Arnar fundar með KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2025 10:58 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, gæti verið að taka við íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Brink Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, virðist færast sífellt nær því að verða kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta. Arnar var boðaður á fund með stjórn Knattspyrnusambands Íslands á Hilton Nordica í morgun og var áætlað að sá fundur stæði yfir til hádegis. Fram kom í síðasta mánuði að Víkingar hefðu veitt KSÍ leyfi til að ræða við Arnar sem er samningsbundinn félaginu. KSÍ hefur verið með þrjá þjálfara til skoðunar en auk Arnars hefur sambandið rætt við Frey Alexandersson sem nú þykir líklegur til að taka við norska félaginu Brann. Þá hefur Per-Mathias Högmo verið sagður hafa rætt við KSÍ en hann er að taka við Molde í Noregi. Arnar hefur verið þjálfari Víkings frá haustinu 2018 með afar farsælum árangri. Undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari 2021 og 2023, og bikarmeistari fjögur skipti í röð eða árin 2019, 2021, 2022 og 2023. Liðið varð í 2. sæti Bestu deildarinnar í haust og í 2. sæti Mjólkurbikarsins. Þá urðu Víkingar fyrstir íslenskra liða til að vinna leik í aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu, og gott betur en það því þeir eru komnir áfram í umspil um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Umspilsleikirnir, gegn Panathinaikos frá Grikklandi, fara fram 12. og 19. febrúar. Ljóst er að heimaleikur Víkings verður spilaður erlendis, sennilega í Danmörku. Næstu landsleikir Íslands, og þar með fyrstu mótsleikir arftaka Åge Hareide, eru umspilsleikirnir við Kósovó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn er í Kósovó 19. mars en sá seinni, heimaleikur Íslands, í Murcia á Spáni 22. mars vegna vallarmála á Íslandi. Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík KSÍ Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Sjá meira
Arnar var boðaður á fund með stjórn Knattspyrnusambands Íslands á Hilton Nordica í morgun og var áætlað að sá fundur stæði yfir til hádegis. Fram kom í síðasta mánuði að Víkingar hefðu veitt KSÍ leyfi til að ræða við Arnar sem er samningsbundinn félaginu. KSÍ hefur verið með þrjá þjálfara til skoðunar en auk Arnars hefur sambandið rætt við Frey Alexandersson sem nú þykir líklegur til að taka við norska félaginu Brann. Þá hefur Per-Mathias Högmo verið sagður hafa rætt við KSÍ en hann er að taka við Molde í Noregi. Arnar hefur verið þjálfari Víkings frá haustinu 2018 með afar farsælum árangri. Undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari 2021 og 2023, og bikarmeistari fjögur skipti í röð eða árin 2019, 2021, 2022 og 2023. Liðið varð í 2. sæti Bestu deildarinnar í haust og í 2. sæti Mjólkurbikarsins. Þá urðu Víkingar fyrstir íslenskra liða til að vinna leik í aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu, og gott betur en það því þeir eru komnir áfram í umspil um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Umspilsleikirnir, gegn Panathinaikos frá Grikklandi, fara fram 12. og 19. febrúar. Ljóst er að heimaleikur Víkings verður spilaður erlendis, sennilega í Danmörku. Næstu landsleikir Íslands, og þar með fyrstu mótsleikir arftaka Åge Hareide, eru umspilsleikirnir við Kósovó um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn er í Kósovó 19. mars en sá seinni, heimaleikur Íslands, í Murcia á Spáni 22. mars vegna vallarmála á Íslandi.
Landslið karla í fótbolta Víkingur Reykjavík KSÍ Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Sjá meira