Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 00:04 Thomas segir mikilvægt að leggja símann frá sér. Vísir/Einar Hálfíslenskur læknir sem sérhæfir sig meðal annars í lífsstílslækningum segir samfélagsmiðla sífellt valda fólki meiri streitu. Erfitt sé að forðast alla streitu en hann nefnir nokkur ráð hvernig megi takmarka hana. Meðal þeirra sem héldu erindi á Læknadögum í dag var Dr. Thomas Ragnar Wood, prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla. Erindi hans sneri að lífsstílslækningum, sem hann sérhæfir sig í. Meðal þess sem hann ræddi var streita og hversu mikil áhrif hún hefur á fólk. „Eitt það mikilvægasta í heilastarfsemi okkar er hvernig við örvum heilann. Það getur tengst færni, menntun og félagslegum samskiptum. Vandinn er sá að streita er eins konar oförvun fyrir heilann. Vilji maður örva og endurheimta heilann betur, en það sama gildir um heilann og líkamann, þá kemur streita í veg fyrir það því við slíka stöðuga oförvun nær heilinn aldrei endurheimt,“ segir Thomas. Heimilisaðstæður og vinnan valdi mikilli streitu hjá fólki. Þá hafa samfélagsmiðlar tekið stærri sneið af kökunni sem streituvaldur síðustu ár. „Fyrir 20 árum snerist Facebook um að tengjast vinum og fjölskyldu og sýna myndir. Nú snýst þetta um að sjá fólk sem er betra en við, um hvað við ættum að gera. Við erum ekki nógu góð því aðrir eru alltaf betri. Ég tel það hafa aukið streitu og skapað geðrænan vanda bæði hjá fullorðnum og einkum hjá ungu fólki,“ segir Thomas. Thomas Ragnar Wood er hálfíslenskur og hálfenskur. Hann starfar við Washington-háskóla í samnefndu ríki Bandaríkjanna.Vísir/Einar En hver ætli sé besta leiðin við að takmarka streitu? „Ég tel auðveldast að minnka streitu með því að draga úr netnotkun og notkun samfélagsmiðla. Það veldur okkur streitu að sjá fólk sem er ríkara en við, hefur náð meiri árangri en við og er neikvætt gagnvart okkur. Slíkt er algengt á Facebook og Instagram. Það er auðveldast að byrja á þessu. Breyta notkun okkar á samfélagsmiðlum. Næsta skrefið gæti tengst vinnu. Slökkva á tilkynningum, skoða tölvupóstinn aðeins á tilteknum tímum dags svo við fáum ekki á tilfinninguna að við þurfum alltaf að gera meira,“ segir Thomas. Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Meðal þeirra sem héldu erindi á Læknadögum í dag var Dr. Thomas Ragnar Wood, prófessor í barnalækningum og taugavísindum við Washington-háskóla. Erindi hans sneri að lífsstílslækningum, sem hann sérhæfir sig í. Meðal þess sem hann ræddi var streita og hversu mikil áhrif hún hefur á fólk. „Eitt það mikilvægasta í heilastarfsemi okkar er hvernig við örvum heilann. Það getur tengst færni, menntun og félagslegum samskiptum. Vandinn er sá að streita er eins konar oförvun fyrir heilann. Vilji maður örva og endurheimta heilann betur, en það sama gildir um heilann og líkamann, þá kemur streita í veg fyrir það því við slíka stöðuga oförvun nær heilinn aldrei endurheimt,“ segir Thomas. Heimilisaðstæður og vinnan valdi mikilli streitu hjá fólki. Þá hafa samfélagsmiðlar tekið stærri sneið af kökunni sem streituvaldur síðustu ár. „Fyrir 20 árum snerist Facebook um að tengjast vinum og fjölskyldu og sýna myndir. Nú snýst þetta um að sjá fólk sem er betra en við, um hvað við ættum að gera. Við erum ekki nógu góð því aðrir eru alltaf betri. Ég tel það hafa aukið streitu og skapað geðrænan vanda bæði hjá fullorðnum og einkum hjá ungu fólki,“ segir Thomas. Thomas Ragnar Wood er hálfíslenskur og hálfenskur. Hann starfar við Washington-háskóla í samnefndu ríki Bandaríkjanna.Vísir/Einar En hver ætli sé besta leiðin við að takmarka streitu? „Ég tel auðveldast að minnka streitu með því að draga úr netnotkun og notkun samfélagsmiðla. Það veldur okkur streitu að sjá fólk sem er ríkara en við, hefur náð meiri árangri en við og er neikvætt gagnvart okkur. Slíkt er algengt á Facebook og Instagram. Það er auðveldast að byrja á þessu. Breyta notkun okkar á samfélagsmiðlum. Næsta skrefið gæti tengst vinnu. Slökkva á tilkynningum, skoða tölvupóstinn aðeins á tilteknum tímum dags svo við fáum ekki á tilfinninguna að við þurfum alltaf að gera meira,“ segir Thomas.
Heilsa Samfélagsmiðlar Heilbrigðismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira