Messi skrópaði í Hvíta húsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 07:31 Lionel Messi hafði ekki tíma fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. Getty/Federico Peretti Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi var gagnrýndur fyrir að láta ekki sjá sig þegar Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, ætlaði að sæma hann bandarísku forsetaorðunni. Orðan sem ber nafnið „Presidential Medal of Freedom“ er mesta viðurkenningin sem almennur borgari getur öðlast í Bandaríkjunum. Messi fékk hana í ár ásamt körfuboltagoðsögninni Earvin „Magic“ Johnson og tónlistarmanninum Bono úr U2. Annika Sörenstam, Michael Jordan og Tiger Woods hafa öll fengið þessa orðu í gegnum tíðina. Messi hefur ekki verið lengi í Bandaríkjunum en hann gekk til liðs við Inter Miami sumarið 2023. Hann fær orðuna engu að síður fyrir það sem hann hefur gert fyrir bandaríska fótboltann. Athöfnin fór fram í Hvíta húsinu en Messi skrópaði á hana. Bono og Magic voru aftur á móti báðir mættir. Argentínumaðurinn lét þó vita af því áður að hann kæmist ekki til Washington DC. Aftonbladet segir frá. Það var vissulega umdeilanlegt að sæma Messi þessari orðu eftir svo stuttan tíma í landinu en skróp hans ýtti síðan undir frekari gagnrýni. Alexi Lalas, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, var mjög ósáttur við Messi. „Já það var fáránlegt að láta Messi fá þessa orðu en ef þú ætlar að taka við henni þá verður þú að finna leið til að koma þér til Washington DC,“ skrifaði Lalas á samfélagasmiðilinn X. Messi hefur skorað 34 mörk í 39 leikjum fyrir Inter Miami. Liðið varð deildarmeistari og setti stigamet en datt síðan út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður MLS deildarinnar. Yes. It was ridiculous and strange to award it to Messi. But if you're going to accept the honor, then find a way to be in DC. https://t.co/tJRxUDoTOy— Alexi Lalas (@AlexiLalas) January 5, 2025 Bandaríski fótboltinn Joe Biden Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira
Orðan sem ber nafnið „Presidential Medal of Freedom“ er mesta viðurkenningin sem almennur borgari getur öðlast í Bandaríkjunum. Messi fékk hana í ár ásamt körfuboltagoðsögninni Earvin „Magic“ Johnson og tónlistarmanninum Bono úr U2. Annika Sörenstam, Michael Jordan og Tiger Woods hafa öll fengið þessa orðu í gegnum tíðina. Messi hefur ekki verið lengi í Bandaríkjunum en hann gekk til liðs við Inter Miami sumarið 2023. Hann fær orðuna engu að síður fyrir það sem hann hefur gert fyrir bandaríska fótboltann. Athöfnin fór fram í Hvíta húsinu en Messi skrópaði á hana. Bono og Magic voru aftur á móti báðir mættir. Argentínumaðurinn lét þó vita af því áður að hann kæmist ekki til Washington DC. Aftonbladet segir frá. Það var vissulega umdeilanlegt að sæma Messi þessari orðu eftir svo stuttan tíma í landinu en skróp hans ýtti síðan undir frekari gagnrýni. Alexi Lalas, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, var mjög ósáttur við Messi. „Já það var fáránlegt að láta Messi fá þessa orðu en ef þú ætlar að taka við henni þá verður þú að finna leið til að koma þér til Washington DC,“ skrifaði Lalas á samfélagasmiðilinn X. Messi hefur skorað 34 mörk í 39 leikjum fyrir Inter Miami. Liðið varð deildarmeistari og setti stigamet en datt síðan út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður MLS deildarinnar. Yes. It was ridiculous and strange to award it to Messi. But if you're going to accept the honor, then find a way to be in DC. https://t.co/tJRxUDoTOy— Alexi Lalas (@AlexiLalas) January 5, 2025
Bandaríski fótboltinn Joe Biden Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Sjá meira