Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2025 10:24 Guðlaugur Þór Þórðarson var orkuráðherra á síðasta kjörtímabili. Hann er ekki sáttur við pillu eftirmanns síns um að hversu skammt vinna við einföldun leyfisveitingaferlis fyrir virkjanir hafi verið komin við stjórnarskiptin í desember. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. Jóhann Páll boðaði að hann ætlaði að leggja fram nýja rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta á hverju þingi á kjörtímabilinu í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Furðaði hann sig á því hversu skammt Guðlaugur Þór Þórðarson, forveri sinn í embætti, hefði verið á veg kominn með að einfalda leyfisveitingaferli sem hann sagði þunglamalegt og flókið. Sjálfur hefði hann nú hraðað þeirri vinnu mikið. Fyrirætlanir Jóhanns Páls um að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi væru afturför að mati Guðlaugs Þórs sem svaraði fyrir sig í sama þætti í morgun. Tvær rammaáætlanir væru tilbúnar í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og sú þriðja yrði tilbúin í vor. „Ef hann ætlar bara að leggja fram ramma á hverju þingi þá er hann að tefja ferlið. Það er alveg ljóst. Þinginu er ekkert að vanbúnaði að fá rammann til sín og taka afstöðu til þess,“ sagði Guðlaugur Þór sem lýsti áhyggjum af því að nýi ráðherrann ætlaði ekki að leggja fram tilbúin frumvörp sem ráðuneytið hefði lagt mikla vinnu í. Greiddu ekki atkvæði með því að rjúfa kyrrstöðu Sakaði Guðlaugur Þór ríkisstjórnarflokkana um hræðilega sögu í orkumálum. Þeir hefðu til að mynda ekki greitt atkvæði með rammaáætlun sem var samþykkt á Alþingi árið 2022. „Ef allir hefðu greitt atkvæði eins og stjórnarflokkarnir þá værum við ekki að byggja Hvammsvirkjun og við værum ekki að byggja Búrfellslund og það væri ekki búið að rjúfa þessa kyrrstöðu sem var gert á síðasta kjörtímabili í orkumálum,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfur sagðist Guðlaugur Þór hafa einfaldað regluverk þannig að virkjunaraðilar geti nú stækkað virkjanir sínar án þess að þurfa að fara í gegnum rammaáætlunarferlið. Jóhann Páll væri nú einnig í þeirri öfundsverðu stöðu að vera kominn með sameinaðar Orku- og Umhverfisstofnanir sem væru grunnur að því að einfalda stjórnsýsluna. „Aðalatriðið er framtíðin og nútíðin. Það dugar ekki að segja: ég ætla að setja kraft í orkumálinn og setja ekki fram ramma sem er tilbúinn,“ sagði hann. Spurður að því hvort að ekki væri eðlilegt að nýr ráðherra vildi setja mark sitt á mál frekar en að taka beint upp þau sem aðrir hefðu unnið sagði Guðlaugur Þór að hann hefði sjálfur nýtt sér rammaáætlun sem var tilbúin í ráðuneytinu þegar hann tók við því. „Átti ég að fresta málum um marga mánuði eða jafnvel ár af því að ég vildi eitthvað fikta í þessu. Ég setti þetta inn í þingið vegna þess að þetta snýst ekki um persónur,“ sagði Guðlaugur Þór. Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Jóhann Páll boðaði að hann ætlaði að leggja fram nýja rammaáætlun um verndun og nýtingu virkjunarkosta á hverju þingi á kjörtímabilinu í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gær. Furðaði hann sig á því hversu skammt Guðlaugur Þór Þórðarson, forveri sinn í embætti, hefði verið á veg kominn með að einfalda leyfisveitingaferli sem hann sagði þunglamalegt og flókið. Sjálfur hefði hann nú hraðað þeirri vinnu mikið. Fyrirætlanir Jóhanns Páls um að leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi væru afturför að mati Guðlaugs Þórs sem svaraði fyrir sig í sama þætti í morgun. Tvær rammaáætlanir væru tilbúnar í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu og sú þriðja yrði tilbúin í vor. „Ef hann ætlar bara að leggja fram ramma á hverju þingi þá er hann að tefja ferlið. Það er alveg ljóst. Þinginu er ekkert að vanbúnaði að fá rammann til sín og taka afstöðu til þess,“ sagði Guðlaugur Þór sem lýsti áhyggjum af því að nýi ráðherrann ætlaði ekki að leggja fram tilbúin frumvörp sem ráðuneytið hefði lagt mikla vinnu í. Greiddu ekki atkvæði með því að rjúfa kyrrstöðu Sakaði Guðlaugur Þór ríkisstjórnarflokkana um hræðilega sögu í orkumálum. Þeir hefðu til að mynda ekki greitt atkvæði með rammaáætlun sem var samþykkt á Alþingi árið 2022. „Ef allir hefðu greitt atkvæði eins og stjórnarflokkarnir þá værum við ekki að byggja Hvammsvirkjun og við værum ekki að byggja Búrfellslund og það væri ekki búið að rjúfa þessa kyrrstöðu sem var gert á síðasta kjörtímabili í orkumálum,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfur sagðist Guðlaugur Þór hafa einfaldað regluverk þannig að virkjunaraðilar geti nú stækkað virkjanir sínar án þess að þurfa að fara í gegnum rammaáætlunarferlið. Jóhann Páll væri nú einnig í þeirri öfundsverðu stöðu að vera kominn með sameinaðar Orku- og Umhverfisstofnanir sem væru grunnur að því að einfalda stjórnsýsluna. „Aðalatriðið er framtíðin og nútíðin. Það dugar ekki að segja: ég ætla að setja kraft í orkumálinn og setja ekki fram ramma sem er tilbúinn,“ sagði hann. Spurður að því hvort að ekki væri eðlilegt að nýr ráðherra vildi setja mark sitt á mál frekar en að taka beint upp þau sem aðrir hefðu unnið sagði Guðlaugur Þór að hann hefði sjálfur nýtt sér rammaáætlun sem var tilbúin í ráðuneytinu þegar hann tók við því. „Átti ég að fresta málum um marga mánuði eða jafnvel ár af því að ég vildi eitthvað fikta í þessu. Ég setti þetta inn í þingið vegna þess að þetta snýst ekki um persónur,“ sagði Guðlaugur Þór.
Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Loftslagsmál Skipulag Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira