Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2025 08:00 Brottrekstur Ives Serneels virðist hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti en Elísabet Gunnarsdóttir er tekin við af honum og mun stýra Belgum næstu árin. Samsett/Getty/RBFA Ives Serneels, forveri Elísabetar Gunnarsdóttur í starfi landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, hafði verið í fjórtán ár í starfi þegar honum var óvænt sagt upp með myndsímtali á föstudaginn. Belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws greinir frá þessu og virðist uppsögn Serneels hafa verið afar óvænt. Ljóst er að forráðamenn belgíska knattspyrnusambandsins hafa verið komnir með Elísabetu í sigtið því hún var svo formlega tilkynnt sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í gær. Elísabet kvaðst í samtali við Vísi ekki vilja ræða brotthvarf Serneels en viðtal við hana birtist í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Var að fylgjast með landsliðskonum í Mílanó Serneels var staddur í Mílanó þegar hann var rekinn, og hafði kvöldið áður fylgst með fimm belgískum landsliðskonum spila í bikarleik Inter og Sassuolo. HLN segir að Serneels hafi verið í óða önn við að undirbúa belgíska liðið sem best fyrir Evrópumótið í Sviss í sumar, eftir að hafa stýrt því til sigurs gegn Úkraínu í umspili í byrjun desember. Eins og fyrr segir hafði Serneels verið lengi þjálfari belgíska liðsins og komið því inn á fyrstu stórmót þess; EM 2017 í Hollandi og EM 2022 í Englandi, þar sem liðið var einmitt í riðli með Íslandi og komst áfram í 8-liða úrslitin en féll svo úr leik. Elísabet heldur Onzia í teyminu HLN segir að vídjósímtalið við Serneels hafi verið stutt og honum einfaldlega tjáð að hans krafta væri ekki lengur óskað. Í kjölfarið var svo fleirum úr starfsliðinu í kringum belgíska landsliðið sagt upp, þar á meðal aðstoðarþjálfaranum Kris Van Der Haegen, þar sem það var þegar ljóst að nýr, erlendur þjálfari, sem nú er ljóst að er Elísabet, kæmi með sinn eigin aðstoðarþjálfara. Sá er sænskur og heitir Magnus Palsson. Fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, heldur hins vegar sæti sínu í þjálfarateyminu. Belgía og Ísland gerðu 1-1 jafntefli á síðasta EM, en Belgar komust áfram í 8-liða úrslitin, undir stjórn Ives Serneels sem nú hefur verið rekinn.Getty Á föstudaginn var einnig tilkynnt að þjálfari karlalandsliðs Belgíu, Domenico Tedesco, hefði verið rekinn. HLN bendir á það að í þeirri tilkynningu hafi birst ummæli frá Tedesco þar sem hann sagði meðal annars að „fallegri sögu væri því miður núna lokið“, en að í tilkynningunni um brotthvarf Serneels væru engin ummæli frá honum. Gæti mætt Íslandi á EM Elísabetu er ætlað að koma belgíska kvennalandsliðinu, sem er í 19. sæti heimslistans, upp á næsta stig. Hún á krefjandi verkefni fyrir höndum á EM í Sviss í sumar þar sem Belgía er í riðli með heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Sá möguleiki er fyrir hendi að Elísabet stýri svo Belgum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum, ef bæði lið komast upp úr sínum riðli. Belgíski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Goðsögn Manchester United segir að félagið sé að eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Sjá meira
Belgíski miðillinn Het Laatste Nieuws greinir frá þessu og virðist uppsögn Serneels hafa verið afar óvænt. Ljóst er að forráðamenn belgíska knattspyrnusambandsins hafa verið komnir með Elísabetu í sigtið því hún var svo formlega tilkynnt sem nýr þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í gær. Elísabet kvaðst í samtali við Vísi ekki vilja ræða brotthvarf Serneels en viðtal við hana birtist í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Var að fylgjast með landsliðskonum í Mílanó Serneels var staddur í Mílanó þegar hann var rekinn, og hafði kvöldið áður fylgst með fimm belgískum landsliðskonum spila í bikarleik Inter og Sassuolo. HLN segir að Serneels hafi verið í óða önn við að undirbúa belgíska liðið sem best fyrir Evrópumótið í Sviss í sumar, eftir að hafa stýrt því til sigurs gegn Úkraínu í umspili í byrjun desember. Eins og fyrr segir hafði Serneels verið lengi þjálfari belgíska liðsins og komið því inn á fyrstu stórmót þess; EM 2017 í Hollandi og EM 2022 í Englandi, þar sem liðið var einmitt í riðli með Íslandi og komst áfram í 8-liða úrslitin en féll svo úr leik. Elísabet heldur Onzia í teyminu HLN segir að vídjósímtalið við Serneels hafi verið stutt og honum einfaldlega tjáð að hans krafta væri ekki lengur óskað. Í kjölfarið var svo fleirum úr starfsliðinu í kringum belgíska landsliðið sagt upp, þar á meðal aðstoðarþjálfaranum Kris Van Der Haegen, þar sem það var þegar ljóst að nýr, erlendur þjálfari, sem nú er ljóst að er Elísabet, kæmi með sinn eigin aðstoðarþjálfara. Sá er sænskur og heitir Magnus Palsson. Fyrrverandi landsliðskona Belgíu, Lenie Onzia, heldur hins vegar sæti sínu í þjálfarateyminu. Belgía og Ísland gerðu 1-1 jafntefli á síðasta EM, en Belgar komust áfram í 8-liða úrslitin, undir stjórn Ives Serneels sem nú hefur verið rekinn.Getty Á föstudaginn var einnig tilkynnt að þjálfari karlalandsliðs Belgíu, Domenico Tedesco, hefði verið rekinn. HLN bendir á það að í þeirri tilkynningu hafi birst ummæli frá Tedesco þar sem hann sagði meðal annars að „fallegri sögu væri því miður núna lokið“, en að í tilkynningunni um brotthvarf Serneels væru engin ummæli frá honum. Gæti mætt Íslandi á EM Elísabetu er ætlað að koma belgíska kvennalandsliðinu, sem er í 19. sæti heimslistans, upp á næsta stig. Hún á krefjandi verkefni fyrir höndum á EM í Sviss í sumar þar sem Belgía er í riðli með heimsmeisturum Spánar, Ítalíu og Portúgal. Sá möguleiki er fyrir hendi að Elísabet stýri svo Belgum gegn Íslandi í 8-liða úrslitum, ef bæði lið komast upp úr sínum riðli.
Belgíski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Goðsögn Manchester United segir að félagið sé að eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Sjá meira