„Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. janúar 2025 11:28 Nína Dögg segir Vigdísi búin að sjá brot úr þáttunum um sig. Hún bíður spennt eftir viðbrögðum hennar við restinni. Vísir/Vilhelm „Það var eiginlega eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað á ferlinum mínum,“ segir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona um daginn sem Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands heimsótti settið við tökur á þáttaröðinni Vigdísi sem nú er í sýningu. Nína mætti í Reykjavík síðdegis í gær og ræddi þættina, sem eru úr smiðju Vesturports og var fyrsti þáttur frumsýndur á nýársdag. Hún rifjar upp heimsóknina og segir Vigdísi hafa kíkt við þegar tökur stóðu yfir í Iðnó, þar sem Vigdís var eitt sinn leikhússtjóri. „Ég er nýbúin að fara úr bláu kápunni hennar, sem hún átti og var alltaf í á þessum tíma. Svo kemur hún inn í rýmið og þetta verður áþreifanlega magnað. Af því að ég er einhvern veginn að leika hana í aðstæðum sem hún hefur þegar verið í,“ segir Nína Dögg. Vigdís hafi setið og horft á og viðstaddir notið þess að hafa hana á svæðinu. „En ég þurfti alveg að berjast við tárin. Af því að ég var eiginlega í hálfgerðri geðshræringu að upplifa þetta. Að leika manneskju sem er síðan komin á staðinn.“ Nína Dögg lýsir Vigdísi sem skemmtilegri, öruggri og hnyttinni og þeim hafi komið vel saman. „Ég ákvað að reyna að herma ekki eftir henni heldur taka eiginleika sem mér finnst hún hafa,“ segir Nína Dögg. „Allt mildið sem hún hefur, ótrúlega mikla birtu. Og svo er hún með lítinn prakkarapúka í sér. Svona innri prakkari.“ Hún segir ýmislegt koma fram í þáttunum um ævi og störf Vigdísar sem hinn almenni borgari viti ekki endilega, og nefnir bróðurmissinn og námsárin í Frakklandi sem dæmi. „Þess vegna er frábært að gera þætti um hana þar sem þú færð heildarmynd af lífinu hennar frá þessum tíma. Frá því að hún er svona ung. Við þekkjum fleiri tímann þegar ég tek við af Elínu og leik hana,“ segir Nína Dögg. Hægt er að hlusta viðtalið í heild sinni hér að neðan. Vigdís Finnbogadóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Nína mætti í Reykjavík síðdegis í gær og ræddi þættina, sem eru úr smiðju Vesturports og var fyrsti þáttur frumsýndur á nýársdag. Hún rifjar upp heimsóknina og segir Vigdísi hafa kíkt við þegar tökur stóðu yfir í Iðnó, þar sem Vigdís var eitt sinn leikhússtjóri. „Ég er nýbúin að fara úr bláu kápunni hennar, sem hún átti og var alltaf í á þessum tíma. Svo kemur hún inn í rýmið og þetta verður áþreifanlega magnað. Af því að ég er einhvern veginn að leika hana í aðstæðum sem hún hefur þegar verið í,“ segir Nína Dögg. Vigdís hafi setið og horft á og viðstaddir notið þess að hafa hana á svæðinu. „En ég þurfti alveg að berjast við tárin. Af því að ég var eiginlega í hálfgerðri geðshræringu að upplifa þetta. Að leika manneskju sem er síðan komin á staðinn.“ Nína Dögg lýsir Vigdísi sem skemmtilegri, öruggri og hnyttinni og þeim hafi komið vel saman. „Ég ákvað að reyna að herma ekki eftir henni heldur taka eiginleika sem mér finnst hún hafa,“ segir Nína Dögg. „Allt mildið sem hún hefur, ótrúlega mikla birtu. Og svo er hún með lítinn prakkarapúka í sér. Svona innri prakkari.“ Hún segir ýmislegt koma fram í þáttunum um ævi og störf Vigdísar sem hinn almenni borgari viti ekki endilega, og nefnir bróðurmissinn og námsárin í Frakklandi sem dæmi. „Þess vegna er frábært að gera þætti um hana þar sem þú færð heildarmynd af lífinu hennar frá þessum tíma. Frá því að hún er svona ung. Við þekkjum fleiri tímann þegar ég tek við af Elínu og leik hana,“ segir Nína Dögg. Hægt er að hlusta viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Vigdís Finnbogadóttir Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19 Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fleiri fréttir Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Sjá meira
Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Fyrsta stiklan fyrir sjónvarpsþætti um líf og starf Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, var birt í dag. Þættirnir heita einfaldlega Vigdís en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á RÚV 1. janúar á næsta ári en þættirnir verða fjórir talsins. 23. nóvember 2024 13:19