Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Lovísa Arnardóttir skrifar 15. janúar 2025 23:31 Jóhann Páll á von á því að dómnum verði áfrýjað. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir starfsfólk ráðuneytisins rýna dóm héraðsdóms frá því fyrr í dag þar sem starfsleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi. Dómurinn sé um 109 blaðsíður og hann geti því ekki verið með miklar yfirlýsingar fyrr en hann er búinn að lesa betur yfir hann. Hann segir líklegt að málinu verði áfrýjað. „Við erum að skoða næstu skref og þau verða skoðuð í samráði við ríkislögmann,“ segir Jóhann Páll en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðrar stofnanir eins og Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun séu sömuleiðis að fara yfir dóminn. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfi Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. „Þetta auðvitað setur strik í reikninginn og er áhyggjuefni,“ segir Jóhann Páll en að túlkun héraðsdóms endurspegli lagaumhverfið þegar komi að orkunýtingu eins og hún er í dag. Hann segir nýja ríkisstjórn með áform um að breyta leyfisveitingaferlinu vegna nýrra virkjanna til að tryggja aukna skilvirkni. Þá eigi að skýra betur ferli og samspil ýmissa lagabálka og vatnastjórnunarlög séu ekki undanskilin. Skiptir máli að rýna málið vel „Auðvitað bregður manni mjög þegar þessi dómur er kveðinn upp,“ segir Jóhann Páll. Hvammsvirkjun sé eitt af þeim stóru verkefnum sem séu langt komin í undirbúningi eftir margra ára bið og undirbúning. Það skipti miklu máli hvernig sé brugðist við en það þurfi að gera það af ábyrgð. Það séu loftslagsmarkmið í húfi og raforkuöryggi og það skipti máli að þetta verði rýnt vel. Hann segir ný lög í vinnslu í ráðuneytinu. Það hafi verið búið að leggja grunn að því en það sé aðeins verið að bæta. Hann sér fram á að leggja fram í mars svo hægt sé að lögfesta breytingar á vorþingi. Sömuleiðis skipti máli að ná inn nýrri rammaáætlun og það verði lagt fram á fyrsta degi þingsins. Slá ekki af kröfum um hverfismat og samráð Jóhann Páll segir ekki eiga að slá af kröfum um nákvæmt umhverfismat og þétt samráð við almenning þó svo að stjórnvöld sjái fyrir sér að vinna þessi mál hratt. „Þarna eru mikil sóknarfæri. Lagabálkarnir sem um þetta gilda hafa þróast með tímanum og það ætlaði sér enginn að hafa þetta svona flókið og þunglamalegt. Það hefur bara gerst með tímanum án þess að undið hafi verið ofan af því. Það eru mjög mikil tækifæri til að skýra ferlana án þess að gefa afslátt af eðlilegum kröfum um umhverfismat og samráð við fólkið í landinu. Þetta er mikil jafnvægislist á milli orkunýtingar og náttúruverndar og ég tek mitt hlutverk mjög alvarlega,“ segir Jóhann Páll. Jóhann Páll ræddi stuttlega virkjun í Seyðisfirði í viðtalinu. Hann segir málið í ferli og það alveg skýrt að það þurfi að koma skýru ferli í gang fyrir sjókvíaeldi. Þessar framkvæmdir þurfi að vera í sátt við íbúa og málið sé í skoðun. Það eigi að setja skýrari lagaramma,“ segir hann og að ný ríkisstjórn stefni á að setja nýjan og betri ramma um sjókvíaeldi og það þurfi þangað til að horfa gagnrýnum augum á það sem gerist þangað til. Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. 14. janúar 2025 10:24 Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57 Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. 27. nóvember 2024 21:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Við erum að skoða næstu skref og þau verða skoðuð í samráði við ríkislögmann,“ segir Jóhann Páll en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðrar stofnanir eins og Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun séu sömuleiðis að fara yfir dóminn. Samandregnar niðurstöður dómsins eru þær að hafna kröfu um ógildingu leyfi Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjunar en ógilda heimild Umhverfisstofnunar til breytingar á vatnshlotinu Þjórsá1, frá 9. apríl 2024, vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun og ákvörðun Orkustofnunar 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Þá voru íslenska ríkið og Landsvirkjun dæmd til að greiða stefnendum óskipt alls 3,6 milljónir króna í málskostnað. „Þetta auðvitað setur strik í reikninginn og er áhyggjuefni,“ segir Jóhann Páll en að túlkun héraðsdóms endurspegli lagaumhverfið þegar komi að orkunýtingu eins og hún er í dag. Hann segir nýja ríkisstjórn með áform um að breyta leyfisveitingaferlinu vegna nýrra virkjanna til að tryggja aukna skilvirkni. Þá eigi að skýra betur ferli og samspil ýmissa lagabálka og vatnastjórnunarlög séu ekki undanskilin. Skiptir máli að rýna málið vel „Auðvitað bregður manni mjög þegar þessi dómur er kveðinn upp,“ segir Jóhann Páll. Hvammsvirkjun sé eitt af þeim stóru verkefnum sem séu langt komin í undirbúningi eftir margra ára bið og undirbúning. Það skipti miklu máli hvernig sé brugðist við en það þurfi að gera það af ábyrgð. Það séu loftslagsmarkmið í húfi og raforkuöryggi og það skipti máli að þetta verði rýnt vel. Hann segir ný lög í vinnslu í ráðuneytinu. Það hafi verið búið að leggja grunn að því en það sé aðeins verið að bæta. Hann sér fram á að leggja fram í mars svo hægt sé að lögfesta breytingar á vorþingi. Sömuleiðis skipti máli að ná inn nýrri rammaáætlun og það verði lagt fram á fyrsta degi þingsins. Slá ekki af kröfum um hverfismat og samráð Jóhann Páll segir ekki eiga að slá af kröfum um nákvæmt umhverfismat og þétt samráð við almenning þó svo að stjórnvöld sjái fyrir sér að vinna þessi mál hratt. „Þarna eru mikil sóknarfæri. Lagabálkarnir sem um þetta gilda hafa þróast með tímanum og það ætlaði sér enginn að hafa þetta svona flókið og þunglamalegt. Það hefur bara gerst með tímanum án þess að undið hafi verið ofan af því. Það eru mjög mikil tækifæri til að skýra ferlana án þess að gefa afslátt af eðlilegum kröfum um umhverfismat og samráð við fólkið í landinu. Þetta er mikil jafnvægislist á milli orkunýtingar og náttúruverndar og ég tek mitt hlutverk mjög alvarlega,“ segir Jóhann Páll. Jóhann Páll ræddi stuttlega virkjun í Seyðisfirði í viðtalinu. Hann segir málið í ferli og það alveg skýrt að það þurfi að koma skýru ferli í gang fyrir sjókvíaeldi. Þessar framkvæmdir þurfi að vera í sátt við íbúa og málið sé í skoðun. Það eigi að setja skýrari lagaramma,“ segir hann og að ný ríkisstjórn stefni á að setja nýjan og betri ramma um sjókvíaeldi og það þurfi þangað til að horfa gagnrýnum augum á það sem gerist þangað til.
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. 14. janúar 2025 10:24 Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07 Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57 Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. 27. nóvember 2024 21:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsrækt World Class í Laugum rýmd vegna eldsvoða Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. 14. janúar 2025 10:24
Hagsmunir stóriðjunnar að hræða þjóðina með orkuskorti Samtök iðnaðarins segja að lausnin við hækkandi raforkuverði heimilanna skýr: auka þurfi framboð á orku með frekari virkjanaframkvæmdum en Landvernd segir málið ekki vera svo einfalt. Framkvæmdastjórar samtakanna tveggja tókust á um orkumálin í Sprengisandi í dag. 15. desember 2024 13:07
Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Landsvirkjun og Fossvélar ehf. á Selfossi hafa samið um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar. Fossvélar munu meðal annars leggja veg að væntanlegu stöðvarhúsi og undirbúa plan undir vinnubúðir. Í þessum verkum felst upphaf eiginlegra virkjunarframkvæmda á svæðinu, en öll leyfi voru í höfn í lok október. 29. nóvember 2024 12:57
Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. 27. nóvember 2024 21:21
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent