Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Aron Guðmundsson skrifar 17. janúar 2025 08:30 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Samsett mynd Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, væntir mikils af nýjum landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Arnari Gunnlaugssyni. Arnar sé akkúrat það sem sambandið var að leitast eftir í nýjum landsliðsþjálfara. „Bara mjög ánægjulegt. Við erum mjög ánægð með að þetta sé komið í höfn. Við horfum björtum augum fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Akkúrat það sem KSÍ leitaði eftir Hvaða eiginleikum er Arnar gæddur sem gera hann góðan kost í þetta starf? „Ef við horfum á tíma hans hjá Víkingi Reykjavík þá sjáum við hvernig hann hefur tekið utan um leikmannahóp sinn, eldri sem og yngri leikmenn og náð úrslitum. Hvernig hann hefur fengið fólk í lið með sér, bæði stuðningsmenn Víkings sem og aðdáendur aðra. Mér finnst það vera til fyrirmyndar og hann hefur heldur betur náð árangri líka. Hann er akkúrat það sem við vorum að leita eftir.“ Svo býr Arnar að landsliðsferli sem leikmaður, þekkir landsliðsumhverfið. „Það hjálpar alltaf. Er kostur. Hann þekkir það á sama tíma hvernig er að vera inn á vellinum, veit hvernig menn hugsa. Það er allavegana ekki verra fyrir hann að hafa þessa reynslu á bakinu.“ En var Arnar efsti kostur á blaði KSÍ? „Það má orða þetta fyrst þannig að þessir þrír þjálfara sem að við ræddum við höfðu allir eiginleika og kosti sem eru þess eðlis að ég myndi treysta þeim öllum fullkomlega fyrir þessu starfi. Alveg eitt hundrað prósent. Við vorum virkilega heppin, ég og stjórn KSÍ, að hafa náð að tala við svo góða einstaklinga. Þetta æxlaðist þannig að Freyr endaði á því að taka við Brann, frábært fyrir hann og við erum mjög stolt af því líka Íslendingar að við séum með þjálfara í efstu deild Noregs. Hann á svo sannarlega eftir að standa sig vel þar. Arnar er sá kostur sem við völdum í lokin, við ákváðum að ganga til samninga við hann og náðum góðum samningum þar. Við erum mjög sátt við það.“ KSÍ samdi við Arnar en þurfti svo að landa samkomulagi við Víking Reykjavík til þess að losa Arnar undan samningi hans í Fossvoginum. Þær viðræður gengu að sögn Þorvalds ljómandi vel. „Menn eru, eins og alltaf, að reyna semja og komast að samkomulagi. Í lokin náðum við samkomulagi sem við erum sáttir við. Við höldum svo áfram veginn og erum þakklát Víkingum fyrir að leyfa okkur að fá Arnar til liðs við landsliðið. Ég held að þeir séu líka stoltir af því. Arnar hefur gert vel fyrir Víking Reykjavík og við óskum bara félaginu góðs gengis áfram.“ Á hvaða forsendum verður árangur Arnars í starfi svo metinn í framhaldinu? „Við eru náttúrulega í þeim ágæta bransa að við þurfum úrslit. Úrslit breyta öllu. Arnar gerir sér alveg grein fyrir því og hefur gert það hingað til á sínum ferli í fótboltanum. Við þurfum líka að horfa til þess að við erum að búa til lið og liðsheild. Ná fram því besta úr þeim leikmönnum sem standa okkur til boða og gera þá betri. Ég hef trú á því að Arnar geti náð því. Ég vænti mikils af honum.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19 Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
„Bara mjög ánægjulegt. Við erum mjög ánægð með að þetta sé komið í höfn. Við horfum björtum augum fram veginn,“ segir Þorvaldur. Klippa: Akkúrat það sem KSÍ leitaði eftir Hvaða eiginleikum er Arnar gæddur sem gera hann góðan kost í þetta starf? „Ef við horfum á tíma hans hjá Víkingi Reykjavík þá sjáum við hvernig hann hefur tekið utan um leikmannahóp sinn, eldri sem og yngri leikmenn og náð úrslitum. Hvernig hann hefur fengið fólk í lið með sér, bæði stuðningsmenn Víkings sem og aðdáendur aðra. Mér finnst það vera til fyrirmyndar og hann hefur heldur betur náð árangri líka. Hann er akkúrat það sem við vorum að leita eftir.“ Svo býr Arnar að landsliðsferli sem leikmaður, þekkir landsliðsumhverfið. „Það hjálpar alltaf. Er kostur. Hann þekkir það á sama tíma hvernig er að vera inn á vellinum, veit hvernig menn hugsa. Það er allavegana ekki verra fyrir hann að hafa þessa reynslu á bakinu.“ En var Arnar efsti kostur á blaði KSÍ? „Það má orða þetta fyrst þannig að þessir þrír þjálfara sem að við ræddum við höfðu allir eiginleika og kosti sem eru þess eðlis að ég myndi treysta þeim öllum fullkomlega fyrir þessu starfi. Alveg eitt hundrað prósent. Við vorum virkilega heppin, ég og stjórn KSÍ, að hafa náð að tala við svo góða einstaklinga. Þetta æxlaðist þannig að Freyr endaði á því að taka við Brann, frábært fyrir hann og við erum mjög stolt af því líka Íslendingar að við séum með þjálfara í efstu deild Noregs. Hann á svo sannarlega eftir að standa sig vel þar. Arnar er sá kostur sem við völdum í lokin, við ákváðum að ganga til samninga við hann og náðum góðum samningum þar. Við erum mjög sátt við það.“ KSÍ samdi við Arnar en þurfti svo að landa samkomulagi við Víking Reykjavík til þess að losa Arnar undan samningi hans í Fossvoginum. Þær viðræður gengu að sögn Þorvalds ljómandi vel. „Menn eru, eins og alltaf, að reyna semja og komast að samkomulagi. Í lokin náðum við samkomulagi sem við erum sáttir við. Við höldum svo áfram veginn og erum þakklát Víkingum fyrir að leyfa okkur að fá Arnar til liðs við landsliðið. Ég held að þeir séu líka stoltir af því. Arnar hefur gert vel fyrir Víking Reykjavík og við óskum bara félaginu góðs gengis áfram.“ Á hvaða forsendum verður árangur Arnars í starfi svo metinn í framhaldinu? „Við eru náttúrulega í þeim ágæta bransa að við þurfum úrslit. Úrslit breyta öllu. Arnar gerir sér alveg grein fyrir því og hefur gert það hingað til á sínum ferli í fótboltanum. Við þurfum líka að horfa til þess að við erum að búa til lið og liðsheild. Ná fram því besta úr þeim leikmönnum sem standa okkur til boða og gera þá betri. Ég hef trú á því að Arnar geti náð því. Ég vænti mikils af honum.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55 Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19 Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
„Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur. 16. janúar 2025 14:55
Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Nýr landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Gunnlaugsson, mun ekki halda Sölva Geir Ottesen í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann raunar rak Sölva úr teyminu í beinni útsendingu. 16. janúar 2025 14:19
Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 16. janúar 2025 14:35
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti