Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2025 16:10 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó. AP/Marco Ugarte Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta umfangsmiklum tollum á Mexíkó. Í staðinn munu yfirvöld þar senda tíu þúsund hermenn að landamærum ríkjanna og auka þar eftirlit. Hermenn þessir eiga að hafa það helsta verkefni að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Fentaníl er öflugt og mjög ávanabindandi ópíóðalyf sem dregið hefur fjölda Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum. Frestun tollanna er til eins mánaðar og á þeim tíma eiga frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna að eiga sér stað. Ekkert hefur breyst varðandi tolla á vörur frá Kanada og hækkun á tolla á vörur frá Kína, sem taka eiga gildi á morgun. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segir að Trump hafi heitið því að reyna að draga úr flæði bandarískra skotvopna til Mexíkó, sem yfirvöld þar hafa lengi mótmælt og reynt að koma í veg fyrir. Á blaðamannafundi í Mexíkó sagði Sheinbaum að hún hefði fundið fyrir miklum stuðningi innan Mexíkó en einnig meðal forsvarsmanna fyrirtækja í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC sagði hún marga slíka hafa rætt við sig og að þeir hafi spilað stóra rullu í að þetta samkomulag hafði náðst. Viðskiptatengls Bandaríkjanna og Mexíkó eru mjög náin og þá sérstaklega þegar snýr að framleiðslu bíla. Í færslu á samfélagsmiðli sínum segir Trump að samtal hans og Sheinbaum hafi verið mjög vinalegt og að hún hafi samþykkt að senda áðurnefnda hermenn að landamærunum þegar í stað. Þá segist hann hlakka til þess að eiga í viðræðum við Mexíkóa og reyna að ná samkomulagi milli ríkjanna. Trump sagði einnig að hann hefði rætt við Justin Trudau í dag og myndir ræða við hann aftur. Eins og áður segir taka tollar Trumps gagnvart Kanada gildi á morgun og hafa ráðamenn í Kanada heitið sambærilegum viðbrögðum. New York Times hefur eftir háttsettum ráðamanni í Kanada að þar á bæ séu menn ekki vongóðir um að þeim standi til boða sambærileg lausn og fannst í Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32 Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00 Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Hermenn þessir eiga að hafa það helsta verkefni að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Fentaníl er öflugt og mjög ávanabindandi ópíóðalyf sem dregið hefur fjölda Bandaríkjamanna til dauða á undanförnum árum. Frestun tollanna er til eins mánaðar og á þeim tíma eiga frekari viðræður milli ráðamanna ríkjanna að eiga sér stað. Ekkert hefur breyst varðandi tolla á vörur frá Kanada og hækkun á tolla á vörur frá Kína, sem taka eiga gildi á morgun. Sjá einnig: Hvað gengur Trump til með tollum? Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segir að Trump hafi heitið því að reyna að draga úr flæði bandarískra skotvopna til Mexíkó, sem yfirvöld þar hafa lengi mótmælt og reynt að koma í veg fyrir. Á blaðamannafundi í Mexíkó sagði Sheinbaum að hún hefði fundið fyrir miklum stuðningi innan Mexíkó en einnig meðal forsvarsmanna fyrirtækja í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt BBC sagði hún marga slíka hafa rætt við sig og að þeir hafi spilað stóra rullu í að þetta samkomulag hafði náðst. Viðskiptatengls Bandaríkjanna og Mexíkó eru mjög náin og þá sérstaklega þegar snýr að framleiðslu bíla. Í færslu á samfélagsmiðli sínum segir Trump að samtal hans og Sheinbaum hafi verið mjög vinalegt og að hún hafi samþykkt að senda áðurnefnda hermenn að landamærunum þegar í stað. Þá segist hann hlakka til þess að eiga í viðræðum við Mexíkóa og reyna að ná samkomulagi milli ríkjanna. Trump sagði einnig að hann hefði rætt við Justin Trudau í dag og myndir ræða við hann aftur. Eins og áður segir taka tollar Trumps gagnvart Kanada gildi á morgun og hafa ráðamenn í Kanada heitið sambærilegum viðbrögðum. New York Times hefur eftir háttsettum ráðamanni í Kanada að þar á bæ séu menn ekki vongóðir um að þeim standi til boða sambærileg lausn og fannst í Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Tengdar fréttir Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32 Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00 Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22
Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. 2. febrúar 2025 20:32
Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Tollastríð er hafið í Norður-Ameríku eftir að Donald Trump boðaði háa tolla á þrjú af stærstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna. Þetta eru gríðarlega slæmar fréttir að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda sem segir ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni. Tollastríð geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsæld og lífskjör á Íslandi. 2. febrúar 2025 14:00
Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sett á tolla á vörur frá helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna. Mexíkó og Kanada taka því ekki þegjandi og hljóðalaust og boða tolla á móti. 2. febrúar 2025 11:47
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“