„Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 12:05 Arnar Gunnlaugsson eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í dag. vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma. „Ég held að allir viti að KSÍ er að tala við ákveðna aðila og ég er einn af þeim,“ segir Arnar sem ásamt Frey Alexanderssyni hefur lengi þótt líklegastur til að verða næsti landsliðsþjálfari. Samkvæmt Fotbollskanalen í Svíþjóð kom Per-Mathias Högmo einnig til greina en hann er nú tekinn við Molde, og Freyr er einnig í viðræðum við norska félagið Brann. Víkingar gáfu í desember leyfi fyrir því að KSÍ ræddi við Arnar. „Þetta hefur haft aðeins lengri aðdraganda því ég er búinn að vera erlendis í fríi. Þannig að þessi fundur snerist bara um mína sýn og að heyra hvað þau hefðu að segja líka,“ segir Arnar. „Þetta var mjög góður fundur. Heiðarleg samskipti og menn fóru yfir ákveðin mál, og hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér. Í stuttu máli þá talaði ég um að ég hefði áhuga á þessu, og fannst líka mikilvægt að um leið og menn byrja að tala um framtíðina þá geri menn upp fortíðina líka, af heilindum. Horfist í augu við hvar landsliðið stendur í dag og hvað má mögulega bæta og gera betur,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar í viðtali eftir fund með KSÍ Arnar vildi ekki fara nákvæmlega út í sína sýn á landsliðið, að sinni, en ljóst er að hann sér mikil tækifæri hjá liðinu sem hefur verið án þjálfara eftir að Åge Hareide hætti í lok nóvember. „Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma. Það er rosalegt „potential“ í landsliðinu núna og sá aðili sem verður valinn þarf að hafa marga góða og sterka eiginleika. Ekki bara fótboltalega séð heldur líka fyrir utan völlinn. Ég skynja það að íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru að biðja um sterkt nafn til að leiða veginn áfram, þannig að ég held að stjórn KSÍ geri sér alveg grein fyrir sinni ábyrgð á að rétti aðilinn verði fyrir valinu. Það má ekki gera mistök núna, því það er svo mikið í húfi,“ segir Arnar. Mjög áhugasamur og vill virkja „gamla hunda“ Þrátt fyrir að vera í afar spennandi verkefni með Víkinga, sem komnir eru í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu og spila í því í febrúar, langar Arnar að taka við landsliðinu: „Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð, og mér finnst þeta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum,“ segir Arnar. Stjórn KSÍ hélt áfram að funda eftir að Arnar yfirgaf fundarherbergið á Nordica. Aðspurður um framhaldið svaraði þjálfarinn: „Ætli stjórn KSÍ þurfi ekki að vega og meta hvernig þessi viðtöl gengu fyrir sig og svo velja þau bara sinn aðila. Hver sem verður fyrir valinu þá vonast ég til að það verði aðili sem skilur hversu stórt og mikið þetta verkefni verður.“ Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
„Ég held að allir viti að KSÍ er að tala við ákveðna aðila og ég er einn af þeim,“ segir Arnar sem ásamt Frey Alexanderssyni hefur lengi þótt líklegastur til að verða næsti landsliðsþjálfari. Samkvæmt Fotbollskanalen í Svíþjóð kom Per-Mathias Högmo einnig til greina en hann er nú tekinn við Molde, og Freyr er einnig í viðræðum við norska félagið Brann. Víkingar gáfu í desember leyfi fyrir því að KSÍ ræddi við Arnar. „Þetta hefur haft aðeins lengri aðdraganda því ég er búinn að vera erlendis í fríi. Þannig að þessi fundur snerist bara um mína sýn og að heyra hvað þau hefðu að segja líka,“ segir Arnar. „Þetta var mjög góður fundur. Heiðarleg samskipti og menn fóru yfir ákveðin mál, og hvernig þeir sæju framtíðina fyrir sér. Í stuttu máli þá talaði ég um að ég hefði áhuga á þessu, og fannst líka mikilvægt að um leið og menn byrja að tala um framtíðina þá geri menn upp fortíðina líka, af heilindum. Horfist í augu við hvar landsliðið stendur í dag og hvað má mögulega bæta og gera betur,“ segir Arnar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Arnar í viðtali eftir fund með KSÍ Arnar vildi ekki fara nákvæmlega út í sína sýn á landsliðið, að sinni, en ljóst er að hann sér mikil tækifæri hjá liðinu sem hefur verið án þjálfara eftir að Åge Hareide hætti í lok nóvember. „Hver sem verður valinn þá held ég að þetta sé mikilvægasta ráðning í íslenskum fótbolta í langan, langan tíma. Það er rosalegt „potential“ í landsliðinu núna og sá aðili sem verður valinn þarf að hafa marga góða og sterka eiginleika. Ekki bara fótboltalega séð heldur líka fyrir utan völlinn. Ég skynja það að íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru að biðja um sterkt nafn til að leiða veginn áfram, þannig að ég held að stjórn KSÍ geri sér alveg grein fyrir sinni ábyrgð á að rétti aðilinn verði fyrir valinu. Það má ekki gera mistök núna, því það er svo mikið í húfi,“ segir Arnar. Mjög áhugasamur og vill virkja „gamla hunda“ Þrátt fyrir að vera í afar spennandi verkefni með Víkinga, sem komnir eru í umspil um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu og spila í því í febrúar, langar Arnar að taka við landsliðinu: „Ég get ekki neitað því að ég er mjög áhugasamur. Þetta er mesti heiður sem íslenskur þjálfari getur fengið, að stjórna sinni þjóð, og mér finnst þeta virkilega spennandi starf á þessum tímapunkti, með þennan efnivið. Og eins og reynsla mín hjá Víkingum hefur sannað er líka skemmtilegt að virkja aftur ferla hjá gömlum hundum,“ segir Arnar. Stjórn KSÍ hélt áfram að funda eftir að Arnar yfirgaf fundarherbergið á Nordica. Aðspurður um framhaldið svaraði þjálfarinn: „Ætli stjórn KSÍ þurfi ekki að vega og meta hvernig þessi viðtöl gengu fyrir sig og svo velja þau bara sinn aðila. Hver sem verður fyrir valinu þá vonast ég til að það verði aðili sem skilur hversu stórt og mikið þetta verkefni verður.“
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36 Mest lesið Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Fótbolti Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna Fótbolti „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Fótbolti Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Emilie Hesseldal í Grindavík Körfubolti Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Fleiri fréttir Aston Villa leggur fram kvörtun vegna dómaravals gærdagsins Mo Salah jafnaði met tveggja goðsagna „Erfiðara og hægara að spila á ósléttum grasvöllum“ Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjá meira
Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Tveir af þremur þjálfurum sem helst hafa verið orðaðir við starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta gætu orðið keppinautar í Noregi á komandi tímabili. 9. janúar 2025 10:36