Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. janúar 2025 16:10 Emma Alessandra fer í nauðsynlega aðgerð þann 10. febrúar til að losna við málmplötu sem fest var við mjöðm hennar vegna mjaðmaliðhlaups. Brottvísun hinnar venesúelönsku Emmu, þriggja ára stúlku sem þarf að fara í nauðsynlega aðgerð vegna mjaðmaliðhlaups, og fjölskyldu hennar hefur verið frestað þangað til hún er búin í aðgerðinni. Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. Hún hafði farið, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Fjarlægja átti málmplötuna í aðgerð 10. febrúar næstkomandi en horfði fram á að vera vísað úr landi áður en hún kæmist í hana. Fjölskyldan hafði sýnt samstarfsvilja og sótt um aðstoð við sjálfviljuga heimför en báðu um að fá að fresta heimför þar til aðgerðin væri yfirstaðin. Útlendingastofnun féllst ekki á það og var beiðninni hafnað endanlega í gær, 14. janúar. Beiðni um frestun samþykkt Nú degi síðar hefur orðið vending í málinu, fjölskyldunni barst bréf upp úr 15 í dag þess efnis að brottvísuninni yrði frestað fram yfir aðgerðina. Beiðni um frestunina er samþykkt á grundvelli framlags læknisvottorðs. Emma glímir við mjaðmaliðhlaup og þarf að fara í tvær aðgerðir vegna þess. „Ég fékk nýtt vottorð í dag frá lækninum sem hefur verið að sinna stelpunni, framkvæmdi aðgerðina og kemur til með framkvæma næstu aðgerð. Eftir að það barst sendi ég inn nýja beiðni um frestun á þessu og það var samþykkt,“ segir Jón Sigurðsson, lögmaður hjá Landlögmönnum „Þau vísa í þetta vottorð þannig það skiptir greinilega máli,“ segir hann. Er einhver dagsetning á brottvísuninni? „Það er ekki skýrt. En mér finnst mega ætla það út frá þessu svari að það sé miðað við þessa aðgerð og væntanlega einhverja eftirfylgni. Hún verður ekki send úr landi nýbúin úr aðgerð. Við erum að tala um einhvern tímann eftir 10. febrúar,“ segir Jón. „Eins og staðan er núna þá er fjölskyldan glöð að komast í þessa aðgerð og fókusinn er á því,“ segir Jón spurður út í næstu skref í málinu. Venesúela Innflytjendamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fjölskyldan, sem er frá Venesúela, fékk upphaflega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember. Þá sótti Jón Sigurðsson, lögmaður fjölskyldunnar, um leyfi frá Útlendingastofnun fyrir því að fjölskyldan fengi að dvelja á landinu þar til Emma kæmist í nauðsynlega skurðaðgerð. Hún hafði farið, að ráði íslenskra lækna, í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið fyrir. Fjarlægja átti málmplötuna í aðgerð 10. febrúar næstkomandi en horfði fram á að vera vísað úr landi áður en hún kæmist í hana. Fjölskyldan hafði sýnt samstarfsvilja og sótt um aðstoð við sjálfviljuga heimför en báðu um að fá að fresta heimför þar til aðgerðin væri yfirstaðin. Útlendingastofnun féllst ekki á það og var beiðninni hafnað endanlega í gær, 14. janúar. Beiðni um frestun samþykkt Nú degi síðar hefur orðið vending í málinu, fjölskyldunni barst bréf upp úr 15 í dag þess efnis að brottvísuninni yrði frestað fram yfir aðgerðina. Beiðni um frestunina er samþykkt á grundvelli framlags læknisvottorðs. Emma glímir við mjaðmaliðhlaup og þarf að fara í tvær aðgerðir vegna þess. „Ég fékk nýtt vottorð í dag frá lækninum sem hefur verið að sinna stelpunni, framkvæmdi aðgerðina og kemur til með framkvæma næstu aðgerð. Eftir að það barst sendi ég inn nýja beiðni um frestun á þessu og það var samþykkt,“ segir Jón Sigurðsson, lögmaður hjá Landlögmönnum „Þau vísa í þetta vottorð þannig það skiptir greinilega máli,“ segir hann. Er einhver dagsetning á brottvísuninni? „Það er ekki skýrt. En mér finnst mega ætla það út frá þessu svari að það sé miðað við þessa aðgerð og væntanlega einhverja eftirfylgni. Hún verður ekki send úr landi nýbúin úr aðgerð. Við erum að tala um einhvern tímann eftir 10. febrúar,“ segir Jón. „Eins og staðan er núna þá er fjölskyldan glöð að komast í þessa aðgerð og fókusinn er á því,“ segir Jón spurður út í næstu skref í málinu.
Venesúela Innflytjendamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent