Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Lovísa Arnardóttir skrifar 16. janúar 2025 23:02 Helga Þórisdóttir segir bréf ráðherranna á dagskrá. Vísir/Einar Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana fundar næstkomandi mánudag og mun þá fara yfir bréf forsætis- og fjármála- og efnahagsráðherra um það hvernig megi hagræða í rekstri. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er formaður stjórnarinnar. Í samtali við fréttastofu segist Helga ekki hafa heyrt í félagsmönnum í dag eftir að bréfið var sent út. „Stjórnin hittist á mánudag og þetta mál er komið á dagskrá,“ segir Helga. Annað geti hún ekki sagt um málið að svo stöddu. Birt var síðdegis í dag tilkynning á vef stjórnarráðsins um bréfið. Þar kom fram að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis óskað eftir hugmyndum um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. Í bréfi Kristrúnar og Daða Más til forstöðumanna kom meðal annars fram að sjónarmið stjórnenda hjá ríkinu væru nauðsynleg til að fá dýpri innsýn í þau hagræðingartækifæri sem til staðar væru. „Forstöðumenn eru beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana.“ Þá kom fram að fjallað verði um tillögur þeirra í starfshópi á vegum forsætisráðuneytisins. Niðurstöðurnar verði nýttar til að móta áætlun til lengri tíma um umbætur í rekstri ríkisins. Samhliða verði unnið með tillögur úr fyrri samráðsferlum við stjórnendur og starfsfólk ríkisins. Í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana eru tugir félagsmanna eins og sýslumenn, skólameistarar, forstöðumenn og forstjórar. Í félaginu eru forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja sem fá laun samkvæmt grunnlaunaflokkum eða samkvæmt ákvörðun ríkisstofnunar/ríkisfyrirtækis. Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Stjórnin hittist á mánudag og þetta mál er komið á dagskrá,“ segir Helga. Annað geti hún ekki sagt um málið að svo stöddu. Birt var síðdegis í dag tilkynning á vef stjórnarráðsins um bréfið. Þar kom fram að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefðu ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem þau óskuðu eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis óskað eftir hugmyndum um hagræðingu frá almenningi. Í samráðsgátt hafa þegar borist rúmlega þrjú þúsund umsagnir. Tillögurnar verða greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Samráð við almenning stendur til 23. janúar, eða í eina viku til viðbótar. Í bréfi Kristrúnar og Daða Más til forstöðumanna kom meðal annars fram að sjónarmið stjórnenda hjá ríkinu væru nauðsynleg til að fá dýpri innsýn í þau hagræðingartækifæri sem til staðar væru. „Forstöðumenn eru beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana.“ Þá kom fram að fjallað verði um tillögur þeirra í starfshópi á vegum forsætisráðuneytisins. Niðurstöðurnar verði nýttar til að móta áætlun til lengri tíma um umbætur í rekstri ríkisins. Samhliða verði unnið með tillögur úr fyrri samráðsferlum við stjórnendur og starfsfólk ríkisins. Í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana eru tugir félagsmanna eins og sýslumenn, skólameistarar, forstöðumenn og forstjórar. Í félaginu eru forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja sem fá laun samkvæmt grunnlaunaflokkum eða samkvæmt ákvörðun ríkisstofnunar/ríkisfyrirtækis.
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira