Sindri grunaður um fjárdrátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2025 11:58 Sindri Þór Sigríðarson gæti þurft að endurnýja kynni sín við Héraðsdóm Reykjavíkur fari málið á borð lögreglu. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Tjarnarbíós er grunaður um fjárdrátt í starfi samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið er litið alvarlegum augum og til skoðunar hvort það verði kært til lögreglu. Tjarnarbíó er án framkvæmdastjóra sem stendur eftir að Sindra Þór Sigríðarsyni var nýlega sagt upp störfum eftir nokkurra ára starf hjá bíóinu, fyrst sem markaðsstjóri en svo framkvæmdastjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði grunur um fjárdrátt eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. Málið er viðkvæmt eins og gefur að skilja en starfsmenn Tjarnarbíós má telja á fingrum annarrar handar og eru eftir brotthvarf Sindra Þórs fjórir. Snæbjörn Brynjarsson, sem tók við starfi leikhússtjóra í haust, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins að svo stöddu. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem stykir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Sindri Þór hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Hann hefur meðfram störfum sínum fyrir Tjarnarbíó undanfarin ár staðið í málferlum vegna orða sem hann lét falla um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson „veðurguð“ á samfélagsmiðlum. Þeirri deilu lauk með sigri Ingólfs fyrir Landsrétti í nóvember í fyrra. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað fólks sem Ingólfur kynni að lögsækja vegna ummæla um framkomu hans við konur. Uppfært klukkan 14:02 Snæbjörn hefur tjáð sig um málið og staðfest að Sindri verði kærður til lögreglu. Leikhús Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23 „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Tjarnarbíó er án framkvæmdastjóra sem stendur eftir að Sindra Þór Sigríðarsyni var nýlega sagt upp störfum eftir nokkurra ára starf hjá bíóinu, fyrst sem markaðsstjóri en svo framkvæmdastjóri. Samkvæmt heimildum fréttastofu kviknaði grunur um fjárdrátt eftir að hann lét af störfum í leikhúsinu. Málið er viðkvæmt eins og gefur að skilja en starfsmenn Tjarnarbíós má telja á fingrum annarrar handar og eru eftir brotthvarf Sindra Þórs fjórir. Snæbjörn Brynjarsson, sem tók við starfi leikhússtjóra í haust, gaf ekki kost á viðtali vegna málsins að svo stöddu. Tjarnarbíó er óhagnaðardrifið leikhús við Tjarnargötu í Reykjavík, styrkt af Reykjavíkurborg til að hýsa sjálfstæða atvinnu sviðslistahópa og sviðslistafólk. Leikhúsið er rekið í húsnæði í eigu borgarinnar sem stykir starfsemina bæði með rekstrarframlagi og húsnæðis- og tækjaleigusamningi. Sindri Þór hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins. Hann hefur meðfram störfum sínum fyrir Tjarnarbíó undanfarin ár staðið í málferlum vegna orða sem hann lét falla um tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson „veðurguð“ á samfélagsmiðlum. Þeirri deilu lauk með sigri Ingólfs fyrir Landsrétti í nóvember í fyrra. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull bauðst til að greiða allan lögfræðikostnað fólks sem Ingólfur kynni að lögsækja vegna ummæla um framkomu hans við konur. Uppfært klukkan 14:02 Snæbjörn hefur tjáð sig um málið og staðfest að Sindri verði kærður til lögreglu.
Leikhús Lögreglumál Efnahagsbrot Fjárdráttur í Tjarnarbíói Tengdar fréttir Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23 „Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35 Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23
„Réttlætinu er fullnægt“ Lögmaður Ingós veðurguðs, sem hafði í dag betur í meiðyrðamáli fyrir Landsrétti, segir að niðurstaðan komi ekki á óvart og dómurinn sé réttur. „Réttlætinu er fullnægt.“ 10. nóvember 2023 14:35
Ingó veðurguð á gestalista Sindra þrátt fyrir meiðyrðamál Áfrýjun í máli Ingólfs Þórarinssonar, þekktur sem Ingó veðurguð, á hendur Sindra Þórs Sigríðarsonar fyrir meiðyrði verður tekið fyrir í Landsrétti 17. október næstkomandi. 11. október 2023 09:01