Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2025 07:33 Þúsundir barna hafa dáið eða særst í árásum Ísraelsmanna og mörg þeirra þurfa meiri aðstoð en þau geta fengið á Gasa. Getty/Anadolu/Moiz Salhi António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kallar eftir því að um 2.500 börn verði flutt frá Gasa tafarlaust og undir læknishendur. Ákallið kemur eftir fund hans með bandarískum læknum sem segja börnin annars eiga á hættu að deyja. Guterres segist afar snortinn eftir fundinn með læknunum fjórum, sem allir störfuðu sem sjálfboðaliðar á Gasa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út skömmu áður en vopnahlé hófst á svæðinu að flytja þyrfti um það bil 12 þúsund manns úr landi sem þannig væri ástatt um að þeir þyrftu á frekari læknisaðstoð að halda. Þeirra á meðal eru 2.500 börn, að sögn Feroze Sidhwa, bráðaskurðlæknis frá Kaliforníu sem var við störf á Gasa frá 25. mars til 8. apríl í fyrra. Sidhwa segir sum barnanna þegar eiga skammt eftir ólifað en mörg séu í hættu á að deyja á næstu vikum ef þau fá ekki aðstoð. Ayesha Khan, bráðalæknir við Stanford-háskóla, vann með mörgum börnum sem hafa misst útlimi en hvorki fengið gervilimi né nokkra endurhæfingu. Á blaðamannafundi nefndi hún tvær systur sem dæmi, sem höfðu bæði misst útlimi og foreldra sína. Thaer Ahmad, bráðalæknir frá Chicago, sagði að samkvæmt vopnahléssamkomulaginu hefði átt að koma upp kerfi til að flytja þá á brott sem þyrftu frekari læknisaðstoð. Það hefði hins vegar ekki gerst. Þá væri ekki ljóst að börn sem yrðu flutt á brott fengju að snúa aftur. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Guterres segist afar snortinn eftir fundinn með læknunum fjórum, sem allir störfuðu sem sjálfboðaliðar á Gasa. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gaf það út skömmu áður en vopnahlé hófst á svæðinu að flytja þyrfti um það bil 12 þúsund manns úr landi sem þannig væri ástatt um að þeir þyrftu á frekari læknisaðstoð að halda. Þeirra á meðal eru 2.500 börn, að sögn Feroze Sidhwa, bráðaskurðlæknis frá Kaliforníu sem var við störf á Gasa frá 25. mars til 8. apríl í fyrra. Sidhwa segir sum barnanna þegar eiga skammt eftir ólifað en mörg séu í hættu á að deyja á næstu vikum ef þau fá ekki aðstoð. Ayesha Khan, bráðalæknir við Stanford-háskóla, vann með mörgum börnum sem hafa misst útlimi en hvorki fengið gervilimi né nokkra endurhæfingu. Á blaðamannafundi nefndi hún tvær systur sem dæmi, sem höfðu bæði misst útlimi og foreldra sína. Thaer Ahmad, bráðalæknir frá Chicago, sagði að samkvæmt vopnahléssamkomulaginu hefði átt að koma upp kerfi til að flytja þá á brott sem þyrftu frekari læknisaðstoð. Það hefði hins vegar ekki gerst. Þá væri ekki ljóst að börn sem yrðu flutt á brott fengju að snúa aftur.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira