Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2025 12:56 Ólafur Þór segir embættið hreinlega ekki mega tjá sig um mál þegar þinghald er lokað. „Við eigum rosalega erfitt með að tjá okkur um mál þar sem um er að ræða lokað þinghald. En þetta var skoðað á sínum tíma og niðurstaðan var sú að það væri ekki líklegt til sakfellis.“ Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurður að því hvers vegna menn sem borin voru kennsl á í tengslum við mál Sigurjóns Ólafssonar, sem var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlega fatlaðri konu, voru ekki ákærðir. Sigurjón bauð fimm öðrum mönnum að brjóta gegn konunni, þar af fjórum sem lögreglu tókst að bera kennsl á. Enginn þeirra var ákærður og hafa menn krafist þess að ákæruvaldið svari fyrir þá ákvörðun. Samkvæmt dómnum í málinu var Sigurjón meðal annars fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni ítrekað á árunum 2016 til 2020 og hafa notfært sér það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum fötlunar sinnar. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjóni hafi mátt vera ljós aðstöðumunurinn sem var á milli þeirra en hann var að auki yfirmaður konunnar. Mennirnir sem um ræðir játuðu að hafa farið heim til konunnar og tekið þátt í kynlífi með henni og manninum en báru því allir við að hafa talið að það væri með hennar samþykki. Það liggur því beint við að spyrja hvort það sé það atriði sem stóð út af; að sanna að þeir hefðu gert sér grein fyrir aðstöðumuninum. Ekki síst með tilliti til þess að samkvæmt dómnum kom meðal annars fram í samskiptum milli Sigurjóns og mannanna að konan væri á valdi Sigurjóns. „Við getum ákveðið þetta hún [hlýðir]. Hún er 43 ára [...] Svo sagði ég henni ef þig langar að taka hana einn einhvern tímann þá yrði hún að gera það. Hún á bara að [hlýða]. [...] Já ég [ræð] henni og hvað hún gerir,“ segir Sigurjón við einn. „Hún [hlýðir] bara og gerir eins og ég segi,“ sagði hann við annan. Fréttastofa spurði Ólaf hvort ákvörðunina um að ákæra mennina ekki hefði eitthvað með það að gera að erfitt hefði verið að sanna að þeir hefðu mátt vita að kynlífið var gegn vilja konunnar. Ólafur sagði að til að svara þessu þyrfti hann að mega fara ofan í það sem kom fram í málinu. „Og það getum við ekki gert,“ segir hann. „Vandamálið er að við eigum svo erfitt með að tjá okkur um þetta.“ Hann ítrekar að þáttur mannanna hafi verið skoðaður ítarlega en niðurstaðan hafi verið sú að mál gegn þeim væru ekki líkleg til að leiða til sakfellingar. Héraðssaksóknari segir menn eðlilega bera málið saman við málið gegn Dominique Pelicot í Frakkland, sem var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu sinni og fengið aðra til þess að gera slíkt hið sama. Sigurjón og Pelicot eiga það til að mynda sameiginlegt að hafa notað internetið til að leita mennina uppi. „Stóri munurinn þar og á þessu máli er að þar var málsmeðferðin öll opinber, þannig að menn gátu alveg séð nákvæmlega hvernig sönnunarfærslunni var háttað og hvað kom fram í málinu,“ segir Ólafur. Gisele Pelicot, konan sem brotið var gegn, barðist hart fyrir því að þinghald yrði opið. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Mál Dominique Pelicot Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Þetta segir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurður að því hvers vegna menn sem borin voru kennsl á í tengslum við mál Sigurjóns Ólafssonar, sem var á dögunum dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlega fatlaðri konu, voru ekki ákærðir. Sigurjón bauð fimm öðrum mönnum að brjóta gegn konunni, þar af fjórum sem lögreglu tókst að bera kennsl á. Enginn þeirra var ákærður og hafa menn krafist þess að ákæruvaldið svari fyrir þá ákvörðun. Samkvæmt dómnum í málinu var Sigurjón meðal annars fundinn sekur um að hafa nauðgað konunni ítrekað á árunum 2016 til 2020 og hafa notfært sér það að hún hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum fötlunar sinnar. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að Sigurjóni hafi mátt vera ljós aðstöðumunurinn sem var á milli þeirra en hann var að auki yfirmaður konunnar. Mennirnir sem um ræðir játuðu að hafa farið heim til konunnar og tekið þátt í kynlífi með henni og manninum en báru því allir við að hafa talið að það væri með hennar samþykki. Það liggur því beint við að spyrja hvort það sé það atriði sem stóð út af; að sanna að þeir hefðu gert sér grein fyrir aðstöðumuninum. Ekki síst með tilliti til þess að samkvæmt dómnum kom meðal annars fram í samskiptum milli Sigurjóns og mannanna að konan væri á valdi Sigurjóns. „Við getum ákveðið þetta hún [hlýðir]. Hún er 43 ára [...] Svo sagði ég henni ef þig langar að taka hana einn einhvern tímann þá yrði hún að gera það. Hún á bara að [hlýða]. [...] Já ég [ræð] henni og hvað hún gerir,“ segir Sigurjón við einn. „Hún [hlýðir] bara og gerir eins og ég segi,“ sagði hann við annan. Fréttastofa spurði Ólaf hvort ákvörðunina um að ákæra mennina ekki hefði eitthvað með það að gera að erfitt hefði verið að sanna að þeir hefðu mátt vita að kynlífið var gegn vilja konunnar. Ólafur sagði að til að svara þessu þyrfti hann að mega fara ofan í það sem kom fram í málinu. „Og það getum við ekki gert,“ segir hann. „Vandamálið er að við eigum svo erfitt með að tjá okkur um þetta.“ Hann ítrekar að þáttur mannanna hafi verið skoðaður ítarlega en niðurstaðan hafi verið sú að mál gegn þeim væru ekki líkleg til að leiða til sakfellingar. Héraðssaksóknari segir menn eðlilega bera málið saman við málið gegn Dominique Pelicot í Frakkland, sem var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu sinni og fengið aðra til þess að gera slíkt hið sama. Sigurjón og Pelicot eiga það til að mynda sameiginlegt að hafa notað internetið til að leita mennina uppi. „Stóri munurinn þar og á þessu máli er að þar var málsmeðferðin öll opinber, þannig að menn gátu alveg séð nákvæmlega hvernig sönnunarfærslunni var háttað og hvað kom fram í málinu,“ segir Ólafur. Gisele Pelicot, konan sem brotið var gegn, barðist hart fyrir því að þinghald yrði opið.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Dómstólar Dómsmál Mál Dominique Pelicot Tengdar fréttir Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra. 10. janúar 2025 18:12