Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2025 09:52 Brynjar Níelsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður. Vísir/Vilhelm Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara telur að Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sé hæfastur umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jónas Þór Guðmundsson er talinn hæfastur sem dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Embættin tvö voru auglýst til umsóknar 15. nóvember. Auk Brynjars sóttu þau Arndís Anna Kr. Gunnarsdóttir, lögmaður, og Sindri M. Stephensen, dósent og settur héraðsdómari, um embættið við Héraðsdóm Reykjavíkur. Öll þrjú voru þau talin uppfylla almenn hæfisskilyrði. Þegar tekið hafði verið tillit til allra þeirra þátta sem umsækjendurnir voru metnir út frá taldi nefndin Brynjar hæfastan. Hæfnismatið byggðist meðal annars á menntun, reynslu af dómstörfum, lögmanns- og málflutningsstörfum, stjórnsýslustörfum, fræðistörfum, stjórnun og öðru sem gæti nýst dómara. Brynjar og Sindri voru taldir jafnfærir í að semja dóma. Brynjar var alþingismaður frá 2013 til 2021 en áður starfaði hann sem hæstaréttarlögmaður. Eftir að hann lét af þingsetu var hann aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og síðar séfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar til í júlí. Hann sat sjálfur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti frá 2010 til 2012. Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og dómaraefni. Var stjórnarformaður Landsvirkjunar í áratug Arndís og Sindri sóttu einnig um embættið við Héraðsdóm Reykjaness. Jónas Þór var talinn hæfastur hvað varðaði reynslu og menntun. Sindri var aftur talinn jafnhæfur og Jónas Þór í að semja dóma. Jónas Þór er lögmaður sem hefur flutt mál bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann sat í kjararáði frá 2006 til 2018, þar á meðal sem formaður frá 2014 til 2018 og var oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis frá 2007 til 2016. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2015. Þá var Jónas Þór stjórnarformaður Landsvirkjunar í tíu ár frá 2014 til 2024 og frá 2022 formaður matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungaveiði. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeildir bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Embættin tvö voru auglýst til umsóknar 15. nóvember. Auk Brynjars sóttu þau Arndís Anna Kr. Gunnarsdóttir, lögmaður, og Sindri M. Stephensen, dósent og settur héraðsdómari, um embættið við Héraðsdóm Reykjavíkur. Öll þrjú voru þau talin uppfylla almenn hæfisskilyrði. Þegar tekið hafði verið tillit til allra þeirra þátta sem umsækjendurnir voru metnir út frá taldi nefndin Brynjar hæfastan. Hæfnismatið byggðist meðal annars á menntun, reynslu af dómstörfum, lögmanns- og málflutningsstörfum, stjórnsýslustörfum, fræðistörfum, stjórnun og öðru sem gæti nýst dómara. Brynjar og Sindri voru taldir jafnfærir í að semja dóma. Brynjar var alþingismaður frá 2013 til 2021 en áður starfaði hann sem hæstaréttarlögmaður. Eftir að hann lét af þingsetu var hann aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og síðar séfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar til í júlí. Hann sat sjálfur í dómnefnd um hæfni umsækjenda um dómaraembætti frá 2010 til 2012. Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður og dómaraefni. Var stjórnarformaður Landsvirkjunar í áratug Arndís og Sindri sóttu einnig um embættið við Héraðsdóm Reykjaness. Jónas Þór var talinn hæfastur hvað varðaði reynslu og menntun. Sindri var aftur talinn jafnhæfur og Jónas Þór í að semja dóma. Jónas Þór er lögmaður sem hefur flutt mál bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Hann sat í kjararáði frá 2006 til 2018, þar á meðal sem formaður frá 2014 til 2018 og var oddviti yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis frá 2007 til 2016. Þá var hann formaður Lögmannafélags Íslands frá 2010 til 2015. Þá var Jónas Þór stjórnarformaður Landsvirkjunar í tíu ár frá 2014 til 2024 og frá 2022 formaður matsnefndar samkvæmt lögum um lax- og silungaveiði. Hann hefur einnig sinnt stundakennslu við lagadeildir bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómstólar Stjórnsýsla Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira