Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 08:31 Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að nota losunarheimildir stóriðju eins og álveranna til þess að standast skuldbindingar sínar um samdrátt í losun frá vegasamgöngum og annarri samfélagslosun. Vísir/Vilhelm Loftslagsráðherra hefur ákveðið að halda áfram að nýta heimild sem Ísland hefur til þess að nota losunarheimildir stóriðjunnar til þess að mæta skuldbindingum ríkisins gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar fyrir fyrra tímabil samningsins. Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð um samfélagslosun gefur Íslandi heimild til þess að nota losunarheimildir úr svonefndu ETS-kerfi stóriðjunnar og fluggeirans til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun. Ákveða þarf á nokkurra ára fresti hvort að ríki vilji taka árlega frá frá losunarheimildir úr ETS-kerfinu til þess að nýta fyrir tiltekin tímabil. Samfélagslosun er losun frá vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, efnaiðnaði og úrgangi. Áður var talað um losun á beina ábyrgð Íslands. Frestur til þess að taka frá ETS-heimildir fyrir seinna tímabil Parísarsamkomulagsins 2026-2030 rann út nú um áramótin. Ákvað Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að nýta sveigjanleikann, að því er kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Hægt er að taka frá ETS-losunarheimildir sem nemur að hámarki fjórum prósentum af samfélagslosun lands árið 2005. Alls eru 620 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem Ísland getur ráðstafað. Jóhann Páll er sagður hafa byggt ákvörðun sína á tillögu stýrihóps sem hefur það hlutverk að veita honum ráð um nýtingu sveigjanleikaákvæða og möguleg kaup eða sölu á heimildum fyrir hvert á skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins. Ekki útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar á yfirstandandi tímabili Seinna tímabil Parísarsamkomulagsins verður gert upp. Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenska ríkinu þannig kleift að nýta losunarheimildir stóriðjunnar til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samfélagslosun fyrir árin 2026 til 2030. Ákvörðunin nú er bindandi fyrir árin 2026 og 2027. Eftir tvö ár geta íslensk stjórnvöld endurskoðað ákvörðun sína fyrir árin 2028 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu árið 2019 að nýta ETS-sveigjanleikann fyrir fyrra Parísartímabili 2021 til 2025. Uppgjör þess tímabils fer fram árið 2027. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að til þess komi að Ísland þurfi að nýta ETS-heimildirnar sem voru teknar frá fyrir tímabili 2021-2025. Þrátt fyrir að samfélagslosun ársins 2023 hafi líklega farið umfram úthlutanir Íslands var nægur afgangur af úthlutununum árin 2021 og 2022 til þess að mæta framúrkeyslunni. Hægt verður að nota ónýttar heimildir frá fyrra tímabilinu á því seinna. Umhverfissinnar hafa gagnrýnt vilja íslenskra stjórnvalda til þess að nýta sveigjanleikann undanfarin ár. Hafa þeir meðal annars haldið því fram að hann skapaði hættu á því að ríkið drægi úr metnaði sínum í að draga úr losun. Íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir milljónir tonna koltvísýringsígilda af Slóvakíu til þess að Ísland stæðist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, árið 2023. Kostnaðurinn við kaupin nam 350 milljónum króna en Ísland fór um 3,4 milljónir tonna fram yfir heimildir sínar á öðru tímabili bókunarinnar. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23 Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð um samfélagslosun gefur Íslandi heimild til þess að nota losunarheimildir úr svonefndu ETS-kerfi stóriðjunnar og fluggeirans til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun. Ákveða þarf á nokkurra ára fresti hvort að ríki vilji taka árlega frá frá losunarheimildir úr ETS-kerfinu til þess að nýta fyrir tiltekin tímabil. Samfélagslosun er losun frá vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, efnaiðnaði og úrgangi. Áður var talað um losun á beina ábyrgð Íslands. Frestur til þess að taka frá ETS-heimildir fyrir seinna tímabil Parísarsamkomulagsins 2026-2030 rann út nú um áramótin. Ákvað Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að nýta sveigjanleikann, að því er kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Hægt er að taka frá ETS-losunarheimildir sem nemur að hámarki fjórum prósentum af samfélagslosun lands árið 2005. Alls eru 620 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem Ísland getur ráðstafað. Jóhann Páll er sagður hafa byggt ákvörðun sína á tillögu stýrihóps sem hefur það hlutverk að veita honum ráð um nýtingu sveigjanleikaákvæða og möguleg kaup eða sölu á heimildum fyrir hvert á skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins. Ekki útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar á yfirstandandi tímabili Seinna tímabil Parísarsamkomulagsins verður gert upp. Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenska ríkinu þannig kleift að nýta losunarheimildir stóriðjunnar til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samfélagslosun fyrir árin 2026 til 2030. Ákvörðunin nú er bindandi fyrir árin 2026 og 2027. Eftir tvö ár geta íslensk stjórnvöld endurskoðað ákvörðun sína fyrir árin 2028 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu árið 2019 að nýta ETS-sveigjanleikann fyrir fyrra Parísartímabili 2021 til 2025. Uppgjör þess tímabils fer fram árið 2027. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að til þess komi að Ísland þurfi að nýta ETS-heimildirnar sem voru teknar frá fyrir tímabili 2021-2025. Þrátt fyrir að samfélagslosun ársins 2023 hafi líklega farið umfram úthlutanir Íslands var nægur afgangur af úthlutununum árin 2021 og 2022 til þess að mæta framúrkeyslunni. Hægt verður að nota ónýttar heimildir frá fyrra tímabilinu á því seinna. Umhverfissinnar hafa gagnrýnt vilja íslenskra stjórnvalda til þess að nýta sveigjanleikann undanfarin ár. Hafa þeir meðal annars haldið því fram að hann skapaði hættu á því að ríkið drægi úr metnaði sínum í að draga úr losun. Íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir milljónir tonna koltvísýringsígilda af Slóvakíu til þess að Ísland stæðist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, árið 2023. Kostnaðurinn við kaupin nam 350 milljónum króna en Ísland fór um 3,4 milljónir tonna fram yfir heimildir sínar á öðru tímabili bókunarinnar.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23 Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23
Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35