Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 19:41 Einstaklingur sem þóttist vera Brad Pitt fékk konu til að greiða sér tugi milljóna króna. Getty/gilbert flores Fjársvikar þóttist vera Brad Pitt í rúmlega ár til að svíkja konu um tugi milljóna. Konan hélt að hún væri að greiða fyrir krabbameinsmeðferð leikarans. Viðtal við hana hefur fengið mikla neikvæða athygli á netinu. Anne, 53 ára franskur innanhúshönnuður, hafði átt í samskiptum við aðila sem þóttist vera Pitt í um eitt og hálft ár. Þau byrjuðu fyrst að tala saman eftir að einstaklingur sem þóttist vera móðir leikarans hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Hún átti að hafa sagt Anne hvað þau myndu passa vel saman sem par. Eftir að hafa átt í samskiptum við móðurina hafði aðili sem þóttist vera Brad Pitt haft samband við hana á samfélagsmiðlinum. Einstaklingurinn notaði falska aðganga á samfélagsmiðlum og ljósmyndir búnar til af gervigreind. „Ég spyr mig af hverju þau völdu að valda svona skaða,“ sagði Anne í viðtali en greint er frá á fjölmiðlinum France24. „Ég hef aldrei skaðað neinn. Þessi einstaklingar eiga heima í helvíti.“ Aðilinn sem þóttist vera Pitt bað hana síðan um fjárhagsaðstoð þar sem að hann væri kominn með krabbamein í nýra. Hann hefði ekki aðgang að bankareikningnum sínum þar sem hann hafði verið fyrstur út af skilnaði sínum við Angelina Jolie. Anne trúði því að þau væru ástfangin og greiddi því fjársvikaranum rúmlega 120 milljónir íslenskra króna til að borga fyrir meðferðina. Það var ekki fyrr en hún sá ljósmynd af Brad Pitt og maka hans Ines de Ramon að hún gerði sér grein fyrir því að um fjársvik væri að ræða. Mikið af neikvæðum athugasemdum Anne fór í viðtal vegna málsins sem uppskar mikla neikvæða umfjöllun á netinu. Margir gerðu grín af henni en sem dæmi birti samfélagsmiðlareikningur Netflix í Frakklandi auglýsingu þar sem stóð „fjórar kvikmyndir til að sjá með Brad Pitt (í alvörunni) frítt.“ Aðrir hafa gagnrýnt TF1 sem tóku og birtu viðtalið fyrir að vernda ekki einstakling sem gerði sér ef til vill ekki grein fyrir afleiðingum þess að veita viðtal. Fram kom að á þeim tíma sem viðtalið var tekið hafi Anne verið með mjög þunglynd. Frakkland Samfélagsmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Anne, 53 ára franskur innanhúshönnuður, hafði átt í samskiptum við aðila sem þóttist vera Pitt í um eitt og hálft ár. Þau byrjuðu fyrst að tala saman eftir að einstaklingur sem þóttist vera móðir leikarans hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Hún átti að hafa sagt Anne hvað þau myndu passa vel saman sem par. Eftir að hafa átt í samskiptum við móðurina hafði aðili sem þóttist vera Brad Pitt haft samband við hana á samfélagsmiðlinum. Einstaklingurinn notaði falska aðganga á samfélagsmiðlum og ljósmyndir búnar til af gervigreind. „Ég spyr mig af hverju þau völdu að valda svona skaða,“ sagði Anne í viðtali en greint er frá á fjölmiðlinum France24. „Ég hef aldrei skaðað neinn. Þessi einstaklingar eiga heima í helvíti.“ Aðilinn sem þóttist vera Pitt bað hana síðan um fjárhagsaðstoð þar sem að hann væri kominn með krabbamein í nýra. Hann hefði ekki aðgang að bankareikningnum sínum þar sem hann hafði verið fyrstur út af skilnaði sínum við Angelina Jolie. Anne trúði því að þau væru ástfangin og greiddi því fjársvikaranum rúmlega 120 milljónir íslenskra króna til að borga fyrir meðferðina. Það var ekki fyrr en hún sá ljósmynd af Brad Pitt og maka hans Ines de Ramon að hún gerði sér grein fyrir því að um fjársvik væri að ræða. Mikið af neikvæðum athugasemdum Anne fór í viðtal vegna málsins sem uppskar mikla neikvæða umfjöllun á netinu. Margir gerðu grín af henni en sem dæmi birti samfélagsmiðlareikningur Netflix í Frakklandi auglýsingu þar sem stóð „fjórar kvikmyndir til að sjá með Brad Pitt (í alvörunni) frítt.“ Aðrir hafa gagnrýnt TF1 sem tóku og birtu viðtalið fyrir að vernda ekki einstakling sem gerði sér ef til vill ekki grein fyrir afleiðingum þess að veita viðtal. Fram kom að á þeim tíma sem viðtalið var tekið hafi Anne verið með mjög þunglynd.
Frakkland Samfélagsmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira