Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2025 13:05 Með kyngreinda sæðinu er hægt að vera um 90% viss um hvort kýrin ber kvígu eða nauti, allt eftir því hvaða sæði kúabóndinn ákveður að nota hverju sinni í kýrnar sínar. Hvort kýrnar séu hoppandi kátar með þessi nýju tíðindi skal ósagt látið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tilraun er nú að hefjast með notkun á kyngreindu sæði í fjósum landsins þar sem hægt verður að velja um hvort kvíga eða naut komi í heiminn með notkun sæðisins í kýrnar. Í síðasta mánuði var íslenskt nautasæði tekið til kyngreiningar á Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Kyngreint var sæði úr fimm íslenskum nautum og einu Angus-holdanauti. Kyngreinda sæðið verður notað í tilraun í fjósum landsins og er nú á leiðinni eða komið til frjótækna. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands og veit því allt um kyngreinda sæðið. „Þetta er tækni, sem hefur verið í þó nokkurn tíma þekkt erlendis en við erum loksins að taka í gagnið hér á landi núna að kyngreina nautasæði. Það þýðir það að þegar ég sæði kúnna með kyngreindu sæði þá get ég með svona sirka 90% vissu verið viss um hvort kynið kálfurinn verður. Það er stórmagnað að þetta skuli vera hægt,” segir Rafn. Rafn segir kúabændur sjá mikil sóknarfæri með kyngreinda sæðinu. „Sóknarfærin eru kannski að sæða bestu kýrnar sínar með kvígusæði þó það hljómi nú skringilega það orð, en ég meina bestu kýrnar þannig að maður fái kvígukálfa og það væri þá möguleiki að sæða lakari kýrnar með holdanautasæði Angus og fá þá afurðameiri kjötgripi,” segir Rafn. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann eins og aðrir kúabændur eru spenntur fyrir tilrauninni með kyngreinda sæðið.Aðsend Og eru kúabændur almennt jákvæðir fyrir þessu heldurðu? „Já, ég hef ekki hitt neinn, sem er neikvæður út í þetta enda veit ég ekki hvernig það er hægt.” Og hvenær byrjar þetta formlega, er þetta byrjað eða hvað? „Nei, við erum að fara af stað með ákveðin tilraunafasa. Sæðið er komið í kútana hjá frjótæknunum og vonandi í næstu viku verður farið að sæða kýrnar og svo á að meta árangurinn hvernig fanghlutfall verður, þannig að við erum að byrja á þessari tilraun,” segir Rafn Bergsson formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Frjótæknar landsins eiga nú að vera komnir með kyngreinda sæðið í kútana sína. Hér er Þorsteinn Ólafsson, frjótæknir að störfum fyrir nokkrum árum síðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Í síðasta mánuði var íslenskt nautasæði tekið til kyngreiningar á Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Kyngreint var sæði úr fimm íslenskum nautum og einu Angus-holdanauti. Kyngreinda sæðið verður notað í tilraun í fjósum landsins og er nú á leiðinni eða komið til frjótækna. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands og veit því allt um kyngreinda sæðið. „Þetta er tækni, sem hefur verið í þó nokkurn tíma þekkt erlendis en við erum loksins að taka í gagnið hér á landi núna að kyngreina nautasæði. Það þýðir það að þegar ég sæði kúnna með kyngreindu sæði þá get ég með svona sirka 90% vissu verið viss um hvort kynið kálfurinn verður. Það er stórmagnað að þetta skuli vera hægt,” segir Rafn. Rafn segir kúabændur sjá mikil sóknarfæri með kyngreinda sæðinu. „Sóknarfærin eru kannski að sæða bestu kýrnar sínar með kvígusæði þó það hljómi nú skringilega það orð, en ég meina bestu kýrnar þannig að maður fái kvígukálfa og það væri þá möguleiki að sæða lakari kýrnar með holdanautasæði Angus og fá þá afurðameiri kjötgripi,” segir Rafn. Rafn Bergsson kúabóndi á Stóru Hildisey í Austur Landeyjum er formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann eins og aðrir kúabændur eru spenntur fyrir tilrauninni með kyngreinda sæðið.Aðsend Og eru kúabændur almennt jákvæðir fyrir þessu heldurðu? „Já, ég hef ekki hitt neinn, sem er neikvæður út í þetta enda veit ég ekki hvernig það er hægt.” Og hvenær byrjar þetta formlega, er þetta byrjað eða hvað? „Nei, við erum að fara af stað með ákveðin tilraunafasa. Sæðið er komið í kútana hjá frjótæknunum og vonandi í næstu viku verður farið að sæða kýrnar og svo á að meta árangurinn hvernig fanghlutfall verður, þannig að við erum að byrja á þessari tilraun,” segir Rafn Bergsson formaður deildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands. Frjótæknar landsins eiga nú að vera komnir með kyngreinda sæðið í kútana sína. Hér er Þorsteinn Ólafsson, frjótæknir að störfum fyrir nokkrum árum síðan.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Landbúnaður Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira