Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, heilsar fólki á 90 ára afmælinu þann 15. apríl árið 2020. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, var langt á undan sinni samtíð með áherslu sinni á íslenska tungu og á náttúruna í forsetatíð. Þetta segir ævisöguritari Vigdísar sem hefur í tilefni af nýjum þáttum um Vigdísi, útbúið námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um upphaf, mótun og áhrif hennar. Segja má að hálfgert Vigdísaræði hafi gripið þjóðina og ekki í fyrsta sinn. Leiknir sjónvarpsþættir um Vigdísi sem sýndir eru á RÚV hafa slegið í gegn og þykja einstaklega vandaðir. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Páll Valsson, hefur í tilefni af þáttunum útbúið námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem fjallar um rætur Vigdísar, bakgrunn, árin á forsetastóli og tímann að lokinni forsetatíð og til dagsins í dag. Páll skrifaði ævisögu Vígdísar en í Bítinu á Bylgjunni var hann beðinn um að lýsa Vigdísi. „Hún er svo jákvæð og lausnamiðuð. Hún kann að hlusta - sem er mikilvægur eiginleiki - ekki síst í stjórnmálum. Hún er ofsalega dugleg og kraftmikil. Þetta verður bara væmið ef ég á að lýsa henni,“ sagði Páll, hún væri nefnilega svo mikil mannkostamanneskja líkt og hann komst að orði. Hann kvaðst ánægður með nýju þáttaröðina og finnst þeir varpa ljósi á mótlætið sem Vigdís mátti þola. „Fólk heldur kannski að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni og ekki þurft að hafa fyrir neinu en það er nú öðru nær. Eins og fólk sér í þáttunum þá lenti hún í ýmsum áföllum en hún rís upp og sýnir seiglu og gefst ekki upp. Hún er baráttukona.“ Silja Bára Ómarsdóttir mun á námskeiðinu rýna í forsetaár Vigdísar og áhrif á alþjóðavettvangi. Auður Hauksdóttir, samstarfskona hennar mun þá fara ofan í saumana á tímabilinu sem fór í hönd að lokinni forsetatíð en eins og alþjóð veit þá hefur Vigdís ekki setið auðum höndum. Þá mun Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti rýna í arfleifð hennar og áhrif á forsetaembættið. Páll segir Vigdísi alltaf hafa verið undan sinni samtíð. „Ég man eftir þessu þegar hún er að koma fram og tala við börnin og láta þau planta trjám og svo þetta með íslenska tungu. Ég man eftir því að það voru ekkert allir voða hrifnir af þessu,“ segir Páll og að viðkvæðið hefði oft verið „Kemur þessi kona alltaf með þessi tré, hvað er þetta?“ Páll bendir á að þessi áherslumál séu í raun okkar aðalsmerki í nútímanum. „Þetta er það sem þetta snýst um í þessu landi; það er náttúran og það er tungumálið það er þetta tvennt sem okkur ber að reyna að standa vörð um, þetta lagði hún áherslu á strax,“ benti Páll á. Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Menning Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28 Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Segja má að hálfgert Vigdísaræði hafi gripið þjóðina og ekki í fyrsta sinn. Leiknir sjónvarpsþættir um Vigdísi sem sýndir eru á RÚV hafa slegið í gegn og þykja einstaklega vandaðir. Þættirnir eru úr smiðju Rakelar Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur sem framleiða fyrir Vesturport. Nína Dögg Filippusdóttir fer með aðalhlutverkið sem sjálf Vigdís en Elín Hall túlkar Vigdísi á hennar yngri árum. Páll Valsson, hefur í tilefni af þáttunum útbúið námskeið hjá Endurmenntun HÍ sem fjallar um rætur Vigdísar, bakgrunn, árin á forsetastóli og tímann að lokinni forsetatíð og til dagsins í dag. Páll skrifaði ævisögu Vígdísar en í Bítinu á Bylgjunni var hann beðinn um að lýsa Vigdísi. „Hún er svo jákvæð og lausnamiðuð. Hún kann að hlusta - sem er mikilvægur eiginleiki - ekki síst í stjórnmálum. Hún er ofsalega dugleg og kraftmikil. Þetta verður bara væmið ef ég á að lýsa henni,“ sagði Páll, hún væri nefnilega svo mikil mannkostamanneskja líkt og hann komst að orði. Hann kvaðst ánægður með nýju þáttaröðina og finnst þeir varpa ljósi á mótlætið sem Vigdís mátti þola. „Fólk heldur kannski að hún hafi fæðst með silfurskeið í munni og ekki þurft að hafa fyrir neinu en það er nú öðru nær. Eins og fólk sér í þáttunum þá lenti hún í ýmsum áföllum en hún rís upp og sýnir seiglu og gefst ekki upp. Hún er baráttukona.“ Silja Bára Ómarsdóttir mun á námskeiðinu rýna í forsetaár Vigdísar og áhrif á alþjóðavettvangi. Auður Hauksdóttir, samstarfskona hennar mun þá fara ofan í saumana á tímabilinu sem fór í hönd að lokinni forsetatíð en eins og alþjóð veit þá hefur Vigdís ekki setið auðum höndum. Þá mun Guðni Th. Jóhannesson fyrrverandi forseti rýna í arfleifð hennar og áhrif á forsetaembættið. Páll segir Vigdísi alltaf hafa verið undan sinni samtíð. „Ég man eftir þessu þegar hún er að koma fram og tala við börnin og láta þau planta trjám og svo þetta með íslenska tungu. Ég man eftir því að það voru ekkert allir voða hrifnir af þessu,“ segir Páll og að viðkvæðið hefði oft verið „Kemur þessi kona alltaf með þessi tré, hvað er þetta?“ Páll bendir á að þessi áherslumál séu í raun okkar aðalsmerki í nútímanum. „Þetta er það sem þetta snýst um í þessu landi; það er náttúran og það er tungumálið það er þetta tvennt sem okkur ber að reyna að standa vörð um, þetta lagði hún áherslu á strax,“ benti Páll á.
Vigdís Finnbogadóttir Háskólar Menning Forseti Íslands Tengdar fréttir „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28 Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. 4. janúar 2025 11:28
Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19