Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2025 10:48 Í báðum tilvikum voru skjöl fölsuð til að koma köttunum inn og út úr landi. Getty/Chris Winsor Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi. Frá þessu er greint á vefsíðu Matvælastofnunar þar sem fjallað er um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð, matvælaframleiðslu og inn- og útfluningi gæludýra í nóvember og desember. Aðeins er um yfirlit að ræða og engar ítarupplýsingar veittar um málin. Einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu var kærður til lögreglu eftir að hann lagði fram falsað heilbrigðis- og upprunavottorð frá erlendum yfirvöldum við tilraun til innflutnings á ketti. Umsókninni var synjað. Þá var einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu kærður eftir að í ljós kom að hann hafði falsað nafn starfsmanns MAST og sjálfstætt starfandi dýralæknis á útflutningsskjölum vegna þriggja katta. Innflutningnum var hafnað í móttökuríkinu og kettirnir fluttir aftur til Íslands, þar sem þeir voru settir í einangrun. Á vefsíðunni er einnig fjallað mál hundaeiganda sem sótti um leyfi til að flytja hund sinn til Íslands en gerðist brotlegur með því að flytja hann í farþegarými flugvélarinnar, í stað farangursrýmis. Var brotið kært til lögreglu. Annar hundaeigandi var sviptur umráðum dýrsins þar sem hann gat ekki haldið hundinn sjálfur og heimilisaðstæður voru metnar óhæfar til að halda dýr. Tveir voru sviptir mjólkursöluleyfi og annar þeirra vörslu nautgripa sinna og þá var bóndi á Vesturlandi sviptur vörslu á sauðfé. Hélt MAST utan um smölun af fjalli og kom fénu í sláturhús. Stjórnvaldssekt var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi, sem vanrækti að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun. Sektin nam 300 þúsund krónum. Kettir Gæludýr Hundar Sauðfé Kýr Dýraheilbrigði Lögreglumál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu Matvælastofnunar þar sem fjallað er um stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð, matvælaframleiðslu og inn- og útfluningi gæludýra í nóvember og desember. Aðeins er um yfirlit að ræða og engar ítarupplýsingar veittar um málin. Einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu var kærður til lögreglu eftir að hann lagði fram falsað heilbrigðis- og upprunavottorð frá erlendum yfirvöldum við tilraun til innflutnings á ketti. Umsókninni var synjað. Þá var einstaklingur á höfuðborgarsvæðinu kærður eftir að í ljós kom að hann hafði falsað nafn starfsmanns MAST og sjálfstætt starfandi dýralæknis á útflutningsskjölum vegna þriggja katta. Innflutningnum var hafnað í móttökuríkinu og kettirnir fluttir aftur til Íslands, þar sem þeir voru settir í einangrun. Á vefsíðunni er einnig fjallað mál hundaeiganda sem sótti um leyfi til að flytja hund sinn til Íslands en gerðist brotlegur með því að flytja hann í farþegarými flugvélarinnar, í stað farangursrýmis. Var brotið kært til lögreglu. Annar hundaeigandi var sviptur umráðum dýrsins þar sem hann gat ekki haldið hundinn sjálfur og heimilisaðstæður voru metnar óhæfar til að halda dýr. Tveir voru sviptir mjólkursöluleyfi og annar þeirra vörslu nautgripa sinna og þá var bóndi á Vesturlandi sviptur vörslu á sauðfé. Hélt MAST utan um smölun af fjalli og kom fénu í sláturhús. Stjórnvaldssekt var lögð á fiskeldisfyrirtæki á Suðurlandi, sem vanrækti að svipta eldisfisk meðvitund fyrir blóðgun. Sektin nam 300 þúsund krónum.
Kettir Gæludýr Hundar Sauðfé Kýr Dýraheilbrigði Lögreglumál Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Sjá meira