Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2025 08:00 Mohamed Salah hefur raðað inn mörkum með Liverpool liðinu á þessu tímabili en var hvíldur i tapleiknum á móti PSV Eindhoven. Getty/Liverpool FC Liverpool vann deildarkeppni Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap í lokaleiknum sínum. Tapið hafði ekki áhrif á lokaröð liðsins en hafði aftur á móti áhrif á tekjurnar. Liverpool fær mest útborgað af öllum liðum Meistaradeildarinnar en tapið á móti PSV Eindhoven þýðir að liðið náði ekki hundrað milljónum evra. Liverpool fær 99,070 milljónir evra eða meira en 14,5 milljarða í íslenskum krónum. Enska félagið fékk tæpum níu milljónum meira en liðið í næsta sæti á tekjulistanum sem var Internazionale með 90,627 milljónir evra. Í íslenskum krónum munar næstum því 1,3 milljarði á félögunum tveimur. Barcelona endaði í öðru sæti deildinni en fékk samt minna borgað en bæði Internazionale og Arsenal. Liverpool og hin félögin geta bætt við þessa upphæð fari þau langt í útsláttarkeppninni. Lið fá 12,5 milljónir evra í viðbót fyrir að komast í átta liða úrslitin, 15 milljónir evra í viðbót fyrir að komast í undanúrslit og 18,5 milljónir evrur í viðbót fyrir að komast í úrslitaleikinn. Vinni liðið svo úrslitaleikinn fær það 6,5 milljónir evra og svo 4 milljónir evra að auki fyrir þátttöku í Ofurbikar UEFA. Liverpool, sem dæmi, gæti því bætt 56,5 milljónum evra, 8,3 milljörðum króna, við þær 99 milljónir evra sem félagið hefur þegar tryggt sér, fari liðið alla leið og verði meistari í vor. Hér fyrir neðan má sjá skiptingu verðlaunfésins meðal allra liða Meistaradeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Football Meets Data (@football.meets.data) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira
Liverpool fær mest útborgað af öllum liðum Meistaradeildarinnar en tapið á móti PSV Eindhoven þýðir að liðið náði ekki hundrað milljónum evra. Liverpool fær 99,070 milljónir evra eða meira en 14,5 milljarða í íslenskum krónum. Enska félagið fékk tæpum níu milljónum meira en liðið í næsta sæti á tekjulistanum sem var Internazionale með 90,627 milljónir evra. Í íslenskum krónum munar næstum því 1,3 milljarði á félögunum tveimur. Barcelona endaði í öðru sæti deildinni en fékk samt minna borgað en bæði Internazionale og Arsenal. Liverpool og hin félögin geta bætt við þessa upphæð fari þau langt í útsláttarkeppninni. Lið fá 12,5 milljónir evra í viðbót fyrir að komast í átta liða úrslitin, 15 milljónir evra í viðbót fyrir að komast í undanúrslit og 18,5 milljónir evrur í viðbót fyrir að komast í úrslitaleikinn. Vinni liðið svo úrslitaleikinn fær það 6,5 milljónir evra og svo 4 milljónir evra að auki fyrir þátttöku í Ofurbikar UEFA. Liverpool, sem dæmi, gæti því bætt 56,5 milljónum evra, 8,3 milljörðum króna, við þær 99 milljónir evra sem félagið hefur þegar tryggt sér, fari liðið alla leið og verði meistari í vor. Hér fyrir neðan má sjá skiptingu verðlaunfésins meðal allra liða Meistaradeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Football Meets Data (@football.meets.data)
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Sjá meira