Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2025 07:33 Þúsundir barna hafa dáið eða særst í árásum Ísraelsmanna og mörg þeirra þurfa meiri aðstoð en þau geta fengið á Gasa. Getty/Anadolu/Moiz Salhi António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir því að um 2.500 börn verði flutt frá Gasa tafarlaust og undir læknishendur. Ákallið kemur eftir fund hans með bandarískum læknum sem segja börnin annars eiga á hættu að deyja. Guterres segist afar snortinn eftir fundinn með læknunum fjórum, sem allir störfuðu sem sjálfboðaliðar á Gasa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út skömmu áður en vopnahlé hófst á svæðinu að flytja þyrfti um það bil 12 þúsund manns úr landi sem þannig væri ástatt um að þeir þyrftu á frekari læknisaðstoð að halda. Þeirra á meðal eru 2.500 börn, að sögn Feroze Sidhwa, bráðaskurðlæknis frá Kaliforníu sem var við störf á Gasa frá 25. mars til 8. apríl í fyrra. Sidhwa segir sum barnanna þegar eiga skammt eftir ólifað en mörg séu í hættu á að deyja á næstu vikum ef þau fá ekki aðstoð. Ayesha Khan, bráðalæknir við Stanford-háskóla, vann með mörgum börnum sem hafa misst útlimi en hvorki fengið gervilimi né nokkra endurhæfingu. Á blaðamannafundi nefndi hún tvær systur sem dæmi, sem höfðu bæði misst útlimi og foreldra sína. Thaer Ahmad, bráðalæknir frá Chicago, sagði að samkvæmt vopnahléssamkomulaginu hefði átt að koma upp kerfi til að flytja þá á brott sem þyrftu frekari læknisaðstoð. Það hefði hins vegar ekki gerst. Þá væri ekki ljóst að börn sem yrðu flutt á brott fengju að snúa aftur. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Guterres segist afar snortinn eftir fundinn með læknunum fjórum, sem allir störfuðu sem sjálfboðaliðar á Gasa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út skömmu áður en vopnahlé hófst á svæðinu að flytja þyrfti um það bil 12 þúsund manns úr landi sem þannig væri ástatt um að þeir þyrftu á frekari læknisaðstoð að halda. Þeirra á meðal eru 2.500 börn, að sögn Feroze Sidhwa, bráðaskurðlæknis frá Kaliforníu sem var við störf á Gasa frá 25. mars til 8. apríl í fyrra. Sidhwa segir sum barnanna þegar eiga skammt eftir ólifað en mörg séu í hættu á að deyja á næstu vikum ef þau fá ekki aðstoð. Ayesha Khan, bráðalæknir við Stanford-háskóla, vann með mörgum börnum sem hafa misst útlimi en hvorki fengið gervilimi né nokkra endurhæfingu. Á blaðamannafundi nefndi hún tvær systur sem dæmi, sem höfðu bæði misst útlimi og foreldra sína. Thaer Ahmad, bráðalæknir frá Chicago, sagði að samkvæmt vopnahléssamkomulaginu hefði átt að koma upp kerfi til að flytja þá á brott sem þyrftu frekari læknisaðstoð. Það hefði hins vegar ekki gerst. Þá væri ekki ljóst að börn sem yrðu flutt á brott fengju að snúa aftur.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira