„Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 19:27 Kristinn Máni Þorfinnsson er faðir leikskólabarns á Seltjarnarnesi. Vísir Foreldri leikskólabarns á Seltjarnarnesi finnst að kennarar ættu að fara í enn stærra verkfall til að auka slagkraftinn ef samningar nást ekki í dag. Engin niðurstaða liggur fyrir í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög. Fundum var framhaldið milli deiluaðila í Karphúsinu klukkan tíu í morgun og hafa fundir staðið í nær allan dag. Verkfall er yfirvofandi í sjö grunnskólum og fjórtán leikskólum en ríkissáttasemjari hefur sagt að fundað verði svo lengi sem gagn er talið af. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara en Kennarasambandið hefur lagt til breytingar á þeirri tillögu sem karpað hefur verið um um helgina. Verkfall stóð yfir í Leikskóla Seltjarnarnes og víðar í nokkrar vikur fyrir áramót en að óbreyttu skella verkföll þar á að nýju í fyrramálið. „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið. Við erum náttúrlega búin að halda í vonina að það muni eitthvað þokast í þessari viðræðu og það er eiginlega ömurlegt að vera að hugsa til þess að vera að lenda í þessu aftur,“ segir Kristinn Máni Þorfinnsson, sem á barn í leikskóla á Seltjarnarnesi. Foreldrar leikskólabarna sem verkfallið snertir hafa ítrekað gert athugasemdir við aðferðarfræði verkfallanna sem bitni ekki jafnt á öllum börnum. Kristinn líkt og aðrir foreldrar sem verkfallið snertir hafi gert ráðstafanir. „Við erum auðvitað búin að tala við bakland okkar, aftur, og við erum búin að tala við vinnuveitendur okkar aftur og erum bara upp á náðir komnar þar,“ segir Kristinn. Hann ítrekar að hann skilji og styðji kröfur um bætt kjör kennara. „KÍ á og má fara í verkfall. En þeir eiga að fara í að okkar mati stærra verkfall þar sem slagkrafturinn er meiri,“ segir Kristinn. Best þætti honum þó ef það tækist að semja. „Það yrði mikill léttir held ég bara fyrir alla, og allt þjóðfélagið.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Fundum var framhaldið milli deiluaðila í Karphúsinu klukkan tíu í morgun og hafa fundir staðið í nær allan dag. Verkfall er yfirvofandi í sjö grunnskólum og fjórtán leikskólum en ríkissáttasemjari hefur sagt að fundað verði svo lengi sem gagn er talið af. Samninganefndir ríkis og sveitarfélaga hafa samþykkt innanhússtillögu ríkissáttasemjara en Kennarasambandið hefur lagt til breytingar á þeirri tillögu sem karpað hefur verið um um helgina. Verkfall stóð yfir í Leikskóla Seltjarnarnes og víðar í nokkrar vikur fyrir áramót en að óbreyttu skella verkföll þar á að nýju í fyrramálið. „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið. Við erum náttúrlega búin að halda í vonina að það muni eitthvað þokast í þessari viðræðu og það er eiginlega ömurlegt að vera að hugsa til þess að vera að lenda í þessu aftur,“ segir Kristinn Máni Þorfinnsson, sem á barn í leikskóla á Seltjarnarnesi. Foreldrar leikskólabarna sem verkfallið snertir hafa ítrekað gert athugasemdir við aðferðarfræði verkfallanna sem bitni ekki jafnt á öllum börnum. Kristinn líkt og aðrir foreldrar sem verkfallið snertir hafi gert ráðstafanir. „Við erum auðvitað búin að tala við bakland okkar, aftur, og við erum búin að tala við vinnuveitendur okkar aftur og erum bara upp á náðir komnar þar,“ segir Kristinn. Hann ítrekar að hann skilji og styðji kröfur um bætt kjör kennara. „KÍ á og má fara í verkfall. En þeir eiga að fara í að okkar mati stærra verkfall þar sem slagkrafturinn er meiri,“ segir Kristinn. Best þætti honum þó ef það tækist að semja. „Það yrði mikill léttir held ég bara fyrir alla, og allt þjóðfélagið.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Leikskólar Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira