Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 13:57 Ísak Bergmann Jóhannesson hefur verið sjóðandi heitur með liði Fortuna Düsseldorf í síðustu leikjum og skoraði frábært mark í dag. Getty/Lars Baron Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar i Fortuna Düsseldorf unnu dýrmætan 3-2 sigur á Ulm í þýsku b-deildinni í fótbolta í dag. Ísak Bergmann skoraði fyrsta mark liðsins í leiknum. Þetta var sjöunda deildarmark Ísaks á tímabilinu þar af það fimmta sem hann skorar í síðustu sjö leikjum. Ísak Bergmann spilaði allan leikinn en Valgeir Lunddal Friðriksson var tekinn af velli í hálfleik. Düsseldorf skoraði tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútum leiksins en Ulm náði tvisvar sinnum að jafna metin. Sigurmark Düsseldorf kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu leiksins. Ísak Bergmann skoraði markið sitt á níundu mínútu með þrumuskoti af löngu færi. Þetta var svona mark að hætti pabba hans en Jóhannes Karl Guðjónsson var þekktur fyrir að skora af löngu færi á sínum ferli. Dawid Kownacki kom liðinu í 2-0 á 15. mínútu og skoraði einnig sigurmarkið úr vítaspyrnunni. Aaron Keller jafnaði metin í 1-1 á 13. mínútu og Oliver Batista Meier jafnaði metin í 2-2 á 52. mínútu. Düsseldorf vann þarna sinn annan deildarleik í röð og komst fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið byrjaði tímabilið vel en gekk síðan illa að landa sigrum í jólamánuðinum. Liðið er einu stigi á eftir Hamburger SV sem er í öðru sæti og á líka leik inni. Köln er síðan í efst sætinu með 37 stig eða fjórum stigum meira en Düsseldorf. Jón Dagur Þorsteinsson sat allan tímann á bekknum þegar lið hans Hertha Berlin tapaði 2-0 á útivelli á móti Regensburg. Hertha Berlin er í tólfta sæti deildarinnar eftir sinn annan tapleik í röð. Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Ísak Bergmann skoraði fyrsta mark liðsins í leiknum. Þetta var sjöunda deildarmark Ísaks á tímabilinu þar af það fimmta sem hann skorar í síðustu sjö leikjum. Ísak Bergmann spilaði allan leikinn en Valgeir Lunddal Friðriksson var tekinn af velli í hálfleik. Düsseldorf skoraði tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútum leiksins en Ulm náði tvisvar sinnum að jafna metin. Sigurmark Düsseldorf kom úr vítaspyrnu á 60. mínútu leiksins. Ísak Bergmann skoraði markið sitt á níundu mínútu með þrumuskoti af löngu færi. Þetta var svona mark að hætti pabba hans en Jóhannes Karl Guðjónsson var þekktur fyrir að skora af löngu færi á sínum ferli. Dawid Kownacki kom liðinu í 2-0 á 15. mínútu og skoraði einnig sigurmarkið úr vítaspyrnunni. Aaron Keller jafnaði metin í 1-1 á 13. mínútu og Oliver Batista Meier jafnaði metin í 2-2 á 52. mínútu. Düsseldorf vann þarna sinn annan deildarleik í röð og komst fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar. Liðið byrjaði tímabilið vel en gekk síðan illa að landa sigrum í jólamánuðinum. Liðið er einu stigi á eftir Hamburger SV sem er í öðru sæti og á líka leik inni. Köln er síðan í efst sætinu með 37 stig eða fjórum stigum meira en Düsseldorf. Jón Dagur Þorsteinsson sat allan tímann á bekknum þegar lið hans Hertha Berlin tapaði 2-0 á útivelli á móti Regensburg. Hertha Berlin er í tólfta sæti deildarinnar eftir sinn annan tapleik í röð.
Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira