Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2025 11:45 Finnur Oddsson er forstjóri Haga. Vísir/Vilhelm Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. Byggingin að Álfabakka 2, sem kölluð hefur verið „græna gímaldið“ hefur vakið talsverða athygli síðan hún reis, enda skyggir hún verulega á íbúðahús á næstu lóð. Húsið er í eigu félagsins Álfabakka 2 ehf., sem er í jafnri eigu Klettáss ehf. og Eignabyggðar ehf.. Hagar hafa samið um að taka húsið á leigu undir starfsemi Eldum rétt og Ferskra kjötvara. Í yfirlýsingu Finns Oddsonar, forstjóra Haga, fyrir hönd félagsins segir að Hagar hafi ekki tekið þátt í umræðu um Álfabakka 2 hingað til þar sem félagið sé hvorki eigandi byggingarinnar né hafi Hagar beina aðkomu að byggingu hússins. Leggi áherslu á að styðja við hverfi sem félagið starfar í Finnur segir að eftir því sem næst verði komist hafi eigendur Álfabakka 2 ehf. undirbúið framkvæmdir við Álfabakka 2 og byggt í fullu samráði við Reykjavíkurborg, fengið öll tilskilin leyfi og að öllu leyti farið eftir þeim fyrirmælum og kröfum sem gildandi skipulag og byggingarheimildir kveða á um. „Hagar og félög samstæðunnar leggja sérstaka áherslu á að styðja við þau hverfi og svæði sem þau starfa á. Þetta er m.a. gert með ábyrgum rekstri sem er fyrst og fremst í formi þjónustu, eins og aðgengi að hagkvæmum verslunarkostum, en einnig að gætt sé að starfsemi raski ekki hverfisbrag og daglegu lífi íbúa. Raunar er eitt af kjarnagildum Haga að leggja áherslu á í allri starfsemi að hafa jákvæð áhrif á samfélag og umhverfi.“ Þess vegna taki Hagar viðbrögðum íbúa á svæðinu og umfjöllun um nýtt atvinnuhúsnæði sem félagið hyggst taka á leigu af mikilli alvöru. Hagar hafi treyst því og gert kröfu um að eigendur hússins hafi í aðdraganda framkvæmdarinnar, og á meðan á henni hefur staðið, átt eðlilegt og gott samstarf við Reykjavíkurborg og ekki síður að Reykjavíkurborg hafi átt eðlilegt samráð við nágranna og aðra íbúa hverfisins. Þetta séu hin réttu hlutverk þeirra sem fara með skipulagsvald og framkvæmdaraðila. „Það er afleitt“ Af umfjöllun síðustu daga og vikna megi ráða að í undirbúningi þessarar framkvæmdar hafi orðið misbrestur á þessu samstarfi og ekki nægilega gætt að nágrönnum, nálægð bygginga eða starfsemi. „Það er afleitt.“ Hagar hafi lagt áherslu á að gagnsæi ríki um fyrirhugaða starfsemi í húsinu og gert skýra kröfu á byggingaraðila um að öll tilskilin leyfi fyrir starfsemi liggi fyrir. Hagar hafi meðal annars óskað sérstaklega eftir því að byggingaraðili fengi samþykki skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar fyrir starfsemi kjötvinnslu í húsnæðinu, enda væri það forsenda leigusamnings. Samþykkið hafi verið gefið út af skipulagsfulltrúa þann 10. janúar 2023. Sem væntanlegur leigutaki með atvinnurekstur í húsinu geri Hagar þá kröfu að þegar vandamál eins og þau sem fjallað hefur verið að undanförnu koma upp, verði hlutaðeigendur, það er skipulags- og byggingaryfirvöld og eigendur hússins, að leita lausna þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta geti vel við unað. Framkvæmdum hvergi nærri lokið Þá segir Finnur að í ljósi umræðu um stærð mannvirkisins og frágang lóðar megi benda á að samkvæmt gildandi deiliskipulagi hafi verið gert ráð fyrir að töluvert stærra hús yrði byggt á lóðinni, eða allt að 15 þúsund fermetra að flatarmáli ofanjarðar. Eigendur hússins hafi hins vegar kosið að byggja umtalsvert minna hús eða ríflega 11 þúsund fermetra. Ekki hafi fengist leyfi til að minnka nýtingarhlutfall lóðarinnar og því þurfi að greiða gjöld til Reykjavíkurborgar miðað við að byggingarheimildir væru fullnýttar, það er miðað við þriðjungi stærra mannvirki en byggt hefur verið. „Varðandi frágang lóðar þá er eðlilegt að eigendur húss vinni hann í góðri sátt og samstarfi við yfirvöld og nágranna. Vert er að nefna að þessum frágangi er ekki lokið, en Hagar vita til þess að fyrir liggja ítarlegar teikningar á skjólveggjum við lóðarmörk, gróðri og lóð umhverfis Álfabakka 2, unnar að beiðni skipulags- og byggingaryfirvalda í Reykjavík og samþykktar af þeim.“ Skipulagsmálin alvarlegt umhugsunarefni Finnur segir að borgarbúar, íbúar hverfa og atvinnurekendur eigi sjálfsagða kröfu um að vandað sé til ákvarðana um skipulagsmál, að hægt sé að treysta þeim til lengri tíma og að umræða um skipulag og framkvæmdir sé fagleg og byggð á staðreyndum. Atvinnurekendur eigi mikið undir að svo sé enda séu skipulagsmál gjarnan forsenda ákvarðana sem varða starfsemi fyrirtækja og krefjast verulegrar fjárfestingar og langs undirbúnings. Flutningur á starfsemi eins og til stendur hjá Högum sé dæmi um slíka ákvörðun, langan undirbúning, töluverða fjárfestingu og samningsbundnar skuldbindingar. „Í tengslum við málefni Álfabakka 2 og skipulag í Suður-Mjódd er það alvarlegt umhugsunarefni hvernig staðið hefur verið að skipulagsmálum og hvernig umræða um þau hefur oft og tíðum verið villandi eða efnislega röng. Slík umræða, m.a. af hálfu kjörinna fulltrúa, er ekki við hæfi, og sérstaklega ekki þegar hún verður til þess að skapa óvissu fyrir íbúa og óvissu um starfsemi fyrirtækja sem veita mikilvæga þjónustu, skapa fjölda starfa og skatttekjur fyrir ríki og sveitarfélag.“ Í besta falli óheppilegt Sem væntanlegur leigutaki eigi Hagar að geta treyst því að ferli í tengslum við skipulag og úthlutun byggingarleyfa til handa eigenda byggingar við Álfabakka 2 hafi verið unnið samkvæmt lögum og rétt afgreidd af stofnunum Reykjavíkurborgar. „Það telst í besta falli óheppilegt þegar yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eru verulega á skjön við skipulag eða heimildir sem borgin sjálf hefur veitt.“ Hagar hafi mikinn skilning á því að sambúð íbúðabyggðar og atvinnustarfsemi geti verið vandasöm, sérstaklega þar sem nálægð er töluverð eins og raun ber vitni í Álfabakkanum. Af hálfu Haga, innan þeirra marka sem hlutverk leigutaka setur, verði þess eins og alltaf sérstaklega gætt að starfsemi sé til fyrirmyndar, í góðri sátt við nánasta umhverfi og nágranna. „Við gerum ráð fyrir að forsendur til þess verði skapaðar af skipulagsyfirvöldum og eigendum byggingarinnar að Álfabakka 2.“ Vöruskemma við Álfabakka Hagar Skipulag Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur ljóst að borgarstjóri beri mikla ábyrgð vegna „græna gímaldsins“ við Álfabakka í Breiðholti. Ábyrgðin liggi mjög skýrt hjá borgarstjóra þar sem ákvarðanir um verkefnið hafi verið teknar á skrifstofu borgarstjóra þar sem hann er framkvæmdastjóri. Málið minni um margt á braggamálið en kunni að reynast borginni mun kostnaðarsamara ef til þess kemur að byggingin verði færð. 7. janúar 2025 08:49 Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Fleiri en þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista um að stöðva framkvæmdir við Álfabakka 2 á meðan farsæl lausn er fundin í málinu. Íbúar ætla að fjölmenna á borgarstjórnarfund á morgun til að kalla eftir aðgerðum. Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins í Árskógum 7, íbúðarhúsnæði Búseta við hlið Álfabakka 2, fór yfir kröfur íbúanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. janúar 2025 09:05 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Byggingin að Álfabakka 2, sem kölluð hefur verið „græna gímaldið“ hefur vakið talsverða athygli síðan hún reis, enda skyggir hún verulega á íbúðahús á næstu lóð. Húsið er í eigu félagsins Álfabakka 2 ehf., sem er í jafnri eigu Klettáss ehf. og Eignabyggðar ehf.. Hagar hafa samið um að taka húsið á leigu undir starfsemi Eldum rétt og Ferskra kjötvara. Í yfirlýsingu Finns Oddsonar, forstjóra Haga, fyrir hönd félagsins segir að Hagar hafi ekki tekið þátt í umræðu um Álfabakka 2 hingað til þar sem félagið sé hvorki eigandi byggingarinnar né hafi Hagar beina aðkomu að byggingu hússins. Leggi áherslu á að styðja við hverfi sem félagið starfar í Finnur segir að eftir því sem næst verði komist hafi eigendur Álfabakka 2 ehf. undirbúið framkvæmdir við Álfabakka 2 og byggt í fullu samráði við Reykjavíkurborg, fengið öll tilskilin leyfi og að öllu leyti farið eftir þeim fyrirmælum og kröfum sem gildandi skipulag og byggingarheimildir kveða á um. „Hagar og félög samstæðunnar leggja sérstaka áherslu á að styðja við þau hverfi og svæði sem þau starfa á. Þetta er m.a. gert með ábyrgum rekstri sem er fyrst og fremst í formi þjónustu, eins og aðgengi að hagkvæmum verslunarkostum, en einnig að gætt sé að starfsemi raski ekki hverfisbrag og daglegu lífi íbúa. Raunar er eitt af kjarnagildum Haga að leggja áherslu á í allri starfsemi að hafa jákvæð áhrif á samfélag og umhverfi.“ Þess vegna taki Hagar viðbrögðum íbúa á svæðinu og umfjöllun um nýtt atvinnuhúsnæði sem félagið hyggst taka á leigu af mikilli alvöru. Hagar hafi treyst því og gert kröfu um að eigendur hússins hafi í aðdraganda framkvæmdarinnar, og á meðan á henni hefur staðið, átt eðlilegt og gott samstarf við Reykjavíkurborg og ekki síður að Reykjavíkurborg hafi átt eðlilegt samráð við nágranna og aðra íbúa hverfisins. Þetta séu hin réttu hlutverk þeirra sem fara með skipulagsvald og framkvæmdaraðila. „Það er afleitt“ Af umfjöllun síðustu daga og vikna megi ráða að í undirbúningi þessarar framkvæmdar hafi orðið misbrestur á þessu samstarfi og ekki nægilega gætt að nágrönnum, nálægð bygginga eða starfsemi. „Það er afleitt.“ Hagar hafi lagt áherslu á að gagnsæi ríki um fyrirhugaða starfsemi í húsinu og gert skýra kröfu á byggingaraðila um að öll tilskilin leyfi fyrir starfsemi liggi fyrir. Hagar hafi meðal annars óskað sérstaklega eftir því að byggingaraðili fengi samþykki skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar fyrir starfsemi kjötvinnslu í húsnæðinu, enda væri það forsenda leigusamnings. Samþykkið hafi verið gefið út af skipulagsfulltrúa þann 10. janúar 2023. Sem væntanlegur leigutaki með atvinnurekstur í húsinu geri Hagar þá kröfu að þegar vandamál eins og þau sem fjallað hefur verið að undanförnu koma upp, verði hlutaðeigendur, það er skipulags- og byggingaryfirvöld og eigendur hússins, að leita lausna þannig að allir sem hagsmuna eiga að gæta geti vel við unað. Framkvæmdum hvergi nærri lokið Þá segir Finnur að í ljósi umræðu um stærð mannvirkisins og frágang lóðar megi benda á að samkvæmt gildandi deiliskipulagi hafi verið gert ráð fyrir að töluvert stærra hús yrði byggt á lóðinni, eða allt að 15 þúsund fermetra að flatarmáli ofanjarðar. Eigendur hússins hafi hins vegar kosið að byggja umtalsvert minna hús eða ríflega 11 þúsund fermetra. Ekki hafi fengist leyfi til að minnka nýtingarhlutfall lóðarinnar og því þurfi að greiða gjöld til Reykjavíkurborgar miðað við að byggingarheimildir væru fullnýttar, það er miðað við þriðjungi stærra mannvirki en byggt hefur verið. „Varðandi frágang lóðar þá er eðlilegt að eigendur húss vinni hann í góðri sátt og samstarfi við yfirvöld og nágranna. Vert er að nefna að þessum frágangi er ekki lokið, en Hagar vita til þess að fyrir liggja ítarlegar teikningar á skjólveggjum við lóðarmörk, gróðri og lóð umhverfis Álfabakka 2, unnar að beiðni skipulags- og byggingaryfirvalda í Reykjavík og samþykktar af þeim.“ Skipulagsmálin alvarlegt umhugsunarefni Finnur segir að borgarbúar, íbúar hverfa og atvinnurekendur eigi sjálfsagða kröfu um að vandað sé til ákvarðana um skipulagsmál, að hægt sé að treysta þeim til lengri tíma og að umræða um skipulag og framkvæmdir sé fagleg og byggð á staðreyndum. Atvinnurekendur eigi mikið undir að svo sé enda séu skipulagsmál gjarnan forsenda ákvarðana sem varða starfsemi fyrirtækja og krefjast verulegrar fjárfestingar og langs undirbúnings. Flutningur á starfsemi eins og til stendur hjá Högum sé dæmi um slíka ákvörðun, langan undirbúning, töluverða fjárfestingu og samningsbundnar skuldbindingar. „Í tengslum við málefni Álfabakka 2 og skipulag í Suður-Mjódd er það alvarlegt umhugsunarefni hvernig staðið hefur verið að skipulagsmálum og hvernig umræða um þau hefur oft og tíðum verið villandi eða efnislega röng. Slík umræða, m.a. af hálfu kjörinna fulltrúa, er ekki við hæfi, og sérstaklega ekki þegar hún verður til þess að skapa óvissu fyrir íbúa og óvissu um starfsemi fyrirtækja sem veita mikilvæga þjónustu, skapa fjölda starfa og skatttekjur fyrir ríki og sveitarfélag.“ Í besta falli óheppilegt Sem væntanlegur leigutaki eigi Hagar að geta treyst því að ferli í tengslum við skipulag og úthlutun byggingarleyfa til handa eigenda byggingar við Álfabakka 2 hafi verið unnið samkvæmt lögum og rétt afgreidd af stofnunum Reykjavíkurborgar. „Það telst í besta falli óheppilegt þegar yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eru verulega á skjön við skipulag eða heimildir sem borgin sjálf hefur veitt.“ Hagar hafi mikinn skilning á því að sambúð íbúðabyggðar og atvinnustarfsemi geti verið vandasöm, sérstaklega þar sem nálægð er töluverð eins og raun ber vitni í Álfabakkanum. Af hálfu Haga, innan þeirra marka sem hlutverk leigutaka setur, verði þess eins og alltaf sérstaklega gætt að starfsemi sé til fyrirmyndar, í góðri sátt við nánasta umhverfi og nágranna. „Við gerum ráð fyrir að forsendur til þess verði skapaðar af skipulagsyfirvöldum og eigendum byggingarinnar að Álfabakka 2.“
Vöruskemma við Álfabakka Hagar Skipulag Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur ljóst að borgarstjóri beri mikla ábyrgð vegna „græna gímaldsins“ við Álfabakka í Breiðholti. Ábyrgðin liggi mjög skýrt hjá borgarstjóra þar sem ákvarðanir um verkefnið hafi verið teknar á skrifstofu borgarstjóra þar sem hann er framkvæmdastjóri. Málið minni um margt á braggamálið en kunni að reynast borginni mun kostnaðarsamara ef til þess kemur að byggingin verði færð. 7. janúar 2025 08:49 Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Fleiri en þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista um að stöðva framkvæmdir við Álfabakka 2 á meðan farsæl lausn er fundin í málinu. Íbúar ætla að fjölmenna á borgarstjórnarfund á morgun til að kalla eftir aðgerðum. Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins í Árskógum 7, íbúðarhúsnæði Búseta við hlið Álfabakka 2, fór yfir kröfur íbúanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. janúar 2025 09:05 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
„Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur ljóst að borgarstjóri beri mikla ábyrgð vegna „græna gímaldsins“ við Álfabakka í Breiðholti. Ábyrgðin liggi mjög skýrt hjá borgarstjóra þar sem ákvarðanir um verkefnið hafi verið teknar á skrifstofu borgarstjóra þar sem hann er framkvæmdastjóri. Málið minni um margt á braggamálið en kunni að reynast borginni mun kostnaðarsamara ef til þess kemur að byggingin verði færð. 7. janúar 2025 08:49
Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Fleiri en þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista um að stöðva framkvæmdir við Álfabakka 2 á meðan farsæl lausn er fundin í málinu. Íbúar ætla að fjölmenna á borgarstjórnarfund á morgun til að kalla eftir aðgerðum. Kristján Hálfdánarson, formaður húsfélagsins í Árskógum 7, íbúðarhúsnæði Búseta við hlið Álfabakka 2, fór yfir kröfur íbúanna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 6. janúar 2025 09:05
„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. 13. desember 2024 06:53