Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2025 16:50 Kristinn Jónasson er bæði lögmaður hjá KPMG Law og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. KPMG Lögmaður og fyrrverandi körfuknattleiksmaður segir nýjar leiðbeiningar Ríkisskattstjóra sem koma fram í bréfi til íþróttafélaga hafa valdið talsverðu kurri innan íþróttahreyfingarinnar. Hann telur auknar kröfur meðal annars geta leitt til þess að fólk veigri sér við því að gerast sjálfboðaliðar hjá sínum félögum. Kristinn Jónasson, lögmaður og eigandi hjá KPMG Law, vakti athygli á málinu í aðsendri grein hér á Vísi á dögunum. Þar rekur hann að skattalegt regluverk í tengslum við íþróttafélög hafi verið til umfjöllunar á síðustu mánuðum. Í leiðbeiningum Skattsins sem upphaflega hafi verið birtar árið 2004 en uppfærðar í febrúar 2024 sé áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga beri ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjalds. Sé brotið gegn þessum skyldum, geti íþróttafélög og forsvarsmenn þeirra sætt refsiábyrgð. Hann hélt erindi um málið á Skattafróðleik KPMG, sem haldinn var í síðustu viku. Í tilefni af því mætti Kristinn í Bítið á Bylgjunni og ræddi málið. Skatturinn minni á sig Hann segir að með bréfi sínu til íþróttafélaga hafi Skatturinn minnt rækileg á sig, eftir að hafa ekki haft mikið eftirlit með íþróttahreyfingunni undanfarin ár. Sú áminning hafi valdið talsverðu kurri í hreyfingunni. Málið snúi ekki endilega að tekjuskattslögunum sem slíkum heldur túlkun og framkvæmd Skattsins hvað varðar annars vegar launþegasambönd og hins vegar verktakasambönd. Íþróttamenn í stærstu þremur boltagreinunum geti vissulega fallið undir skilgreiningu launþega, til að mynda hvað fasta starfsstöð varðar, en hann sé ekki sannfærður um að þeir passi fullkomlega í það box. „Spurningin sem ég hef sett upp er sú hvort íþróttamenn geti verið settir í þetta box, sökum eðlis starfs íþróttamanna fyrir félagslið.“ Þar vísar hann til að mynda til þeirrar staðreyndar að fótboltamenn ganga kaupum og sölum á félagsskiptamarkaði. „Þá ertu rifinn upp úr launþegasambandi, ef það er sett upp þannig, og þú ert settur í launþegasamband við einhvern aðila sem þú kaust algjörlega ekki sjálfur að fara í. Þá ertu kominn á allt annan stað en launþegi á hefðbundnum vinnumarkaði.“ Sextán þúsund krónur til eða frá Kristinn segir ábendingar Skattsins ekki koma til með að hafa miklar fjárhagslega afleiðingar fyrir íþróttafélög og -menn. Hann stillir upp dæmi um íþróttamann sem kostar sitt félag eina milljón króna á mánuði í greiðslur sem verktaki. Ef sami íþróttamaður væri gerður að launþega en félagið myndi verja sömu upphæð í hann fengi hann um 16 þúsund krónum minna borgað á mánuði. Sjálfboðaliðar gætu bakað sér refsiábyrgð Kristinn segir að eitt af umdeildustu atriðunum í erindi Skattsins sé möguleg refsiábyrgð þeirra sjálfboðaliða sem sitja í stjórnum íþróttafélaga, komi til brota á skattalögum. Gildandi skattalöggjöf kveði á um að sjálfboðaliði sem hefur engan fjárhagslegan ávinning af starfi sínu, geti borið refsiábyrgð sé misbrestur við framkvæmd upplýsinga- og greiðsluskyldu til skattyfirvalda. Ljóst sé að kröfur til þessarra sjálfboðaliða myndu aukast verulega ef allir sem starfa fyrir íþróttafélög flokkuðust sem launþegar, enda bera verktakar sjálfir ábyrgð á að standa skil á sköttum og gjöldum. „Maður er að gera þetta af hugsjón og í samfélagslegum þankagangi. Það er kannski erfitt fyrir hinn almenna borgara að vera settur undir sama hatt og þeir sem eru að meðhöndla peninga hjá fyrirtækjum sem eru að velta milljörðum,“ segir Kristinn en hann er formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. Kostar gríðarlega vinnu Að lokum segir Kristinn að í bréfi Skattsins segir að embættið hafi orðið þess áskynja að misbrestur hefði orðið í skilum innan íþróttahreyfingarinnar að undanförnu. Það sé ekki rétt heldur hafi fyrirkomulagið verið nokkurn veginn það sama í um tvo áratugi. Hefð hafi skapast fyrir verktakasamböndum enda hafi eftirlit Skattsins verið hófstillt. Félög hafi fengið áminningar hér og þar en nú telji Skatturinn íþróttahreyfinguna komna í ógöngur. Nú krefjist Skatturinn að þessum hlutum verði komið í lag, en gefi þó grið fyrst um sinn. „Þetta þýðir náttúrulega gríðarlega vinnu fyrir félögin, að umbreyta öllu fyrirkomulagi hvað það varðar að vera með launafulltrúa sem reiknar út staðgreiðslu, skilar lífeyrissjóðsgreiðslum, tryggingargjaldi og öllu þessu.“ Viðtal Bítisins við Kristinn má heyra í spilaranum hér að neðan og erindi Kristins á Skattafróðleik KPMG má sjá hér. Það hefst á 45. mínútu. Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Kristinn Jónasson, lögmaður og eigandi hjá KPMG Law, vakti athygli á málinu í aðsendri grein hér á Vísi á dögunum. Þar rekur hann að skattalegt regluverk í tengslum við íþróttafélög hafi verið til umfjöllunar á síðustu mánuðum. Í leiðbeiningum Skattsins sem upphaflega hafi verið birtar árið 2004 en uppfærðar í febrúar 2024 sé áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga beri ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjalds. Sé brotið gegn þessum skyldum, geti íþróttafélög og forsvarsmenn þeirra sætt refsiábyrgð. Hann hélt erindi um málið á Skattafróðleik KPMG, sem haldinn var í síðustu viku. Í tilefni af því mætti Kristinn í Bítið á Bylgjunni og ræddi málið. Skatturinn minni á sig Hann segir að með bréfi sínu til íþróttafélaga hafi Skatturinn minnt rækileg á sig, eftir að hafa ekki haft mikið eftirlit með íþróttahreyfingunni undanfarin ár. Sú áminning hafi valdið talsverðu kurri í hreyfingunni. Málið snúi ekki endilega að tekjuskattslögunum sem slíkum heldur túlkun og framkvæmd Skattsins hvað varðar annars vegar launþegasambönd og hins vegar verktakasambönd. Íþróttamenn í stærstu þremur boltagreinunum geti vissulega fallið undir skilgreiningu launþega, til að mynda hvað fasta starfsstöð varðar, en hann sé ekki sannfærður um að þeir passi fullkomlega í það box. „Spurningin sem ég hef sett upp er sú hvort íþróttamenn geti verið settir í þetta box, sökum eðlis starfs íþróttamanna fyrir félagslið.“ Þar vísar hann til að mynda til þeirrar staðreyndar að fótboltamenn ganga kaupum og sölum á félagsskiptamarkaði. „Þá ertu rifinn upp úr launþegasambandi, ef það er sett upp þannig, og þú ert settur í launþegasamband við einhvern aðila sem þú kaust algjörlega ekki sjálfur að fara í. Þá ertu kominn á allt annan stað en launþegi á hefðbundnum vinnumarkaði.“ Sextán þúsund krónur til eða frá Kristinn segir ábendingar Skattsins ekki koma til með að hafa miklar fjárhagslega afleiðingar fyrir íþróttafélög og -menn. Hann stillir upp dæmi um íþróttamann sem kostar sitt félag eina milljón króna á mánuði í greiðslur sem verktaki. Ef sami íþróttamaður væri gerður að launþega en félagið myndi verja sömu upphæð í hann fengi hann um 16 þúsund krónum minna borgað á mánuði. Sjálfboðaliðar gætu bakað sér refsiábyrgð Kristinn segir að eitt af umdeildustu atriðunum í erindi Skattsins sé möguleg refsiábyrgð þeirra sjálfboðaliða sem sitja í stjórnum íþróttafélaga, komi til brota á skattalögum. Gildandi skattalöggjöf kveði á um að sjálfboðaliði sem hefur engan fjárhagslegan ávinning af starfi sínu, geti borið refsiábyrgð sé misbrestur við framkvæmd upplýsinga- og greiðsluskyldu til skattyfirvalda. Ljóst sé að kröfur til þessarra sjálfboðaliða myndu aukast verulega ef allir sem starfa fyrir íþróttafélög flokkuðust sem launþegar, enda bera verktakar sjálfir ábyrgð á að standa skil á sköttum og gjöldum. „Maður er að gera þetta af hugsjón og í samfélagslegum þankagangi. Það er kannski erfitt fyrir hinn almenna borgara að vera settur undir sama hatt og þeir sem eru að meðhöndla peninga hjá fyrirtækjum sem eru að velta milljörðum,“ segir Kristinn en hann er formaður körfuknattleiksdeildar Hauka. Kostar gríðarlega vinnu Að lokum segir Kristinn að í bréfi Skattsins segir að embættið hafi orðið þess áskynja að misbrestur hefði orðið í skilum innan íþróttahreyfingarinnar að undanförnu. Það sé ekki rétt heldur hafi fyrirkomulagið verið nokkurn veginn það sama í um tvo áratugi. Hefð hafi skapast fyrir verktakasamböndum enda hafi eftirlit Skattsins verið hófstillt. Félög hafi fengið áminningar hér og þar en nú telji Skatturinn íþróttahreyfinguna komna í ógöngur. Nú krefjist Skatturinn að þessum hlutum verði komið í lag, en gefi þó grið fyrst um sinn. „Þetta þýðir náttúrulega gríðarlega vinnu fyrir félögin, að umbreyta öllu fyrirkomulagi hvað það varðar að vera með launafulltrúa sem reiknar út staðgreiðslu, skilar lífeyrissjóðsgreiðslum, tryggingargjaldi og öllu þessu.“ Viðtal Bítisins við Kristinn má heyra í spilaranum hér að neðan og erindi Kristins á Skattafróðleik KPMG má sjá hér. Það hefst á 45. mínútu.
Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira