Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 08:33 Sara Björk Gunnarsdóttir kom fyrst til baka eftir barnsburð sem leikmaður Juventus en hún spilar nú í Sádi Arabíu. Getty/Giorgio Perottino Alþjóðaleikmannasamtökin vöktu athygli á því á miðlum sínum hvað knattspyrnukonur heimsins eigi íslensku knattspyrnukonunni Söru Björk Gunnarsdóttur mikið að þakka. Sara Björk náði á sínum tíma sögulegum árangri í baráttunni fyrir réttindum knattspyrnukvenna. Hún barðist þá fyrir rétti þeirra til að verða mæður án þess að fórna um leið knattspyrnuferli sínum. Oftar en ekki hafa konurnar þurft að velja á milli fjölskyldunnar og fótboltans en ekki lengur. Nú eiga þær valið og það er ekki síst þökk sé baráttu Söru fyrir dómstólum. Öll alvöru félög bjóða nú kanttspyrnukonum fæðingarorlof og réttan stuðning á leið sinni til baka inn á fótboltavöllinn. Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, minntust þess að það eru nú tvö ár frá sigri Söru í réttarkerfinu. Hún hefur unnið marga sigra inn á velinum en einn þann stærsta á ferlinum vann hún í réttarsalnum. FIFPRO fór yfir það hvernig Sara Björk hjálpaði fótboltakonum heimsins að geta valið bæði fjölskyldu og fótboltann. Sara Björk varð ófrísk þegar hún var leikmaður franska liðsins Lyon. Félagið studdi hana ekkert, forráðamenn eða þjálfarar höfðu ekkert samband við hana og þeir buðu henni ekki aðgengi að sérhæfðum þjálfurum. Hún fékk heldur engar leiðbeiningar og ofan á allt þetta lækkaði franska félagið launin hennar verulega. Sara fór með franska félagið fyrir dómstóla og nýtti sér þá nýja reglugerð FIFA. Hún hafði fullan stuðning Alþjóðaleikmannasamtakanna í málinu. Sara varð síðan fyrsta konan til að vinna mál eftir að félag borgaði leikmanni ekki laun í fæðingarorlofi. Alls þurfti Lyon að borga henni meira en 82 þúsund evrur eða tæpar tólf milljónir króna. Sara Björk hjálpaði einnig FIFPRO að setja saman leiðbeiningar fyrir ófrískar knattspyrnukonur. Þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar vegna heilsu þeirra, réttinda og síðast en ekki síst eru þar góð ráð á svo krefjandi tímum. Sara hafði mikið fram að færa enda nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman sjálf og henni tókst að komast aftur á hæsta stig fótboltans, bæði með félagsliði sínu sem og með íslenska landsliðinu á EM 2022. „Sögulegur sigur Söru skipti miklu meira máli en peningar. Þetta snerist um sanngirni og réttindi. Mál Söru sannaði að félög verða að styðja á bak við leikmenn í fæðingarorlofi því annars verður þeim refsað,“ segir á miðlum FIFPRO. „Þetta var risastór sigur fyrir knattspyrnukonur heimsins,“ segir að lokum í færslu FIFPRO en það má sjá hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro) Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Sara Björk náði á sínum tíma sögulegum árangri í baráttunni fyrir réttindum knattspyrnukvenna. Hún barðist þá fyrir rétti þeirra til að verða mæður án þess að fórna um leið knattspyrnuferli sínum. Oftar en ekki hafa konurnar þurft að velja á milli fjölskyldunnar og fótboltans en ekki lengur. Nú eiga þær valið og það er ekki síst þökk sé baráttu Söru fyrir dómstólum. Öll alvöru félög bjóða nú kanttspyrnukonum fæðingarorlof og réttan stuðning á leið sinni til baka inn á fótboltavöllinn. Alþjóðaleikmannasamtökin, FIFPRO, minntust þess að það eru nú tvö ár frá sigri Söru í réttarkerfinu. Hún hefur unnið marga sigra inn á velinum en einn þann stærsta á ferlinum vann hún í réttarsalnum. FIFPRO fór yfir það hvernig Sara Björk hjálpaði fótboltakonum heimsins að geta valið bæði fjölskyldu og fótboltann. Sara Björk varð ófrísk þegar hún var leikmaður franska liðsins Lyon. Félagið studdi hana ekkert, forráðamenn eða þjálfarar höfðu ekkert samband við hana og þeir buðu henni ekki aðgengi að sérhæfðum þjálfurum. Hún fékk heldur engar leiðbeiningar og ofan á allt þetta lækkaði franska félagið launin hennar verulega. Sara fór með franska félagið fyrir dómstóla og nýtti sér þá nýja reglugerð FIFA. Hún hafði fullan stuðning Alþjóðaleikmannasamtakanna í málinu. Sara varð síðan fyrsta konan til að vinna mál eftir að félag borgaði leikmanni ekki laun í fæðingarorlofi. Alls þurfti Lyon að borga henni meira en 82 þúsund evrur eða tæpar tólf milljónir króna. Sara Björk hjálpaði einnig FIFPRO að setja saman leiðbeiningar fyrir ófrískar knattspyrnukonur. Þar má finna allar nauðsynlegar upplýsingar vegna heilsu þeirra, réttinda og síðast en ekki síst eru þar góð ráð á svo krefjandi tímum. Sara hafði mikið fram að færa enda nýbúin að ganga í gegnum þetta allt saman sjálf og henni tókst að komast aftur á hæsta stig fótboltans, bæði með félagsliði sínu sem og með íslenska landsliðinu á EM 2022. „Sögulegur sigur Söru skipti miklu meira máli en peningar. Þetta snerist um sanngirni og réttindi. Mál Söru sannaði að félög verða að styðja á bak við leikmenn í fæðingarorlofi því annars verður þeim refsað,“ segir á miðlum FIFPRO. „Þetta var risastór sigur fyrir knattspyrnukonur heimsins,“ segir að lokum í færslu FIFPRO en það má sjá hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FIFPRO (@fifpro)
Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira