Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2025 11:15 JL húsið sem hýst hefur fjöldann allan af fyrirtækjum og stofnunum í gegnum tíðina. Vísir/Vilhelm Íbúar í fjölbýlishúsi við Grandaveg sem deilir lóð með JL-húsinu hafa kært leyfi Reykjavíkurborgar um að hýsa hælisleitendur í húsinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kæran var lögð fram þann 20. desember síðastliðinn. Áhyggjur nágrannanna eru ekki nýjar af nálinni og hafa kvartað yfir skorti á samráði vegna plana borgarinnar um úrræðið sem á að þjóna allt að fjögur hundruð umsækjendum um alþjóðlega vernd. Fyrirtækið HB121 keypti húsið árið 2023 og urðu þau tímamót að í fyrravor að Myndlistarskólinn flutti starfsemi sína úr húsinu þar sem hann hafði starfað í aldarfjórðung. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að ekki hefði verið nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar því áformin væru í takti við deiliskipulag borgarinnar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ sagði Heiða Björg. Þetta er það sem íbúar við Grandaveg 42 fallast ekki á. Í kæru sinni finna þeir að því að Yrki arkitektar hafi fengið breytingu á deiliskipulagi í gegn með umsókn sinni í nóvember vegna heimildar að að vera með sérstakt búsetuúrræði fyrir flóttafólk á Hringbraut 121. Í kæru lögfræðistofunnar Landslaga fyrir hönd íbúa í fjölbýlishúsinu er vísað til þess að fara eigi með breytinguna eins og að um nýtt deiliskipulag sé að ræða vegna breyttrar landnotkunar. Ella hafi borginni borið að setja breytinguna í grenndarkynningu. Því sé málsmeðferð skipulagsfulltrúa ólögmót. Ekki sé rétt að hagsmunir nágranna skerðist í engu varðandi landnotkun. Það geri hún víst enda ekki sé að finna heimild fyrir sértækt búsetuúrræði á lóðinni. Því hafi borið að kynna breytinguna fyrir nágrönnum. Þannig hafi þeir verið sviptir möguleika á að gæta hagsmuna sinna og koma sjónarmiðum á framfæri. Vísa Landslög til fordæma þar sem minniháttarbreyting á frístundarhúsnæði í fimmtíu metra fjarlægð var að mati úrskurðarnefndarinnar talin kunna að hafa áhrif á útsýni úr fasteign nágranna. Þá breytingu hefði því þurft að grenndarkynna og fór svo að heimildin var felld úr gildi. Ekki sé hægt að bera saman búsetuúrræði fyrir allt að 400 manns við áhrif fyrrum nýtingar fasteignarinnar sem myndlistaskóla, gistiheimili og kaffihús við varanlega búsetu flóttafólks. Þessa eðlisbreytingu hafi borið að grenndarkynna. Fyrir liggi að eigandi JL-hússins hafi þegar framkvæmt eða standi í framkvæmdum á grundvelli heimildar skipulagsfulltrúa. Þá sé nýting búsetuúrræðsins þegar hafin en fram kom hjá RÚV á dögunum að þangað væru sextíu konur fluttar inn. Óska íbúarnir eftir því að úrskurðarnefndin afli staðfestingar á því hvort Reykjavíkurborg hafi veitt önnur leyti, til dæmis starfsleyfi vegna hinnar fyrirhuguðu starfsemi þannig að íbúarnir eigi þess kost að gæta hagsmuna sinna. Tengd skjöl KæraPDF339KBSækja skjal Skipulag Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Kæran var lögð fram þann 20. desember síðastliðinn. Áhyggjur nágrannanna eru ekki nýjar af nálinni og hafa kvartað yfir skorti á samráði vegna plana borgarinnar um úrræðið sem á að þjóna allt að fjögur hundruð umsækjendum um alþjóðlega vernd. Fyrirtækið HB121 keypti húsið árið 2023 og urðu þau tímamót að í fyrravor að Myndlistarskólinn flutti starfsemi sína úr húsinu þar sem hann hafði starfað í aldarfjórðung. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að ekki hefði verið nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar því áformin væru í takti við deiliskipulag borgarinnar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ sagði Heiða Björg. Þetta er það sem íbúar við Grandaveg 42 fallast ekki á. Í kæru sinni finna þeir að því að Yrki arkitektar hafi fengið breytingu á deiliskipulagi í gegn með umsókn sinni í nóvember vegna heimildar að að vera með sérstakt búsetuúrræði fyrir flóttafólk á Hringbraut 121. Í kæru lögfræðistofunnar Landslaga fyrir hönd íbúa í fjölbýlishúsinu er vísað til þess að fara eigi með breytinguna eins og að um nýtt deiliskipulag sé að ræða vegna breyttrar landnotkunar. Ella hafi borginni borið að setja breytinguna í grenndarkynningu. Því sé málsmeðferð skipulagsfulltrúa ólögmót. Ekki sé rétt að hagsmunir nágranna skerðist í engu varðandi landnotkun. Það geri hún víst enda ekki sé að finna heimild fyrir sértækt búsetuúrræði á lóðinni. Því hafi borið að kynna breytinguna fyrir nágrönnum. Þannig hafi þeir verið sviptir möguleika á að gæta hagsmuna sinna og koma sjónarmiðum á framfæri. Vísa Landslög til fordæma þar sem minniháttarbreyting á frístundarhúsnæði í fimmtíu metra fjarlægð var að mati úrskurðarnefndarinnar talin kunna að hafa áhrif á útsýni úr fasteign nágranna. Þá breytingu hefði því þurft að grenndarkynna og fór svo að heimildin var felld úr gildi. Ekki sé hægt að bera saman búsetuúrræði fyrir allt að 400 manns við áhrif fyrrum nýtingar fasteignarinnar sem myndlistaskóla, gistiheimili og kaffihús við varanlega búsetu flóttafólks. Þessa eðlisbreytingu hafi borið að grenndarkynna. Fyrir liggi að eigandi JL-hússins hafi þegar framkvæmt eða standi í framkvæmdum á grundvelli heimildar skipulagsfulltrúa. Þá sé nýting búsetuúrræðsins þegar hafin en fram kom hjá RÚV á dögunum að þangað væru sextíu konur fluttar inn. Óska íbúarnir eftir því að úrskurðarnefndin afli staðfestingar á því hvort Reykjavíkurborg hafi veitt önnur leyti, til dæmis starfsleyfi vegna hinnar fyrirhuguðu starfsemi þannig að íbúarnir eigi þess kost að gæta hagsmuna sinna. Tengd skjöl KæraPDF339KBSækja skjal
Skipulag Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira