Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2025 08:12 Flosi gerir ráð fyrir harðri formannsbaráttu en hann er öllu vanur og hlakkar til þess að hitta sem flesta félagsmenn VR. vísir/arnar Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og nú ráðgjafi hjá Aton hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns VR. Hann býst við harðri baráttu en nú þegar hafa nokkrir frambjóðendur gert vart við sig. „Jájá, þetta var erfið ákvörðun. En nú eru náttúrlega ákveðin tímamót í félaginu og þá fannst mér gaman að bjóða mig fram. Sjá hvernig þetta þróast nú þegar formaður til margra ára er farinn til annarra starfa. VR er öflugt félag sem getur gert marga öfluga hluti,“ segir Flosi í samtali við Vísi. En eins og kunnugt er hvarf Ragnar Þór Ingólfsson af vettvangi sem formaður VR og er nú kominn á þing fyrir Flokk fólksins. Flosi segir þetta heilmikla ákvörðun, að bjóða sig fram til forystu hjá svo öflugu félagi. Hann hafi verið í félaginu frá 2006 en ekki verið mjög virkur. „En þekking mín á verkalýðsstarfi svo sem hjá Starfsgreinasambandinu og fleira ætti að nýtast félaginu afar vel.“ Ekki fulltrúi neinna fylkinga Flosi gerir ráð fyrir því að þetta verði erfið barátta. Nú þegar hafi nokkrir öflugir frambjóðendur stigið fram. „Ég held að það sé gott fyrir félaga að geta valið á milli. Ég lít ekki á mig fulltrúa neinna fylkinga, heldur er ég í framboði fyrir alla félagsmenn og ég held að sameinað félag geti náð miklu meiri árangri.“ Flosi nefnir að VR hafi verið að gera athyglisverða hluti í húsnæðismálum, svo sem með uppbygginu Bjargs og Blævar auk þess sem í landinu séu okurvaxtakjör sem taka þurfi á. „Svo eru það dagleg verkefni sem snúast um afkomu venjulegs fólks og ég vil sinna þeim verkefnum af kostgæfni.“ Að sögn Flosa verður þetta rúmlega mánaðar löng kosningabarátta og hann hlakkar til að hitta sem flesta almenna félaga og ræða við þá. „Ég hef eiginlega alltaf haft mikinn áhuga á hag vinnandi fólks. Að við sem leggjum okkar af mörkum til samfélagsins með vinnuframlagi alla starfsævina, búum við öryggi, góð lífskjör og getum byggt börnunum okkar bjarta framtíð. Við getum með samstöðu og áræðni haft áhrif á samfélagið og hvernig gæðunum er skipt.“ Áfram VR! Til að allt þetta geti gengið eftir þarf VR öfluga forystu. „VR er geysilega sterkt félag sem sameinar fólk í fjölbreytum störfum og atvinnugreinum. Með afli sínu og samstöðu á félagið að vera leiðandi í að tryggja kjarabætur og réttindi með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi. VR á að hafa sterka rödd í samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar og veita stjórnvöldum þétt aðhald í efnahags- og velferðarmálum.“ Flosi segir að í félaginu þurfi að vera virkt samráð við félagsmenn og öflugt grasrótarstarf. Þannig er best tryggt að sjónarmið félagsmanna liggi til grundvallar í öllu starfi og áherslum félagsins og félagið vinni að sameiginlegu hagsmunum. „Við þurfum að huga að félagsfólki VR og hagsmunum þeirra. Við erum fast að 40 þúsund sem skipum félagið og forysta félagsins á að endurspegla þennan fjölbreytta hóp og þau baráttumál sem skipta okkur öll máli. Áfram VR!“ segir Flosi og er þegar kominn í kosningaham. Kjaramál Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Verslun Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Tengdar fréttir Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29 Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
„Jájá, þetta var erfið ákvörðun. En nú eru náttúrlega ákveðin tímamót í félaginu og þá fannst mér gaman að bjóða mig fram. Sjá hvernig þetta þróast nú þegar formaður til margra ára er farinn til annarra starfa. VR er öflugt félag sem getur gert marga öfluga hluti,“ segir Flosi í samtali við Vísi. En eins og kunnugt er hvarf Ragnar Þór Ingólfsson af vettvangi sem formaður VR og er nú kominn á þing fyrir Flokk fólksins. Flosi segir þetta heilmikla ákvörðun, að bjóða sig fram til forystu hjá svo öflugu félagi. Hann hafi verið í félaginu frá 2006 en ekki verið mjög virkur. „En þekking mín á verkalýðsstarfi svo sem hjá Starfsgreinasambandinu og fleira ætti að nýtast félaginu afar vel.“ Ekki fulltrúi neinna fylkinga Flosi gerir ráð fyrir því að þetta verði erfið barátta. Nú þegar hafi nokkrir öflugir frambjóðendur stigið fram. „Ég held að það sé gott fyrir félaga að geta valið á milli. Ég lít ekki á mig fulltrúa neinna fylkinga, heldur er ég í framboði fyrir alla félagsmenn og ég held að sameinað félag geti náð miklu meiri árangri.“ Flosi nefnir að VR hafi verið að gera athyglisverða hluti í húsnæðismálum, svo sem með uppbygginu Bjargs og Blævar auk þess sem í landinu séu okurvaxtakjör sem taka þurfi á. „Svo eru það dagleg verkefni sem snúast um afkomu venjulegs fólks og ég vil sinna þeim verkefnum af kostgæfni.“ Að sögn Flosa verður þetta rúmlega mánaðar löng kosningabarátta og hann hlakkar til að hitta sem flesta almenna félaga og ræða við þá. „Ég hef eiginlega alltaf haft mikinn áhuga á hag vinnandi fólks. Að við sem leggjum okkar af mörkum til samfélagsins með vinnuframlagi alla starfsævina, búum við öryggi, góð lífskjör og getum byggt börnunum okkar bjarta framtíð. Við getum með samstöðu og áræðni haft áhrif á samfélagið og hvernig gæðunum er skipt.“ Áfram VR! Til að allt þetta geti gengið eftir þarf VR öfluga forystu. „VR er geysilega sterkt félag sem sameinar fólk í fjölbreytum störfum og atvinnugreinum. Með afli sínu og samstöðu á félagið að vera leiðandi í að tryggja kjarabætur og réttindi með hagsmuni allra félagsmanna að leiðarljósi. VR á að hafa sterka rödd í samstarfi innan verkalýðshreyfingarinnar og veita stjórnvöldum þétt aðhald í efnahags- og velferðarmálum.“ Flosi segir að í félaginu þurfi að vera virkt samráð við félagsmenn og öflugt grasrótarstarf. Þannig er best tryggt að sjónarmið félagsmanna liggi til grundvallar í öllu starfi og áherslum félagsins og félagið vinni að sameiginlegu hagsmunum. „Við þurfum að huga að félagsfólki VR og hagsmunum þeirra. Við erum fast að 40 þúsund sem skipum félagið og forysta félagsins á að endurspegla þennan fjölbreytta hóp og þau baráttumál sem skipta okkur öll máli. Áfram VR!“ segir Flosi og er þegar kominn í kosningaham.
Kjaramál Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Verslun Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Tengdar fréttir Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29 Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Býður sig fram til formanns VR Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns VR í kosningum sem fram fara í mars næstkomandi. 29. janúar 2025 07:29
Halla vill leiða VR áfram Halla Gunnarsdóttir, sem tók við formennsku í VR eftir að Ragnar Þór Ingólfsson var kjörinn á þing, mun sækjast eftir áframhaldandi setu á formannsstól. Formannskjör fer fram í mars. 23. janúar 2025 11:26