Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 12:01 Mike Johnson, þingforseti, vísaði til „áhyggja frá Mar a Lago“ þegar hann tilkynnti Mike Turner þá ákvörðun sína að reka hann úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildarinnar. AP/Mark Schiefelbein Mike Johnson, þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkþings og leiðtogi Repúblikanaflokksins þar, vísaði í gær þingmanninum Michael R. Turner úr embætti formanns leyniþjónustumálanefndar þingsins. Það mun Johnson hafa gert að beiðni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Turner, sem skipaður var í embættið af Kevin McCarthy, forvera Johnson, hefur verið dyggur stuðningsmaður Úkraínumanna og hefur hann gagnrýnt aðra Repúblikana sem hafa verið andvígir hernaðaraðstoð Bandaríkjanna handa Úkraínumönnum. Þá gerði Turner marga Trump-liða reiða í fyrra þegar hann studdi framlengingu eftirlitsheimilda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Politico segir að Trump og helstu bandamenn hans hafi um nokkuð skeið þrýst á Johnson að reka Turner úr embætti. Þá sagði Turnar sjálfur við fréttakonu CBS News í gærkvöldi að þegar Johnson tilkynnti honum ákvörðunina hefði hann vísað til „áhyggja frá Mar a Lago“, heimili Trumps í Flórída. Mike Turner, fyrrverandi formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/Mariam Zuhaib Johnson sagði við blaðamenn í gærkvöldi að ákvörðunin hefði ekki verið Trumps, heldur hans eigin. Sagði hann Turner hafa staðið sig vel á erfiðum tímum en þörf væri á breytingum í nefndinni mikilvægu. Hver tekur við Turner liggur ekki fyrir að svo stöddu. Johnson segist ætla að tilkynna það í dag. I’m very proud to have served on the House Intelligence Committee and as its chairman. There are great members on the Committee, and I’m honored to have served with them.Under my leadership, we restored the integrity of the Committee and returned its mission to its core focus…— US Rep. Mike Turner (@RepMikeTurner) January 16, 2025 Ákvörðun Johnson er sögð hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins í opna skjöldu. Þar á meðal munu vera nokkrir þingmenn í leyniþjónustumálanefndinni. Í fyrra skipaði Johnson þá Scott Perry og Ronny Jackson í nefndina en báðir hafa lengi verið dyggir stuðningsmenn Trumps og eru meðal þeirra þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa neitað að viðurkenna ósigur Trumps í forsetakosningunum 2020. Washington Post hefur eftir Jim Himes, æðsta þingmanni Demókrataflokksins í nefndinni, að hann hafi miklar áhyggjur af því hver muni taka við af formannsembættinu af Turner. Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Repúblikanar eru 219 og Demókratar eru 215 en eitt sæti situr autt. Johnson má því varla við því að reita þingmenn sína til reiði. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11 Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30 Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13 Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Turner, sem skipaður var í embættið af Kevin McCarthy, forvera Johnson, hefur verið dyggur stuðningsmaður Úkraínumanna og hefur hann gagnrýnt aðra Repúblikana sem hafa verið andvígir hernaðaraðstoð Bandaríkjanna handa Úkraínumönnum. Þá gerði Turner marga Trump-liða reiða í fyrra þegar hann studdi framlengingu eftirlitsheimilda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Politico segir að Trump og helstu bandamenn hans hafi um nokkuð skeið þrýst á Johnson að reka Turner úr embætti. Þá sagði Turnar sjálfur við fréttakonu CBS News í gærkvöldi að þegar Johnson tilkynnti honum ákvörðunina hefði hann vísað til „áhyggja frá Mar a Lago“, heimili Trumps í Flórída. Mike Turner, fyrrverandi formaður leyniþjónustumálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/Mariam Zuhaib Johnson sagði við blaðamenn í gærkvöldi að ákvörðunin hefði ekki verið Trumps, heldur hans eigin. Sagði hann Turner hafa staðið sig vel á erfiðum tímum en þörf væri á breytingum í nefndinni mikilvægu. Hver tekur við Turner liggur ekki fyrir að svo stöddu. Johnson segist ætla að tilkynna það í dag. I’m very proud to have served on the House Intelligence Committee and as its chairman. There are great members on the Committee, and I’m honored to have served with them.Under my leadership, we restored the integrity of the Committee and returned its mission to its core focus…— US Rep. Mike Turner (@RepMikeTurner) January 16, 2025 Ákvörðun Johnson er sögð hafa komið mörgum þingmönnum Repúblikanaflokksins í opna skjöldu. Þar á meðal munu vera nokkrir þingmenn í leyniþjónustumálanefndinni. Í fyrra skipaði Johnson þá Scott Perry og Ronny Jackson í nefndina en báðir hafa lengi verið dyggir stuðningsmenn Trumps og eru meðal þeirra þingmanna Repúblikanaflokksins sem hafa neitað að viðurkenna ósigur Trumps í forsetakosningunum 2020. Washington Post hefur eftir Jim Himes, æðsta þingmanni Demókrataflokksins í nefndinni, að hann hafi miklar áhyggjur af því hver muni taka við af formannsembættinu af Turner. Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni er mjög lítill. Repúblikanar eru 219 og Demókratar eru 215 en eitt sæti situr autt. Johnson má því varla við því að reita þingmenn sína til reiði.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11 Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30 Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13 Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Mike Johnson var endurkjörinn þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær með naumum meirihluta. 4. janúar 2025 09:11
Trump kemur Johnson til bjargar Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. 30. desember 2024 22:30
Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Bandarískir þingmenn á báðum deildum þingsins samþykktu í gærkvöldi bráðabirgðafjárlög eftir miklar deilur. Frumvarpið hefur verið sent til Hvíta hússins til undirritunar og er fastlega búist við því að Joe Biden, forseti, muni skrifa undir það. 21. desember 2024 08:13
Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings höfnuðu í gær nýju bráðabirgða fjárlagafrumvarpi sem Donald Trump, verðandi forseti, hafði lýst yfir stuðningi við. Takist ekki að semja nýtt frumvarp í dag og fá það samþykkt í bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni verður rekstur alríkisins í Bandaríkjunum stöðvaður á laugardagsmorgun. 20. desember 2024 09:51