Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2025 14:40 Þórdís Kolbrún og Bjarni skrafa saman á ráðherrabekk á Alþingi. Þau hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn undanfarin ár en nú ætlar Bjarni að stíga til hliðar. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. Bjarni upplýsti þingflokk Sjálfstæðisflokksins í dag um að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á landsfundi sem á að fara fram í febrúar. Hann ætlar heldur ekki að taka sæti á Alþingi. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt að hún gæti hugsað sér að taka að sér forystu flokksins þegar Bjarni stígur til hliðar. Hún vildi ekki lýsa yfir framboði til formanns hér og nú þegar Vísir náði sambandi við hana. „Það verður alveg tími til að svara því nákvæmlega á næstunni. Mér finnst að þessi dagur eigi að snúast um þessa stóru ákvörðun Bjarna,“ segir Þórdís Kolbrún í símaviðtali við Vísi en hún er stödd í fjölskylduferðalagi í Afríku. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ segir hún ennfremur. Sagan dæmi Bjarna af stóru verkefnum síðustu ára Þórdís segir að Bjarni hafi verið mikill leiðtogi í íslenskum stjórnmálum í langan tíma. Hann hafi verið þingmaður í rúma tvo áratugi og formaður flokksins í fimmtán ár. Sagan muni dæma hann af þeim stóru verkefnum sem hann hafi tekið að sér í þjónustu við samfélagið á undarlegum tímum. „Í rauninni allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn eftir vinstristjórn 2009 til 2013 og svo undanfarin ár auðvitað þar sem við höfum farið í gengum tíma sem maður áður las í sögubókunum en núna lifum, hvort sem það er heimsfaraldur, náttúruhamfarir eða stríð í okkar álfu,“ segir varaformaðurinn. „Sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins frá 2013 eru það auðvitað árangur og ákvarðanir þar sem skipti verulegu máli að vera með framsýnan og hugrakkan stjórnmálaleiðtoga fyrir samfélagið allt og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Sjá meira
Bjarni upplýsti þingflokk Sjálfstæðisflokksins í dag um að hann hefði ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns flokksins á landsfundi sem á að fara fram í febrúar. Hann ætlar heldur ekki að taka sæti á Alþingi. Þórdís Kolbrún hefur áður sagt að hún gæti hugsað sér að taka að sér forystu flokksins þegar Bjarni stígur til hliðar. Hún vildi ekki lýsa yfir framboði til formanns hér og nú þegar Vísir náði sambandi við hana. „Það verður alveg tími til að svara því nákvæmlega á næstunni. Mér finnst að þessi dagur eigi að snúast um þessa stóru ákvörðun Bjarna,“ segir Þórdís Kolbrún í símaviðtali við Vísi en hún er stödd í fjölskylduferðalagi í Afríku. „Ég hef alveg verið opin með það í töluverðan tíma að ég væri tilbúin að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í framtíðina. Það er svo sem óbreytt,“ segir hún ennfremur. Sagan dæmi Bjarna af stóru verkefnum síðustu ára Þórdís segir að Bjarni hafi verið mikill leiðtogi í íslenskum stjórnmálum í langan tíma. Hann hafi verið þingmaður í rúma tvo áratugi og formaður flokksins í fimmtán ár. Sagan muni dæma hann af þeim stóru verkefnum sem hann hafi tekið að sér í þjónustu við samfélagið á undarlegum tímum. „Í rauninni allt frá því að Sjálfstæðisflokkurinn tekur sæti í ríkisstjórn eftir vinstristjórn 2009 til 2013 og svo undanfarin ár auðvitað þar sem við höfum farið í gengum tíma sem maður áður las í sögubókunum en núna lifum, hvort sem það er heimsfaraldur, náttúruhamfarir eða stríð í okkar álfu,“ segir varaformaðurinn. „Sérstaklega þegar kemur að uppbyggingu samfélagsins frá 2013 eru það auðvitað árangur og ákvarðanir þar sem skipti verulegu máli að vera með framsýnan og hugrakkan stjórnmálaleiðtoga fyrir samfélagið allt og fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Sjá meira