Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2025 10:42 Donald Trump tekur við embætti á morgun. AP/Matt Rourke Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna á morgun, stofnaði í gær eigin rafmynt. Virði rafmyntarinnar hefur aukist mjög en hún hefur þó orðið fyrir töluverðri gagnrýni. Rafmynt þessi ber nafnið $TRUMP og er hún skilgreind sem svokölluð meme-rafmynt og byggir hún á Solana-gagnakeðjunni (e. Blockchain). Samkvæmt upplýsingum á síðu rafmyntarinnar er búið að gefa út 200 milljón rafmyntir og 800 milljónir til viðbótar gefnar út á næstu þremur árum. Trump tilkynnti rafmynt sína á samfélagsmiðlum í gær. Þessar svokölluðu „meme“-rafmyntir eru alræmdar fyrir það að virði þeirra getur ekki byggt á neinu öðru en mikilli umfjöllun og spennu kringum þær. Virði rafmyntarinnar jókst mjög í upphafi og var heildarverðmæti rafmyntanna metið á sex milljarða dala í gærkvöldi, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þegar þetta er skrifað er virðið komið í 12,9 milljarða dala, samkvæmt Coin Market Cap. Það samsvarar um 1,8 billjón króna. Útgáfa rafmyntarinnar hefur verið gagnrýnd töluvert og meðal annars af stuðningsmönnum Trumps og rafmynta. Stærsta gagnrýnisatriðið er að áttatíu prósent rafmyntanna eru í eigu félaga í eigu fyrirtækis Trumps. Þá hefur WSJ eftir sérfræðingum að rafmyntin veki áhyggjur varðandi hagsmunaárekstra. Erlendir aðilar og forsvarsmenn fyrirtækja geti keypt rafmynt til að hafa áhrif á Trump. Trump hefur heitið því að gera rafmynt hátt undir höfði, ef svo má segja, á kjörtímabili sínu. Hann hefur meðal annars talað um að gera lög til að bæta viðskipti með rafmyntir og talað um Washington DC sem höfuðborg rafmynta. Bandaríkin Donald Trump Rafmyntir Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira
Rafmynt þessi ber nafnið $TRUMP og er hún skilgreind sem svokölluð meme-rafmynt og byggir hún á Solana-gagnakeðjunni (e. Blockchain). Samkvæmt upplýsingum á síðu rafmyntarinnar er búið að gefa út 200 milljón rafmyntir og 800 milljónir til viðbótar gefnar út á næstu þremur árum. Trump tilkynnti rafmynt sína á samfélagsmiðlum í gær. Þessar svokölluðu „meme“-rafmyntir eru alræmdar fyrir það að virði þeirra getur ekki byggt á neinu öðru en mikilli umfjöllun og spennu kringum þær. Virði rafmyntarinnar jókst mjög í upphafi og var heildarverðmæti rafmyntanna metið á sex milljarða dala í gærkvöldi, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þegar þetta er skrifað er virðið komið í 12,9 milljarða dala, samkvæmt Coin Market Cap. Það samsvarar um 1,8 billjón króna. Útgáfa rafmyntarinnar hefur verið gagnrýnd töluvert og meðal annars af stuðningsmönnum Trumps og rafmynta. Stærsta gagnrýnisatriðið er að áttatíu prósent rafmyntanna eru í eigu félaga í eigu fyrirtækis Trumps. Þá hefur WSJ eftir sérfræðingum að rafmyntin veki áhyggjur varðandi hagsmunaárekstra. Erlendir aðilar og forsvarsmenn fyrirtækja geti keypt rafmynt til að hafa áhrif á Trump. Trump hefur heitið því að gera rafmynt hátt undir höfði, ef svo má segja, á kjörtímabili sínu. Hann hefur meðal annars talað um að gera lög til að bæta viðskipti með rafmyntir og talað um Washington DC sem höfuðborg rafmynta.
Bandaríkin Donald Trump Rafmyntir Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Fleiri fréttir Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Sjá meira