vegna uppbyggingar og viðhalds nauðsynlegra innviða. „Of mörg sveitarfélög, bæði hérlendis og erlendis, hafa búið sér til ósjálfbært sjálfskaparvíti með því að byggja of mikið, oft of dreift, án þess að tryggja sér nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna innviða. Það getur búið til hættulegar aðstæður sem getur verið mjög erfitt að vinna úr,“ segir í bókuninni. „Það er nauðsynlegt að álagning gatnagerðargjalda og annarra innviðagjalda sé sanngjörn, dragi ekki úr hvötum til að byggja, en tryggi jafnframt nauðsynlega innviði og sjálfbærni þeirrar uppbyggingar sem ráðist er í.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun og sögðu fyrirliggjandi tillögu fela í sér mikla hækkun gatnagerðargjalda og vera í raun viðbótarskattur á húsbyggjendur. „Með því er verið að hækka byggingarkostnað, sem líklegt er að hafi neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði í bókun sinni að nýja samþykktin væri eðlileg. Verið væri að breyta álagningargrunni og samræma orðalag og efnistök við lögin. „Einnig kemur fram í samþykkt að þrátt fyrir hækkun standi gatnagerðargjöld varla undir kostnaði borgarinnar vegna viðhalds gatna og gatnagerðar. Í samanburði gatnagerðargjalda á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu virðist Reykjavíkurborg vera á svipuðum stað og önnur sveitarfélög.“ Reykjavík Vegagerð Samgöngur Borgarstjórn Skattar og tollar Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að gatnagerðargjöldin verði rædd í borgarstjórn í dag. Gatnagerðargjöld Reykjavíkur hafi í flestum flokkum verið jafnhá eða lægri en í öðrum sveitarfélögum og aðeins staðið undir um þriðjungi kostnaðar við gatnagerð. Gatnagerðargjald er einn af lykiltekjustofnum sveitarfélaga og er ætlað að standa undir gatnagerð ásamt viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. „Núverandi tekjur standa ekki undir þessum kostnaði og eru því lagðar til hækkanir á gjaldstofni í nýrri samþykkt. Þrátt fyrir hækkun munu tekjur af gatnagerðargjöldum ekki standa að fullu undir kostnaði við gatnagerð og viðhald,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Eftir breytinguna verður gatnagerðargjald á fjölbýlishús 10%, á annað íbúðarhúsnæði svo sem einbýlishús og parhús 15%, á bílastæðahús ofanjarðar og hjólaskýli 5% en aðrar byggingar 13%. Gjöldin í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög.Reykjavíkurborg Breytingar í nýrri samþykkt felast að meginstefnu í að breyta álagningargrunni gatnagerðargjalds vegna tiltekinna flokka húsnæðis, bæta við nýjum álagningargrunni vegna bílastæðahúss ofanjarðar og hjólaskýlis og fækka heimildum Reykjavíkurborgar til að lækka eða fella niður gatnagerðargjald í tilteknum tilvikum. Ákvæði sem heimili slíkt þegar um er að ræða húsnæði í eigu óhagnaðardrifinna félaga eru enn til staðar. Fjárhagsáætlun árið 2025 til 2029 gerir ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum nái fimm milljörðum árið 2026 á fyrsta heila ári eftir hækkun gjaldanna. Borgin hafði 1,8 milljarð í tekjur af gjöldunum árið 2023 og er spáð að þau verði um 2,8 milljarðar árið 2024. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar frá síðasta borgarráðsfundi kemur fram að mikilvægt sé að gatnagerðargjöld standi undir þeim kostnaði sem falli á sveitarfélag vegna uppbyggingar og viðhalds nauðsynlegra innviða. „Of mörg sveitarfélög, bæði hérlendis og erlendis, hafa búið sér til ósjálfbært sjálfskaparvíti með því að byggja of mikið, oft of dreift, án þess að tryggja sér nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna innviða. Það getur búið til hættulegar aðstæður sem getur verið mjög erfitt að vinna úr,“ segir í bókuninni. „Það er nauðsynlegt að álagning gatnagerðargjalda og annarra innviðagjalda sé sanngjörn, dragi ekki úr hvötum til að byggja, en tryggi jafnframt nauðsynlega innviði og sjálfbærni þeirrar uppbyggingar sem ráðist er í.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun og sögðu fyrirliggjandi tillögu fela í sér mikla hækkun gatnagerðargjalda og vera í raun viðbótarskattur á húsbyggjendur. „Með því er verið að hækka byggingarkostnað, sem líklegt er að hafi neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði í bókun sinni að nýja samþykktin væri eðlileg. Verið væri að breyta álagningargrunni og samræma orðalag og efnistök við lögin. „Einnig kemur fram í samþykkt að þrátt fyrir hækkun standi gatnagerðargjöld varla undir kostnaði borgarinnar vegna viðhalds gatna og gatnagerðar. Í samanburði gatnagerðargjalda á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu virðist Reykjavíkurborg vera á svipuðum stað og önnur sveitarfélög.“
Reykjavík Vegagerð Samgöngur Borgarstjórn Skattar og tollar Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira