Þyrlunni flogið í burtu með Vigdísi hangandi í lykkjunni Boði Logason skrifar 11. febrúar 2024 07:01 Steindór GK 101 strandaði við Krísuvíkurberg þann 20. febrúar 1991. Vísir/Sara Rut „Ég upplifði þarna hvernig það er að standa frammi fyrir dauðanum. Ég reyndi að semja við Guð,“ segir Vigdís Elísdóttir, háseti af Steindóri GK 101, í nýjasta þætti Útkalls. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Klippa: Útkall - Krýsuvíkurbergið Áhöfn Boga Agnarssonar kom á slysstað á þyrlunni TF-SIF þegar báturinn hentist til og frá í miskunnarlausu briminu. Mjög erfitt var um vik þar sem vélin var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá „vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi í þættinum. Flugstjórinn varð þá að „mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991.RAX Tilfinningar þegar bjargvætturinn birtist óvænt Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt eða talað við bjargvætt sinn, Boga, frá því að slysið varð. Undir lok viðtalsins er henni komið á óvart með því að Bogi birtist og stendur við hliðina á henni: „Nú verð ég alveg hissa. Ég get bara sagt: takk kærlega fyrir. Ég væri ekki hér nema að hafa ykkur og þig,“ segir Vigdís hrærð þegar hún stendur upp úr sæti sínu og faðmar Boga. Allir viðstaddir fengu gæsahúð. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis. Útkall Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira
Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991. Klippa: Útkall - Krýsuvíkurbergið Áhöfn Boga Agnarssonar kom á slysstað á þyrlunni TF-SIF þegar báturinn hentist til og frá í miskunnarlausu briminu. Mjög erfitt var um vik þar sem vélin var afllítil og niðurstreymi ofan af klettabrúninni gerði þyrlusveitinni mjög erfitt fyrir. Þegar kom að því að bjarga Vigdísi var búið að lyfta henni upp frá flakinu en þá „vorum við komnir á rautt á mælunum,“ segir Bogi í þættinum. Flugstjórinn varð þá að „mjólka“ vélina frá bjarginu og fljúga út á sjó með Vigdísi hangandi í lykkjunni og sigkróknum fyrir neðan – í því skyni að fá nægilegt afl til að geta híft hana upp. „Ég festist með fótinn í grindverkinu en svo losnaði ég og ríghélt mér af öllum lífs og sálar kröftum,“ segir Vigdís. Vigdís bjargaðist á síðustu stundu ásamt sjö félögum sínum þegar báturinn strandaði undir þverhníptu hamrastálinu við Krísuvíkurberg 20. febrúar 1991.RAX Tilfinningar þegar bjargvætturinn birtist óvænt Þegar þátturinn var tekinn upp hafði Vigdís í raun aldrei hitt eða talað við bjargvætt sinn, Boga, frá því að slysið varð. Undir lok viðtalsins er henni komið á óvart með því að Bogi birtist og stendur við hliðina á henni: „Nú verð ég alveg hissa. Ég get bara sagt: takk kærlega fyrir. Ég væri ekki hér nema að hafa ykkur og þig,“ segir Vigdís hrærð þegar hún stendur upp úr sæti sínu og faðmar Boga. Allir viðstaddir fengu gæsahúð. Alla þætti Útkalls má nálgast á sjónvarpssíðu Vísis.
Útkall Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Sjá meira