Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2025 21:30 Pia Hansson segir tal Donalds Trumps um mögulega yfirtöku á Grænlandi marglaga. Getty/Stöð 2 Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna, undir komandi stjórn Trumps, á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan danska konungsveldisins. Í fyrradag var greint frá Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna. Síðan bætti Trump sjálfur gráu ofan á svart í gær þegar hann sagðist ekki útiloka að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Pia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að með þessu sé Trump bæði að hugsa um öryggi Bandaríkjanna, en meira liggi líka að baki. „Það má í rauninni segja að það séu nokkrar hliðar á þessu máli. Eitt er það að sannarlega er hann að hugsa um öryggi síns lands, og hversu langt það svæði á að ná þannig að þeim líði vel með sitt öryggi. En auðvitað eru á bak við þetta eru síðan auðlindir og annað sem Grænland hefur yfir að búa. Þannig við getum ekki litið fram hjá því að það er yfirleitt eitthvað annað á bak við þegar svona yfirlýsingar koma.“ Trump hefur líka verið að ræða yfirtöku á Panama-skurðinum. Á blaðamannafundi í gær sagði hann mikilvægt fyrir öryggi Bandaríkjanna að ná honum aftur þar sem Kínverjar stjórni honum í raun og veru í dag. Pia sagði að mögulega spili deilan við Kína líka inn í hugmyndina um yfirtöku á Grænlandi. „Bandaríkin hafa verið í miklum átökum við Kína lengi. Það er eitthvað sem við heyrum, og orðræðan er mjög sterk hvað það varðar. Auðvitað kann það líka að spila inn í myndina, sem við svo sannarlega vitum að eru til staðar á Grænlandi,“ sagði Pia. „Orðræðan sem hann notar er mjög sérstök. Að við séum að tala um landvinninga með þessum hætti er alveg merkilegt.“ Hversu líklegt er í raun að hann láti verða af þessu? „Ég held að það sé fjarska ólíklegt. En síðan þurfum við að passa að taka alvarlega það sem sagt er, og rýna bakvið orðin og gera okkur grein fyrir því að það er ýmislegt sem verður til þess að svona orðræða viðhefst og verður normalíseruð,“ sagði Pia. „Hvað er að gerast í þessari orðræðu? Að við séum í dag að tala um hluti eins og að Bandaríkin ætli sér jafnvel að taka Grænland yfir með hervaldi. Þetta er í rauninni algjörlega fjarstæðukennt.“ Þá benti Pia á að samskipti Grænlands og Danmerkur hafi verið á viðkæmu stigi undanfarið. „Þegar Trump blandast inn í það mál er spurning hvernig úr spilast.“ Grænland Bandaríkin Danmörk Utanríkismál Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna, undir komandi stjórn Trumps, á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan danska konungsveldisins. Í fyrradag var greint frá Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna. Síðan bætti Trump sjálfur gráu ofan á svart í gær þegar hann sagðist ekki útiloka að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Pia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að með þessu sé Trump bæði að hugsa um öryggi Bandaríkjanna, en meira liggi líka að baki. „Það má í rauninni segja að það séu nokkrar hliðar á þessu máli. Eitt er það að sannarlega er hann að hugsa um öryggi síns lands, og hversu langt það svæði á að ná þannig að þeim líði vel með sitt öryggi. En auðvitað eru á bak við þetta eru síðan auðlindir og annað sem Grænland hefur yfir að búa. Þannig við getum ekki litið fram hjá því að það er yfirleitt eitthvað annað á bak við þegar svona yfirlýsingar koma.“ Trump hefur líka verið að ræða yfirtöku á Panama-skurðinum. Á blaðamannafundi í gær sagði hann mikilvægt fyrir öryggi Bandaríkjanna að ná honum aftur þar sem Kínverjar stjórni honum í raun og veru í dag. Pia sagði að mögulega spili deilan við Kína líka inn í hugmyndina um yfirtöku á Grænlandi. „Bandaríkin hafa verið í miklum átökum við Kína lengi. Það er eitthvað sem við heyrum, og orðræðan er mjög sterk hvað það varðar. Auðvitað kann það líka að spila inn í myndina, sem við svo sannarlega vitum að eru til staðar á Grænlandi,“ sagði Pia. „Orðræðan sem hann notar er mjög sérstök. Að við séum að tala um landvinninga með þessum hætti er alveg merkilegt.“ Hversu líklegt er í raun að hann láti verða af þessu? „Ég held að það sé fjarska ólíklegt. En síðan þurfum við að passa að taka alvarlega það sem sagt er, og rýna bakvið orðin og gera okkur grein fyrir því að það er ýmislegt sem verður til þess að svona orðræða viðhefst og verður normalíseruð,“ sagði Pia. „Hvað er að gerast í þessari orðræðu? Að við séum í dag að tala um hluti eins og að Bandaríkin ætli sér jafnvel að taka Grænland yfir með hervaldi. Þetta er í rauninni algjörlega fjarstæðukennt.“ Þá benti Pia á að samskipti Grænlands og Danmerkur hafi verið á viðkæmu stigi undanfarið. „Þegar Trump blandast inn í það mál er spurning hvernig úr spilast.“
Grænland Bandaríkin Danmörk Utanríkismál Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira