„Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Vésteinn Örn Pétursson og Telma Tómasson skrifa 6. janúar 2025 14:50 Ólafur segir ekki koma sér á óvart að Bjarni kjósi að kveðja stjórnmálin á þessum tímapunkti. Vísir/Einar Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. „Þetta eru mikil tímamót. Bjarni er búinn að vera formaður flokksins síðan 2009 og það hefur enginn gegnt formennsku lengur en hann, nema Ólafur Thors. Hann er búinn að vera ráðherra síðan 2013 og það má segja að hann hafi verið helsti valdamaður landsins í meira en áratug. Þannig að það eru mikil tíðindi þegar hann hættir,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor emeritus. Ólíklegt að Bjarni vildi leiða stjórnarandstöðuna Nú fari þeir sem áhuga hafi á formannsembættinu í startholurnar. Slagurinn um embættið verði snarpur fram að landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, að öllu óbreyttu. Ólafur segist hafa átt von á því að Bjarni myndi láta gott heita að loknum kosningunum í nóvember. „Mér þótti ekki líklegt að Bjarni hefði áhuga á því að verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafandi verið ráðherra í á annan áratug.“ Nefnir fjóra mögulega arftaka Forvitnilegt verði að sjá hver taki við stjórnartaumunum í Valhöll. Þó nokkrir kandídatar komi til greina. „Það verður líka mjög fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokknum tekst að fóta sig í stjórnarandstöðunni. Það er hlutverk sem hann er alls ekki vanur. Og líka fróðlegt að sjá hvort nýr formaður muni leiða flokkinn nær miðjunni eða hvort hann muni kannski auka frjálshyggjuáherslur og gera flokkinn líkari Miðflokknum. Það held ég að sé alveg opin spurning,“ segir Ólafur. Hann telur útilokað að segja til um hver muni hreppa embættið þegar upp verður staðið. „Það hafa þrjár konur verið nefndar: Þórdís Kolbrún, Áslaug Arna og Guðrún Hafsteinsdóttir. Síðan eru menn líka að velta fyrir sér hvort Guðlaugur Þór gefi kost á sér, og menn skyldu aldrei vanmeta hann. Ég held að á þessu stigi sé ómögulegt að segja hvert þeirra sé líklegast til að verða formaður.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Þetta eru mikil tímamót. Bjarni er búinn að vera formaður flokksins síðan 2009 og það hefur enginn gegnt formennsku lengur en hann, nema Ólafur Thors. Hann er búinn að vera ráðherra síðan 2013 og það má segja að hann hafi verið helsti valdamaður landsins í meira en áratug. Þannig að það eru mikil tíðindi þegar hann hættir,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor emeritus. Ólíklegt að Bjarni vildi leiða stjórnarandstöðuna Nú fari þeir sem áhuga hafi á formannsembættinu í startholurnar. Slagurinn um embættið verði snarpur fram að landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, að öllu óbreyttu. Ólafur segist hafa átt von á því að Bjarni myndi láta gott heita að loknum kosningunum í nóvember. „Mér þótti ekki líklegt að Bjarni hefði áhuga á því að verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafandi verið ráðherra í á annan áratug.“ Nefnir fjóra mögulega arftaka Forvitnilegt verði að sjá hver taki við stjórnartaumunum í Valhöll. Þó nokkrir kandídatar komi til greina. „Það verður líka mjög fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokknum tekst að fóta sig í stjórnarandstöðunni. Það er hlutverk sem hann er alls ekki vanur. Og líka fróðlegt að sjá hvort nýr formaður muni leiða flokkinn nær miðjunni eða hvort hann muni kannski auka frjálshyggjuáherslur og gera flokkinn líkari Miðflokknum. Það held ég að sé alveg opin spurning,“ segir Ólafur. Hann telur útilokað að segja til um hver muni hreppa embættið þegar upp verður staðið. „Það hafa þrjár konur verið nefndar: Þórdís Kolbrún, Áslaug Arna og Guðrún Hafsteinsdóttir. Síðan eru menn líka að velta fyrir sér hvort Guðlaugur Þór gefi kost á sér, og menn skyldu aldrei vanmeta hann. Ég held að á þessu stigi sé ómögulegt að segja hvert þeirra sé líklegast til að verða formaður.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39
Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20
Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30