Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 21:56 Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún ræddi málefni líðandi stundar í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Einar „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður og samfélagsrýnir um þá stöðu sem komin er upp innan Sjálfstæðisflokksins. Formannskjör í flokknum mun fara fram innan tíðar þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi þau mál ásamt fleirum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Pistill Kolbrúnar frá árinu 2019 „Píkudýrkun“ skaut óvænt upp kollinum í dag á lista yfir mest lesnu skoðanapistlana á Vísi. Það skal ósagt látið hvort að staðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi orsakað það. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi pistill dúkkar aftur upp,“ segir Kolbrún sem kveðst hafa ofboðið það að Háskóli Íslands hafi boðið upp á dagskrá í kringum píkur. „Þannig ég skrifaði þennan pistil og fékk mikil viðbrögð.“ Kolbrún efast um að áhuginn á pistlinum tengist kvenfrelsisbaráttu og einkum og sér nýrri ríkisstjórn, sem hún er þó ánægð með. „Ég held að þær ætli sér að láta þetta ganga. Það er réttmætt að hafa efasemdir um Flokk fólksins, sem hefur verið dálítið mikið fyrir upphlaup. Þar er grátið og hrópað og fullyrt en ég trúi því samt að Inga Sæland átti sig á því að það gengur ekki í þessari stöðu.“ Um stórtíðindi gærdagsins, um að Bjarni Benediktsson muni stíga af hinu pólitíska sviði segir Kolbrún: „Hann eiginlega þurfti að fara. Mér leiðist að segja þetta, af því að hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamaður, að hann var að mörgu leyti ónýtt vörumerki,“ segir Kolbrún. Af hverju? „Það er nefnilega það einkennilega, það er bara tíðarandinn sem gerir það að verkum að hann er ekki að slá í gegn hjá þjóðinni. Ég held að það sé sama hvað hann hefði reynt að gera, þjóðin vill bara ekki hlusta. Og það er ekki alveg sanngjarnt. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í mótlæti. Hann hefur fengið yfir sig alveg þvílíka steypu af svívirðingum. Hann hefur verið sagður barnamorðingi. Af hverju? Af því að hann náði ekki að leysa stöðuna á Gasa? Hvaða bull er þetta?“ spyr hún. Sjálfstæðisflokkurinn sé í krísu, þar sem ólík öfl takast á innan flokksins. „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut. Ég er innan um sjálfstæðismenn allan daginn í vinnunni. Maður spyr kannski: er ekki bara komið að Gulla að taka við þessu? Þá eru tveir eða þrír sem tryllast gjörsamlega og segja að það geti alls ekki gerst. Þannig að þessi flokkur er mjög sundraður.“ Hún segir að næstu tólf ár muni reynast flokknum erfið. Varðandi arftaka Bjarna segir hún Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir virðast eiga nokkurn stuðning. „Hún er að mörgu leyti ágætur stjórnmálamaður en það háir henni, eins og mörgum öðrum stjórnmálamönnum, að þá skortir tengsl við almenning. Þetta eru allt lögfræðingar, og maður hefur það á tilfinningunni að þetta fólk hafi aldrei þurft að borga húsaleigu. Aldrei þurft að taka strætó. Hálfgerð elíta. Ég er ekki á móti því að fólk eigi peninga, ég vil að fólk eigi sem mest af peningum. En þegar maður hefur lifað það að kaupið manns sé búið fimmtánda mánaðarins, það er dýrmæt lífreynsla, sem má auðvitað ekki standa lengi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Formannskjör í flokknum mun fara fram innan tíðar þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins til sextán ára, greindi frá því í gær að hann myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi þau mál ásamt fleirum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Pistill Kolbrúnar frá árinu 2019 „Píkudýrkun“ skaut óvænt upp kollinum í dag á lista yfir mest lesnu skoðanapistlana á Vísi. Það skal ósagt látið hvort að staðan innan Sjálfstæðisflokksins hafi orsakað það. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi pistill dúkkar aftur upp,“ segir Kolbrún sem kveðst hafa ofboðið það að Háskóli Íslands hafi boðið upp á dagskrá í kringum píkur. „Þannig ég skrifaði þennan pistil og fékk mikil viðbrögð.“ Kolbrún efast um að áhuginn á pistlinum tengist kvenfrelsisbaráttu og einkum og sér nýrri ríkisstjórn, sem hún er þó ánægð með. „Ég held að þær ætli sér að láta þetta ganga. Það er réttmætt að hafa efasemdir um Flokk fólksins, sem hefur verið dálítið mikið fyrir upphlaup. Þar er grátið og hrópað og fullyrt en ég trúi því samt að Inga Sæland átti sig á því að það gengur ekki í þessari stöðu.“ Um stórtíðindi gærdagsins, um að Bjarni Benediktsson muni stíga af hinu pólitíska sviði segir Kolbrún: „Hann eiginlega þurfti að fara. Mér leiðist að segja þetta, af því að hann er að mörgu leyti snjall stjórnmálamaður, að hann var að mörgu leyti ónýtt vörumerki,“ segir Kolbrún. Af hverju? „Það er nefnilega það einkennilega, það er bara tíðarandinn sem gerir það að verkum að hann er ekki að slá í gegn hjá þjóðinni. Ég held að það sé sama hvað hann hefði reynt að gera, þjóðin vill bara ekki hlusta. Og það er ekki alveg sanngjarnt. Mér finnst hann hafa staðið sig vel í mótlæti. Hann hefur fengið yfir sig alveg þvílíka steypu af svívirðingum. Hann hefur verið sagður barnamorðingi. Af hverju? Af því að hann náði ekki að leysa stöðuna á Gasa? Hvaða bull er þetta?“ spyr hún. Sjálfstæðisflokkurinn sé í krísu, þar sem ólík öfl takast á innan flokksins. „Þetta er dálítið eins og með vinstrimennina sem gátu aldrei komið sér saman um nokkurn hlut. Ég er innan um sjálfstæðismenn allan daginn í vinnunni. Maður spyr kannski: er ekki bara komið að Gulla að taka við þessu? Þá eru tveir eða þrír sem tryllast gjörsamlega og segja að það geti alls ekki gerst. Þannig að þessi flokkur er mjög sundraður.“ Hún segir að næstu tólf ár muni reynast flokknum erfið. Varðandi arftaka Bjarna segir hún Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir virðast eiga nokkurn stuðning. „Hún er að mörgu leyti ágætur stjórnmálamaður en það háir henni, eins og mörgum öðrum stjórnmálamönnum, að þá skortir tengsl við almenning. Þetta eru allt lögfræðingar, og maður hefur það á tilfinningunni að þetta fólk hafi aldrei þurft að borga húsaleigu. Aldrei þurft að taka strætó. Hálfgerð elíta. Ég er ekki á móti því að fólk eigi peninga, ég vil að fólk eigi sem mest af peningum. En þegar maður hefur lifað það að kaupið manns sé búið fimmtánda mánaðarins, það er dýrmæt lífreynsla, sem má auðvitað ekki standa lengi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira