Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2025 12:29 Götur landsins, þar með talið í Reykjavík, eru margar og koma misvel undan vetri ár hvert. Vísir/Einar Reykjavíkurborg stefnir á að hækka gatnagerðargjöld parhúsa og raðhúsa í haust þannig að gjöldin verða þau sömu og hjá einbýlishúsum í nágrannasveitarfélögum. Gjöld á íbúa fjölbýlishúsa nær tvöfaldast. Í tilkynningu frá borginni segir að gatnagerðargjöldin verði rædd í borgarstjórn í dag. Gatnagerðargjöld Reykjavíkur hafi í flestum flokkum verið jafnhá eða lægri en í öðrum sveitarfélögum og aðeins staðið undir um þriðjungi kostnaðar við gatnagerð. Gatnagerðargjald er einn af lykiltekjustofnum sveitarfélaga og er ætlað að standa undir gatnagerð ásamt viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. „Núverandi tekjur standa ekki undir þessum kostnaði og eru því lagðar til hækkanir á gjaldstofni í nýrri samþykkt. Þrátt fyrir hækkun munu tekjur af gatnagerðargjöldum ekki standa að fullu undir kostnaði við gatnagerð og viðhald,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Eftir breytinguna verður gatnagerðargjald á fjölbýlishús 10%, á annað íbúðarhúsnæði svo sem einbýlishús og parhús 15%, á bílastæðahús ofanjarðar og hjólaskýli 5% en aðrar byggingar 13%. Gjöldin í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög.Reykjavíkurborg Breytingar í nýrri samþykkt felast að meginstefnu í að breyta álagningargrunni gatnagerðargjalds vegna tiltekinna flokka húsnæðis, bæta við nýjum álagningargrunni vegna bílastæðahúss ofanjarðar og hjólaskýlis og fækka heimildum Reykjavíkurborgar til að lækka eða fella niður gatnagerðargjald í tilteknum tilvikum. Ákvæði sem heimili slíkt þegar um er að ræða húsnæði í eigu óhagnaðardrifinna félaga eru enn til staðar. Fjárhagsáætlun árið 2025 til 2029 gerir ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum nái fimm milljörðum árið 2026 á fyrsta heila ári eftir hækkun gjaldanna. Borgin hafði 1,8 milljarð í tekjur af gjöldunum árið 2023 og er spáð að þau verði um 2,8 milljarðar árið 2024. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar frá síðasta borgarráðsfundi kemur fram að mikilvægt sé að gatnagerðargjöld standi undir þeim kostnaði sem falli á sveitarfélag vegna uppbyggingar og viðhalds nauðsynlegra innviða. „Of mörg sveitarfélög, bæði hérlendis og erlendis, hafa búið sér til ósjálfbært sjálfskaparvíti með því að byggja of mikið, oft of dreift, án þess að tryggja sér nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna innviða. Það getur búið til hættulegar aðstæður sem getur verið mjög erfitt að vinna úr,“ segir í bókuninni. „Það er nauðsynlegt að álagning gatnagerðargjalda og annarra innviðagjalda sé sanngjörn, dragi ekki úr hvötum til að byggja, en tryggi jafnframt nauðsynlega innviði og sjálfbærni þeirrar uppbyggingar sem ráðist er í.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun og sögðu fyrirliggjandi tillögu fela í sér mikla hækkun gatnagerðargjalda og vera í raun viðbótarskattur á húsbyggjendur. „Með því er verið að hækka byggingarkostnað, sem líklegt er að hafi neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði í bókun sinni að nýja samþykktin væri eðlileg. Verið væri að breyta álagningargrunni og samræma orðalag og efnistök við lögin. „Einnig kemur fram í samþykkt að þrátt fyrir hækkun standi gatnagerðargjöld varla undir kostnaði borgarinnar vegna viðhalds gatna og gatnagerðar. Í samanburði gatnagerðargjalda á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu virðist Reykjavíkurborg vera á svipuðum stað og önnur sveitarfélög.“ Reykjavík Vegagerð Samgöngur Borgarstjórn Skattar og tollar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að gatnagerðargjöldin verði rædd í borgarstjórn í dag. Gatnagerðargjöld Reykjavíkur hafi í flestum flokkum verið jafnhá eða lægri en í öðrum sveitarfélögum og aðeins staðið undir um þriðjungi kostnaðar við gatnagerð. Gatnagerðargjald er einn af lykiltekjustofnum sveitarfélaga og er ætlað að standa undir gatnagerð ásamt viðhaldi gatna og annarra gatnamannvirkja. „Núverandi tekjur standa ekki undir þessum kostnaði og eru því lagðar til hækkanir á gjaldstofni í nýrri samþykkt. Þrátt fyrir hækkun munu tekjur af gatnagerðargjöldum ekki standa að fullu undir kostnaði við gatnagerð og viðhald,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Eftir breytinguna verður gatnagerðargjald á fjölbýlishús 10%, á annað íbúðarhúsnæði svo sem einbýlishús og parhús 15%, á bílastæðahús ofanjarðar og hjólaskýli 5% en aðrar byggingar 13%. Gjöldin í Reykjavík samanborið við önnur sveitarfélög.Reykjavíkurborg Breytingar í nýrri samþykkt felast að meginstefnu í að breyta álagningargrunni gatnagerðargjalds vegna tiltekinna flokka húsnæðis, bæta við nýjum álagningargrunni vegna bílastæðahúss ofanjarðar og hjólaskýlis og fækka heimildum Reykjavíkurborgar til að lækka eða fella niður gatnagerðargjald í tilteknum tilvikum. Ákvæði sem heimili slíkt þegar um er að ræða húsnæði í eigu óhagnaðardrifinna félaga eru enn til staðar. Fjárhagsáætlun árið 2025 til 2029 gerir ráð fyrir að tekjur af gatnagerðargjöldum nái fimm milljörðum árið 2026 á fyrsta heila ári eftir hækkun gjaldanna. Borgin hafði 1,8 milljarð í tekjur af gjöldunum árið 2023 og er spáð að þau verði um 2,8 milljarðar árið 2024. Í bókun borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar frá síðasta borgarráðsfundi kemur fram að mikilvægt sé að gatnagerðargjöld standi undir þeim kostnaði sem falli á sveitarfélag vegna uppbyggingar og viðhalds nauðsynlegra innviða. „Of mörg sveitarfélög, bæði hérlendis og erlendis, hafa búið sér til ósjálfbært sjálfskaparvíti með því að byggja of mikið, oft of dreift, án þess að tryggja sér nægar tekjur til að standa undir þeim kostnaði sem fellur til vegna innviða. Það getur búið til hættulegar aðstæður sem getur verið mjög erfitt að vinna úr,“ segir í bókuninni. „Það er nauðsynlegt að álagning gatnagerðargjalda og annarra innviðagjalda sé sanngjörn, dragi ekki úr hvötum til að byggja, en tryggi jafnframt nauðsynlega innviði og sjálfbærni þeirrar uppbyggingar sem ráðist er í.“ Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun og sögðu fyrirliggjandi tillögu fela í sér mikla hækkun gatnagerðargjalda og vera í raun viðbótarskattur á húsbyggjendur. „Með því er verið að hækka byggingarkostnað, sem líklegt er að hafi neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í borginni.“ Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins sagði í bókun sinni að nýja samþykktin væri eðlileg. Verið væri að breyta álagningargrunni og samræma orðalag og efnistök við lögin. „Einnig kemur fram í samþykkt að þrátt fyrir hækkun standi gatnagerðargjöld varla undir kostnaði borgarinnar vegna viðhalds gatna og gatnagerðar. Í samanburði gatnagerðargjalda á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu virðist Reykjavíkurborg vera á svipuðum stað og önnur sveitarfélög.“
Reykjavík Vegagerð Samgöngur Borgarstjórn Skattar og tollar Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira