Mona Lisa fær sérherbergi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. janúar 2025 19:23 Macron hélt blaðamannafund í dag um fyrirhugaða uppbyggingu og endurbætur á Louvre-safninu í París. AP Mona Lisa verður færð í sérherbergi í Louvre-safninu í París, og gestir utan Evrópusambandsins munu greiða hærri aðgangseyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi Macrons frakklandsforseta um fyrirhugaðar umbætur á safninu. Í síðustu viku greindi forstjóri Louvre frá því að ástand safnsins væri bágborið, og bað frönsku ríkisstjórnina um aðstoð við viðhald og enduruppbyggingu húsnæðisins. Sagt var að gamla byggingin væri nánast að hruni komin, víða væru þaklekar og snöggar hitabreytingar sem gætu haft slæm áhrif á listaverkin væru til vandræða. Louvre-höllin var byggð seinnihluta 12. aldar, en þar bjó franska konungsfólkið þar til Loðvík 14. flutti aðsetur konungsfjölskyldunnar til Versala. Louvre varð að safni fyrir konunglega listasafnið árið 1793. Ráða ekki við aðsóknina Í fyrra tók Louvre á móti 8,7 milljónum gesta, en þegar húsnæðið var hannað var gert ráð fyrir fjórum milljónum gesta á ári. Árið 2018 var metaðsókn þegar safnið tók á móti 10,2 milljónum gesta. Reuters hafði eftir forstjóranum að heimsókn á safnið væri orðin að líkamlegu erfiði, þar sem erfitt er að fóta sig vegna mannmergðar, svæðin séu illa merkt, og lítið sé um svæði þar sem hægt er að hvíla sig. Þá sé skortur á veitingastöðum og klósettaðstöðu. Macron tilkynnti svo um sex ára áætlun franskra stjórnvalda um endurbætur og stækkun húsnæðisins. Byggður verði nýr inngangur sem auðveldar fólki að ganga inn og út, og frægasta verk safnsins, Mona Lisa, verði í sérherbergi með sérinngangi. Þá muni gestir utan Evrópusambandsins þurfa greiða hærri aðgangseyri, frá og með næsta ári. Frakkland Söfn Myndlist Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Í síðustu viku greindi forstjóri Louvre frá því að ástand safnsins væri bágborið, og bað frönsku ríkisstjórnina um aðstoð við viðhald og enduruppbyggingu húsnæðisins. Sagt var að gamla byggingin væri nánast að hruni komin, víða væru þaklekar og snöggar hitabreytingar sem gætu haft slæm áhrif á listaverkin væru til vandræða. Louvre-höllin var byggð seinnihluta 12. aldar, en þar bjó franska konungsfólkið þar til Loðvík 14. flutti aðsetur konungsfjölskyldunnar til Versala. Louvre varð að safni fyrir konunglega listasafnið árið 1793. Ráða ekki við aðsóknina Í fyrra tók Louvre á móti 8,7 milljónum gesta, en þegar húsnæðið var hannað var gert ráð fyrir fjórum milljónum gesta á ári. Árið 2018 var metaðsókn þegar safnið tók á móti 10,2 milljónum gesta. Reuters hafði eftir forstjóranum að heimsókn á safnið væri orðin að líkamlegu erfiði, þar sem erfitt er að fóta sig vegna mannmergðar, svæðin séu illa merkt, og lítið sé um svæði þar sem hægt er að hvíla sig. Þá sé skortur á veitingastöðum og klósettaðstöðu. Macron tilkynnti svo um sex ára áætlun franskra stjórnvalda um endurbætur og stækkun húsnæðisins. Byggður verði nýr inngangur sem auðveldar fólki að ganga inn og út, og frægasta verk safnsins, Mona Lisa, verði í sérherbergi með sérinngangi. Þá muni gestir utan Evrópusambandsins þurfa greiða hærri aðgangseyri, frá og með næsta ári.
Frakkland Söfn Myndlist Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira