Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar 26. janúar 2025 07:03 Kristján Jón Guðmundsson var illa farinn þegar bjargvættirnir komu að honum. „Rétt áður en vélin skall niður hrópaði ég: „Guð minn almáttugur. Guð blessi okkur öll!“ Sú hugsun um að nú væri allt búið heltók mig. Ég vildi samt ekki trúa því. Ég elska ykkur,“ sagði ég við Auði og dóttur okkar.“ Þessi orð koma fram í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar sem fjallar um flugslysið í Ljósufjöllum í apríl 1986. Sjö manns, þar af ellefu mánaða barn, voru í vélinni. Þau sem lifðu slysið af biðu í tíu og hálfa klukkustund eftir hjálp. Á meðan geysaði glórulaust fárviðri, snjókoma og skafrenningur í fjöllunum. Þáttinn í heild má finna hér fyrir neðan. Frá slysstað. „Það fyrsta sem hvarflaði að manni var að það kæmi enginn að ná í okkur þarna.“ hugsaði Kristján Jón Guðmundsson þegar hann sá vélina vera að skella utan í fjallið, en hann var einn þeirra sem lifði af. Klippa: Útkall - Flugslysið í Ljósufjöllum Gríma Huld Blængsdóttir, var 25 ára læknanemi og unnusta flugmannsins. Þegar slysið varð var hún stödd í Kópavogi: „Allt í einu var eins og einhver kallaði á mig með nafni. Klukkutíma seinna var hringt í mig og sagt að vélin sé týnd og Smára sé saknað. Ég fór í einhvern trans og öskraði ... ég vissi það bara að hann var farinn.“ Guðlaugur Þórðarson flugbjörgunarsveitarmaður fór fyrstur inn í flakið þar sem hann sá látið fólk en svo kom hann auga á Kristján sem var með takmarkaðri meðvitund: „Hann var mjög illa slasaður, bara á skyrtu hnepptri langt niður á bringu og mjög illa farinn í andliti.“ Guðlaugur Þórðarson flugbjörgunarsveitarmaður. Slóst við björgunarmennina hálf meðvitundarlaus Kristján var lagður til á teppi fyrir utan snjóbíl. Guðlaugur sá að hinn slasaði var heljarmenni en illa áttaður: „Hann barðist mjög við okkur. Þegar ég legg hann niður þá rífur hann í mig og dregur mig af öllu afli niður að andlitinu.“ Guðmundur Oddgeirsson tók svo við: ,,Hann greinilega fann mjög mikið til og ofboðslega sterkur. Hann náði taki á mér og henti mér eins og tusku fram og aftur.“ Kristján hittir bjargvætti sína í þættinum: „Aumingja mennirnir. Þetta eru ekki sérlega góðar þakkir að vera að leggja á sig allar þessar svakalegu vinnu til að ná í einhvern og svo hagar hann sér eins og vitleysingur,“ segir Kristján brosandi. „En sem betur fer gerði ég mér ekki grein fyrir neinu.“ Kristján Jón hittir bjargvættina sína. Útkall Tengdar fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár „Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002. 18. janúar 2025 08:03 Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu. 4. janúar 2025 07:03 Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. 20. desember 2024 09:01 „Ég held að þetta gleymist seint“ „Á mínum fimmtíu árum til sjós þá er þetta held ég mín mesta lífsreynsla, að lenda í þessu,“ segir Nikulás Halldórsson fyrrum skipstjóri á Goðafossi. 6. mars 2024 07:00 Grindvíski bjargvætturinn kom óvænt og gladdi Eyjahjónin „Það er ekki hægt að fullþakka fyrir svona,“ segir Eyjakonan Ragnheiður Einarsdóttir hálfklökk í nýjasta Útkallsþættinum þegar hún faðmar Margeir Jónsson úr Grindavík sem var í hópi björgunarsveitarmanna sem björguðu lífi eiginmanns hennar, Guðjóns Rögnvaldssonar, og ellefu öðrum Eyjamönnum. 25. febrúar 2024 08:17 Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. 11. febrúar 2024 07:01 Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ 18. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Þessi orð koma fram í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar sem fjallar um flugslysið í Ljósufjöllum í apríl 1986. Sjö manns, þar af ellefu mánaða barn, voru í vélinni. Þau sem lifðu slysið af biðu í tíu og hálfa klukkustund eftir hjálp. Á meðan geysaði glórulaust fárviðri, snjókoma og skafrenningur í fjöllunum. Þáttinn í heild má finna hér fyrir neðan. Frá slysstað. „Það fyrsta sem hvarflaði að manni var að það kæmi enginn að ná í okkur þarna.“ hugsaði Kristján Jón Guðmundsson þegar hann sá vélina vera að skella utan í fjallið, en hann var einn þeirra sem lifði af. Klippa: Útkall - Flugslysið í Ljósufjöllum Gríma Huld Blængsdóttir, var 25 ára læknanemi og unnusta flugmannsins. Þegar slysið varð var hún stödd í Kópavogi: „Allt í einu var eins og einhver kallaði á mig með nafni. Klukkutíma seinna var hringt í mig og sagt að vélin sé týnd og Smára sé saknað. Ég fór í einhvern trans og öskraði ... ég vissi það bara að hann var farinn.“ Guðlaugur Þórðarson flugbjörgunarsveitarmaður fór fyrstur inn í flakið þar sem hann sá látið fólk en svo kom hann auga á Kristján sem var með takmarkaðri meðvitund: „Hann var mjög illa slasaður, bara á skyrtu hnepptri langt niður á bringu og mjög illa farinn í andliti.“ Guðlaugur Þórðarson flugbjörgunarsveitarmaður. Slóst við björgunarmennina hálf meðvitundarlaus Kristján var lagður til á teppi fyrir utan snjóbíl. Guðlaugur sá að hinn slasaði var heljarmenni en illa áttaður: „Hann barðist mjög við okkur. Þegar ég legg hann niður þá rífur hann í mig og dregur mig af öllu afli niður að andlitinu.“ Guðmundur Oddgeirsson tók svo við: ,,Hann greinilega fann mjög mikið til og ofboðslega sterkur. Hann náði taki á mér og henti mér eins og tusku fram og aftur.“ Kristján hittir bjargvætti sína í þættinum: „Aumingja mennirnir. Þetta eru ekki sérlega góðar þakkir að vera að leggja á sig allar þessar svakalegu vinnu til að ná í einhvern og svo hagar hann sér eins og vitleysingur,“ segir Kristján brosandi. „En sem betur fer gerði ég mér ekki grein fyrir neinu.“ Kristján Jón hittir bjargvættina sína.
Útkall Tengdar fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár „Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002. 18. janúar 2025 08:03 Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu. 4. janúar 2025 07:03 Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. 20. desember 2024 09:01 „Ég held að þetta gleymist seint“ „Á mínum fimmtíu árum til sjós þá er þetta held ég mín mesta lífsreynsla, að lenda í þessu,“ segir Nikulás Halldórsson fyrrum skipstjóri á Goðafossi. 6. mars 2024 07:00 Grindvíski bjargvætturinn kom óvænt og gladdi Eyjahjónin „Það er ekki hægt að fullþakka fyrir svona,“ segir Eyjakonan Ragnheiður Einarsdóttir hálfklökk í nýjasta Útkallsþættinum þegar hún faðmar Margeir Jónsson úr Grindavík sem var í hópi björgunarsveitarmanna sem björguðu lífi eiginmanns hennar, Guðjóns Rögnvaldssonar, og ellefu öðrum Eyjamönnum. 25. febrúar 2024 08:17 Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. 11. febrúar 2024 07:01 Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ 18. febrúar 2024 07:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár „Ég hugsaði oft: „Ég er að fara að deyja. Það er bara tímaspursmál hvað ég mun hanga hérna lengi og hvenær ég mun deyja úr ofkælingu,“ segir Hilmar Þór Jónsson fyrrum vélstjóri og annar tveggja skipverja sem fyrir kraftaverk lifðu af þegar Bjarmi VE 66 sökk skyndilega vestur af Vestmannaeyjum í febrúar árið 2002. 18. janúar 2025 08:03
Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Skaðræðisöskur eins árs stúlku var gífurlegur léttir fyrir unga móður eftir snjóflóðin í Neskaupstað í desember 1974. Fólk sem lifði af mannskæð snjóflóð í Neskaupstað árið 1974 hugsar til fjölskyldu og vina í fámenna plássinu. 4. janúar 2025 07:03
Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. 20. desember 2024 09:01
„Ég held að þetta gleymist seint“ „Á mínum fimmtíu árum til sjós þá er þetta held ég mín mesta lífsreynsla, að lenda í þessu,“ segir Nikulás Halldórsson fyrrum skipstjóri á Goðafossi. 6. mars 2024 07:00
Grindvíski bjargvætturinn kom óvænt og gladdi Eyjahjónin „Það er ekki hægt að fullþakka fyrir svona,“ segir Eyjakonan Ragnheiður Einarsdóttir hálfklökk í nýjasta Útkallsþættinum þegar hún faðmar Margeir Jónsson úr Grindavík sem var í hópi björgunarsveitarmanna sem björguðu lífi eiginmanns hennar, Guðjóns Rögnvaldssonar, og ellefu öðrum Eyjamönnum. 25. febrúar 2024 08:17
Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. 11. febrúar 2024 07:01
Lifði nóttina af í sparifötum á gúmmíbát „Stundum kom sú hugsun til mín um nóttina að þetta gæti aldrei endað nema á einn veg. Ég var í raun ekki hræddur við það – þá yrði þessum þrautum lokið. En ég sætti mig ekki við það gagnvart aðstandendum mínum og vinum.“ 18. febrúar 2024 07:00