„Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Vésteinn Örn Pétursson og Telma Tómasson skrifa 6. janúar 2025 14:50 Ólafur segir ekki koma sér á óvart að Bjarni kjósi að kveðja stjórnmálin á þessum tímapunkti. Vísir/Einar Stjórnmálafræðiprófessor segir það ekki koma á óvart að Bjarni Benediktsson ætli sér nú að kveðja stjórnmálin, eftir 12 ára setu í ráðherrastólum. Það sé alveg opin spurning í hvaða átt nýr formaður muni leiða flokkinn. „Þetta eru mikil tímamót. Bjarni er búinn að vera formaður flokksins síðan 2009 og það hefur enginn gegnt formennsku lengur en hann, nema Ólafur Thors. Hann er búinn að vera ráðherra síðan 2013 og það má segja að hann hafi verið helsti valdamaður landsins í meira en áratug. Þannig að það eru mikil tíðindi þegar hann hættir,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor emeritus. Ólíklegt að Bjarni vildi leiða stjórnarandstöðuna Nú fari þeir sem áhuga hafi á formannsembættinu í startholurnar. Slagurinn um embættið verði snarpur fram að landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, að öllu óbreyttu. Ólafur segist hafa átt von á því að Bjarni myndi láta gott heita að loknum kosningunum í nóvember. „Mér þótti ekki líklegt að Bjarni hefði áhuga á því að verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafandi verið ráðherra í á annan áratug.“ Nefnir fjóra mögulega arftaka Forvitnilegt verði að sjá hver taki við stjórnartaumunum í Valhöll. Þó nokkrir kandídatar komi til greina. „Það verður líka mjög fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokknum tekst að fóta sig í stjórnarandstöðunni. Það er hlutverk sem hann er alls ekki vanur. Og líka fróðlegt að sjá hvort nýr formaður muni leiða flokkinn nær miðjunni eða hvort hann muni kannski auka frjálshyggjuáherslur og gera flokkinn líkari Miðflokknum. Það held ég að sé alveg opin spurning,“ segir Ólafur. Hann telur útilokað að segja til um hver muni hreppa embættið þegar upp verður staðið. „Það hafa þrjár konur verið nefndar: Þórdís Kolbrún, Áslaug Arna og Guðrún Hafsteinsdóttir. Síðan eru menn líka að velta fyrir sér hvort Guðlaugur Þór gefi kost á sér, og menn skyldu aldrei vanmeta hann. Ég held að á þessu stigi sé ómögulegt að segja hvert þeirra sé líklegast til að verða formaður.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Þetta eru mikil tímamót. Bjarni er búinn að vera formaður flokksins síðan 2009 og það hefur enginn gegnt formennsku lengur en hann, nema Ólafur Thors. Hann er búinn að vera ráðherra síðan 2013 og það má segja að hann hafi verið helsti valdamaður landsins í meira en áratug. Þannig að það eru mikil tíðindi þegar hann hættir,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor emeritus. Ólíklegt að Bjarni vildi leiða stjórnarandstöðuna Nú fari þeir sem áhuga hafi á formannsembættinu í startholurnar. Slagurinn um embættið verði snarpur fram að landsfundi, sem fyrirhugaður er í lok febrúar, að öllu óbreyttu. Ólafur segist hafa átt von á því að Bjarni myndi láta gott heita að loknum kosningunum í nóvember. „Mér þótti ekki líklegt að Bjarni hefði áhuga á því að verða leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hafandi verið ráðherra í á annan áratug.“ Nefnir fjóra mögulega arftaka Forvitnilegt verði að sjá hver taki við stjórnartaumunum í Valhöll. Þó nokkrir kandídatar komi til greina. „Það verður líka mjög fróðlegt að sjá hvernig Sjálfstæðisflokknum tekst að fóta sig í stjórnarandstöðunni. Það er hlutverk sem hann er alls ekki vanur. Og líka fróðlegt að sjá hvort nýr formaður muni leiða flokkinn nær miðjunni eða hvort hann muni kannski auka frjálshyggjuáherslur og gera flokkinn líkari Miðflokknum. Það held ég að sé alveg opin spurning,“ segir Ólafur. Hann telur útilokað að segja til um hver muni hreppa embættið þegar upp verður staðið. „Það hafa þrjár konur verið nefndar: Þórdís Kolbrún, Áslaug Arna og Guðrún Hafsteinsdóttir. Síðan eru menn líka að velta fyrir sér hvort Guðlaugur Þór gefi kost á sér, og menn skyldu aldrei vanmeta hann. Ég held að á þessu stigi sé ómögulegt að segja hvert þeirra sé líklegast til að verða formaður.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39 Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20 Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að honum hafi til þessa ekki staðið hugur til að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum þótt nafn hans hafi oft komið upp í umræðunni um það hverjir kynnu að taka við formennsku af Bjarna Benediktssyni. Bjarni greindi frá því í dag að hann sé á förum úr forystu flokksins og af Alþingi. 6. janúar 2025 14:39
Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, mun geta tekið sæti á komandi þingi, nú þegar ljóst er að Bjarni Benediktsson mun ekki taka sæti. 6. janúar 2025 14:20
Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannskjöri á komandi landsfundi flokksins. Hann ætlar ekki að taka sæti á þingi síðar í mánuðinum. 6. janúar 2025 13:30