Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2025 16:47 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með Al-Orobah. @alorobah_fc Forráðamenn velska liðsins New Saints hafa lagt inn formlega kvörtun til Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, vegna sádiarabíska liðsins Al-Orobah. Síðarnefnda liðið skuldi því velska rúmar 30 milljónir. New Saints eru velskir meistarar og tóku þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í ár, fyrst velskra liða. 21 árs gamall enskur framherji að nafni Brad Young var stjarna liðsins á síðustu leiktíð og vakti athygli víða. Al-Orobah keypti framherjann í september á 190 þúsund pund, rúmlega 33 milljónir króna, en formaður velska félagsins segist ekki hafa fengið einn einasta aur. Brad Young í leik með New Saints áður en hann skipti til Al-Orobah hvar hann er liðsfélagi Jóhanns Berg.Ben Roberts Photo/Getty Images Mike Harris, stjórnarformaður New Saints, segir framgöngu Al-Orobah skammarlega. „Við eigum rétt á því að fá kaupverðið, en höfum ekki fengið eitt einasta sent. Við höfum lagt inn kvörtun til FIFA. Ein greiðsla átti að berast strax í september, við veittum þeim 16 daga frest, og hin greiðslan átti að berast í síðustu viku,“ segir Harris í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC í Wales. „Núna náum við ekki í neinn hjá félaginu svo ég myndi ráðleggja öðrum sem verða varir við áhuga frá Sádi Arabíu að semja ekki fyrr en búið er að leggja inn á reikning áður en leikmaðurinn fer. Ekkert annað félag ætti að glepjast af loforði um fé sem aldrei skilar sér,“ bætir Harris við. Vegna þessa hafi forráðamenn velska félagsins ekki séð annan kost í stöðunni en að kæra Al-Orobah til Alþjóðasambandsins. FIFA staðfesti að málið væri á borði sambandsins en talsmenn gátu ekki tjáð sig frekar meðan það væri til meðferðar. Búist er við niðurstöðu eftir tæpa viku, 14. janúar. Al-Orobah hefur ekki svarað beiðnum BBC Wales við viðbrögðum vegna málsins. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur fyrir Al-Orobah en félög í Sádi-Arabíu hafa fjárfest ríkulega í leikmönnum frá Evrópu síðustu misseri. Al-Orobah er nýliði í sádísku úrvalsdeildinni en Spánverjinn Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, Frakkinn Kurt Zouma (á láni frá West Ham) og Jean Michael Seri, fyrrum miðjumaður Fulham, spila einnig fyrir félagið. Al-Orobah er ekki meðal þeirra sex liða í sádísku úrvalsdeildinni sem ríkisfjárfestingasjóðurinn PIF festi kaup á sumarið 2023 en Al-Orobah fær þó styrk frá veglegan ríkinu, líkt og önnur knattspyrnulið í landinu. Þeir styrkir voru auknir til muna samhliða kaupum PIF á liðunum sumarið 2023. Í lok síðasta árs var Sádi-Arabía útnefnd sem gestgjafi HM karla í fótbolta árið 2034. Sádiarabíski boltinn FIFA Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira
New Saints eru velskir meistarar og tóku þátt í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í ár, fyrst velskra liða. 21 árs gamall enskur framherji að nafni Brad Young var stjarna liðsins á síðustu leiktíð og vakti athygli víða. Al-Orobah keypti framherjann í september á 190 þúsund pund, rúmlega 33 milljónir króna, en formaður velska félagsins segist ekki hafa fengið einn einasta aur. Brad Young í leik með New Saints áður en hann skipti til Al-Orobah hvar hann er liðsfélagi Jóhanns Berg.Ben Roberts Photo/Getty Images Mike Harris, stjórnarformaður New Saints, segir framgöngu Al-Orobah skammarlega. „Við eigum rétt á því að fá kaupverðið, en höfum ekki fengið eitt einasta sent. Við höfum lagt inn kvörtun til FIFA. Ein greiðsla átti að berast strax í september, við veittum þeim 16 daga frest, og hin greiðslan átti að berast í síðustu viku,“ segir Harris í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC í Wales. „Núna náum við ekki í neinn hjá félaginu svo ég myndi ráðleggja öðrum sem verða varir við áhuga frá Sádi Arabíu að semja ekki fyrr en búið er að leggja inn á reikning áður en leikmaðurinn fer. Ekkert annað félag ætti að glepjast af loforði um fé sem aldrei skilar sér,“ bætir Harris við. Vegna þessa hafi forráðamenn velska félagsins ekki séð annan kost í stöðunni en að kæra Al-Orobah til Alþjóðasambandsins. FIFA staðfesti að málið væri á borði sambandsins en talsmenn gátu ekki tjáð sig frekar meðan það væri til meðferðar. Búist er við niðurstöðu eftir tæpa viku, 14. janúar. Al-Orobah hefur ekki svarað beiðnum BBC Wales við viðbrögðum vegna málsins. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson leikur fyrir Al-Orobah en félög í Sádi-Arabíu hafa fjárfest ríkulega í leikmönnum frá Evrópu síðustu misseri. Al-Orobah er nýliði í sádísku úrvalsdeildinni en Spánverjinn Cristian Tello, fyrrum leikmaður Barcelona, Frakkinn Kurt Zouma (á láni frá West Ham) og Jean Michael Seri, fyrrum miðjumaður Fulham, spila einnig fyrir félagið. Al-Orobah er ekki meðal þeirra sex liða í sádísku úrvalsdeildinni sem ríkisfjárfestingasjóðurinn PIF festi kaup á sumarið 2023 en Al-Orobah fær þó styrk frá veglegan ríkinu, líkt og önnur knattspyrnulið í landinu. Þeir styrkir voru auknir til muna samhliða kaupum PIF á liðunum sumarið 2023. Í lok síðasta árs var Sádi-Arabía útnefnd sem gestgjafi HM karla í fótbolta árið 2034.
Sádiarabíski boltinn FIFA Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Sjá meira