Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2025 14:30 Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad um langt árabil en er nú tekin við belgíska landsliðinu. RBFA Tine Schryvers, fyrrverandi landsliðskona Belgíu, lék undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur hjá Kristianstad í tvö ár. Hún hrósar Elísabetu, eða Betu eins og hún er kölluð, í hástert í belgískum fjölmiðlum. Beta er nýtekin við belgíska landsliðinu eftir að Ives Serneels var rekinn. Þetta er hennar fyrsta starf eftir að hún ákvað að segja skilið við sænska félagið Kristianstad, þar sem Beta var potturinn og pannan í miklum uppgangstímum en hún stýrði liðinu í um fimmtán ár. Tine Schryvers þekkir það að spila fyrir belgíska landsliðið og undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.Getty Á þessum tíma, eða árin 2017-18, lék Schryvers undir stjórn Betu: „Ég átti tvö krefjandi ár þarna sem höfðu mikil áhrif á mig, en sambandið við hana [Elísabetu] var alltaf mjög gott. Ég get fullyrt það að hún myndi vaða í gegnum eld fyrir leikmenn sína. Treystið mér, því allir sem spilað hafa fyrir hana myndu segja það sama: Hún er mjög aðdáunarverð kona. Hún er full af ákefð og býst við miklu frá sínum leikmönnum, en með hvetjandi hætti. Og hún forðast aldrei að taka umræðuna,“ sagði Schryvers við Sporza. Stjórnendur belgíska knattspyrnusambandsins vilja sjá landsliðið komast á enn hærra stig undir stjórn Betu, en liðið er í 19. sæti heimslistans og á leið á EM í Sviss í sumar. „Það er stór fullyrðing en ég tel að hún henti fullkomlega fyrir liðið á þessum tímapunkti. Kristianstad var í tómu tjóni þegar hún kom en hún fyllti liðið af orku og lífi og kom því í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Schryvers. Schryvers segir að Beta sé ekki bara mjög góð í að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á leikmenn, heldur sé hún einnig taktískur snillingur. „Hún mun fá leikmenn til að berjast fyrir sína þjóð, því hún er ekki ánægð nema að hún fái 200% framlag. Hún býst við miklu af manni en ef hún fær það þá gefur hún líka mikið til baka. Þannig nær hún því besta fram í leikmönnum,“ sagði Schryvers, en hvað með taktísku hlið þjálfunarinnar? „Hvað þau mál snertir er hún einn besti þjálfari sem ég hef séð á síðustu árum. Hvað þetta varðar er hún einnig algjörlega klikkuð, í allra besta og jákvæðasta skilningi. Hún er með reynslu og þekkingu, og leggur aldrei af stað í æfingu eða leik án þess að vera með alveg skýra áætlun.“ Belgíski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira
Beta er nýtekin við belgíska landsliðinu eftir að Ives Serneels var rekinn. Þetta er hennar fyrsta starf eftir að hún ákvað að segja skilið við sænska félagið Kristianstad, þar sem Beta var potturinn og pannan í miklum uppgangstímum en hún stýrði liðinu í um fimmtán ár. Tine Schryvers þekkir það að spila fyrir belgíska landsliðið og undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur.Getty Á þessum tíma, eða árin 2017-18, lék Schryvers undir stjórn Betu: „Ég átti tvö krefjandi ár þarna sem höfðu mikil áhrif á mig, en sambandið við hana [Elísabetu] var alltaf mjög gott. Ég get fullyrt það að hún myndi vaða í gegnum eld fyrir leikmenn sína. Treystið mér, því allir sem spilað hafa fyrir hana myndu segja það sama: Hún er mjög aðdáunarverð kona. Hún er full af ákefð og býst við miklu frá sínum leikmönnum, en með hvetjandi hætti. Og hún forðast aldrei að taka umræðuna,“ sagði Schryvers við Sporza. Stjórnendur belgíska knattspyrnusambandsins vilja sjá landsliðið komast á enn hærra stig undir stjórn Betu, en liðið er í 19. sæti heimslistans og á leið á EM í Sviss í sumar. „Það er stór fullyrðing en ég tel að hún henti fullkomlega fyrir liðið á þessum tímapunkti. Kristianstad var í tómu tjóni þegar hún kom en hún fyllti liðið af orku og lífi og kom því í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Schryvers. Schryvers segir að Beta sé ekki bara mjög góð í að hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á leikmenn, heldur sé hún einnig taktískur snillingur. „Hún mun fá leikmenn til að berjast fyrir sína þjóð, því hún er ekki ánægð nema að hún fái 200% framlag. Hún býst við miklu af manni en ef hún fær það þá gefur hún líka mikið til baka. Þannig nær hún því besta fram í leikmönnum,“ sagði Schryvers, en hvað með taktísku hlið þjálfunarinnar? „Hvað þau mál snertir er hún einn besti þjálfari sem ég hef séð á síðustu árum. Hvað þetta varðar er hún einnig algjörlega klikkuð, í allra besta og jákvæðasta skilningi. Hún er með reynslu og þekkingu, og leggur aldrei af stað í æfingu eða leik án þess að vera með alveg skýra áætlun.“
Belgíski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Sjá meira